| Sf. Gutt
TIL BAKA
Hvað verður um Alberto Aquilani?
Framtíð Ítalans Alberto Aquilani virðist í mikilli óvissu. Umboðsmaður hans segir þó að það sé farið að styttast í að mál hans komist á hreint. Roy Hodgson lánaði Alberto til Juventus eftir fyrsta leikinn á nýloknu keppnistímabili og þar lék hann allt tímabilið og stóð sig vel.
Líklega vill Liverpool selja hann þó svo að Kenny Dalglish hafi ekki útilokað þann möguleika að hann komi aftur til Liverpool í sumar. Juventus vill kaupa Alberto en það ber töluvert í milli með kaupverð og þar stendur hnífurinn í kúnni.
Þess má geta að Juventus tryggði sér forkaupsrétt á Alberto þegar lánssamningurinn við Liverpool var gerður. Kaupi Juventus hann ekki kemur hann væntanlega aftur til Liverpool en þess ber þó að geta að Mílanó liðin munu hafa einhvern áhuga á ítalska landsliðsmanninum ef marka má sögusagnir í fjölmiðlum.
Kaup Rafael Benítez á Alberto urðu honum dýrkeypt því Ítalinn stóð alls ekki undir væntingum. Sagan segir þó að Rafa hafi ekki alveg verið einn í ráðum með að kaupa Alberto því Roma, þaðan sem hann var keyptur, hafi skuldað Liverpool peninga frá því þeir keyptu John Arne Riise. Því vildu forráðamenn Liverpool að Rafael myndi kaupa leikmann frá Roma til að ná inn peningum sem úti stóðu. Ekki er gott að segja hvort þessi kenning á við rök að styðjast en kaupin á Alberto voru alltaf svolítið undarleg.
Alberto er búinn að leika 28 leiki með Liverpool og skora tvö mörk.
Líklega vill Liverpool selja hann þó svo að Kenny Dalglish hafi ekki útilokað þann möguleika að hann komi aftur til Liverpool í sumar. Juventus vill kaupa Alberto en það ber töluvert í milli með kaupverð og þar stendur hnífurinn í kúnni.
Þess má geta að Juventus tryggði sér forkaupsrétt á Alberto þegar lánssamningurinn við Liverpool var gerður. Kaupi Juventus hann ekki kemur hann væntanlega aftur til Liverpool en þess ber þó að geta að Mílanó liðin munu hafa einhvern áhuga á ítalska landsliðsmanninum ef marka má sögusagnir í fjölmiðlum.
Kaup Rafael Benítez á Alberto urðu honum dýrkeypt því Ítalinn stóð alls ekki undir væntingum. Sagan segir þó að Rafa hafi ekki alveg verið einn í ráðum með að kaupa Alberto því Roma, þaðan sem hann var keyptur, hafi skuldað Liverpool peninga frá því þeir keyptu John Arne Riise. Því vildu forráðamenn Liverpool að Rafael myndi kaupa leikmann frá Roma til að ná inn peningum sem úti stóðu. Ekki er gott að segja hvort þessi kenning á við rök að styðjast en kaupin á Alberto voru alltaf svolítið undarleg.
Alberto er búinn að leika 28 leiki með Liverpool og skora tvö mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan