| Sf. Gutt
Fjölmiðlar hafa af og til reynt að halda vangaveltum vakandi um að Jose Reina vilji fara frá Liverpool. Ekkert bendir til þess ef marka má viðtal við hann á Liverpoolfc.tv. Spánverjinn segist einfaldlega hlakka til næsta keppnistímabils!
,,Ég hlakka til næsta keppnistímabils. Við erum búnir að fá stórgóðar fréttir um samninga við Kenny, Steve Clarke og þjáfaraliðið. Við erum á réttri leið og bjartsýni ríkir. Auðvitað höfðu menn svolitlar efasemdir í desember og janúar því við vorum hvergi nærri því sem við erum núna. Allt hefur þokast til betri vegar og allir sjá muninn á því sem nú er og þá var. Þess vegna erum við núna bjartsýnir og hlökkum til framtíðarinnar."
En þrátt fyrir gott gengi upp á síðkastið þá veit Jose Reina að meira þarf til og hann vonar að Liverpool nái að tryggja Evrópusæti með því að vinna Tottenham á sunnudaginn.
,,Fimmta sætið er ekki nógu gott fyrir Liverpool. Við stefnum hærra og vonandi náum við því á næsta keppnistímabili. Við hlökkum til næsta keppnistímabils en við verðum að klára okkar verkefni á sunnudaginn. Með sigri erum við öruggir með fimmta sætið og við stefnum að því að vinna Tottenham og tryggja okkur sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Svo getum við tekið okkur verðskuldað frí og ég held að við eigum það skilið."
Það er ekki annað að skilja en að Jose Reina sé ekkert að hugsa sér til hreyfings og það er auðvitað hið besta mál!
TIL BAKA
Jose er ekkert á förum

,,Ég hlakka til næsta keppnistímabils. Við erum búnir að fá stórgóðar fréttir um samninga við Kenny, Steve Clarke og þjáfaraliðið. Við erum á réttri leið og bjartsýni ríkir. Auðvitað höfðu menn svolitlar efasemdir í desember og janúar því við vorum hvergi nærri því sem við erum núna. Allt hefur þokast til betri vegar og allir sjá muninn á því sem nú er og þá var. Þess vegna erum við núna bjartsýnir og hlökkum til framtíðarinnar."
En þrátt fyrir gott gengi upp á síðkastið þá veit Jose Reina að meira þarf til og hann vonar að Liverpool nái að tryggja Evrópusæti með því að vinna Tottenham á sunnudaginn.
,,Fimmta sætið er ekki nógu gott fyrir Liverpool. Við stefnum hærra og vonandi náum við því á næsta keppnistímabili. Við hlökkum til næsta keppnistímabils en við verðum að klára okkar verkefni á sunnudaginn. Með sigri erum við öruggir með fimmta sætið og við stefnum að því að vinna Tottenham og tryggja okkur sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Svo getum við tekið okkur verðskuldað frí og ég held að við eigum það skilið."
Það er ekki annað að skilja en að Jose Reina sé ekkert að hugsa sér til hreyfings og það er auðvitað hið besta mál!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan