| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Meireles seldur?
Juventus mun hafa borið víurnar í Raúl Meireles. Heimildir The Times herma að Liverpool sé opið fyrir því að selja hann.
Blaðið greinir frá því að fyrirhuguð sala Portúgalans sé hugsuð til þess að fjármagna kaupin á Charlie Adam og Stewart Downing, en blaðamaður The Times segist hafa heimildir fyrir því að Liverpool sé við það að ná samkomulagi við Blackpool og Aston Villa um kaupin á tvímenningunum og að jafnvel verði gengið frá félagaskiptum um helgina.
Samkvæmt heimildum blaðsins mun Liverpool greiða 16 milljónir punda fyrir Downing og 8 milljónir fyrir Adam. Þetta þýðir að Kenny Dalglish þarf að losa sig við einhverja leikmenn, þar sem ekki eru til endalausir peningar til leikmannakaupa í Bítlaborginni.
The Times greinir jafnframt frá því að Juventus hafi nú þegar gert boð í Meireles, sem hljóði upp á einhvern pening og Brasilíumannin Felipe Melo. Liverpool mun hafa hafnað boðinu, þar sem félagið þarf nauðsynlega á beinhörðum peningum að halda. Ekki fleiri miðlungsleikmönnum.
Blaðið greinir frá því að fyrirhuguð sala Portúgalans sé hugsuð til þess að fjármagna kaupin á Charlie Adam og Stewart Downing, en blaðamaður The Times segist hafa heimildir fyrir því að Liverpool sé við það að ná samkomulagi við Blackpool og Aston Villa um kaupin á tvímenningunum og að jafnvel verði gengið frá félagaskiptum um helgina.
Samkvæmt heimildum blaðsins mun Liverpool greiða 16 milljónir punda fyrir Downing og 8 milljónir fyrir Adam. Þetta þýðir að Kenny Dalglish þarf að losa sig við einhverja leikmenn, þar sem ekki eru til endalausir peningar til leikmannakaupa í Bítlaborginni.
The Times greinir jafnframt frá því að Juventus hafi nú þegar gert boð í Meireles, sem hljóði upp á einhvern pening og Brasilíumannin Felipe Melo. Liverpool mun hafa hafnað boðinu, þar sem félagið þarf nauðsynlega á beinhörðum peningum að halda. Ekki fleiri miðlungsleikmönnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan