| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Meireles ósáttur
Eins og greint var frá hér á síðunni í gær eru líkur á því að Raúl
Meireles hverfi úr herbúðum Liverpool í sumar. Portúgalinn mun vera
ósáttur við launakjör sín.
Fregnir úr herbúðum Liverpool, þess efnis að Raúl Meireles gæti verið á förum frá félaginu, komu mörgum í opna skjöldu, enda var Portúgalinn einn sprækasti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.
Nú hefur komið á daginn að Meireles er ósáttur við núverandi yfirstjórn Liverpool, sem hann telur að hafi ekki staðið við munnlegt samkomulag sem hann gerði vð fyrrverandi forráðamenn félagsins síðast liðið sumar, þess efnis að Portúgalinn fái ríflega launahækkun ef hann standi sig sem skyldi á sinni fyrstu leiktíð.
Meireles og umboðsmaður hans eru á því að hann hafi fyllilega staðið fyrir sínu á síðustu leiktíð og hljóti því að eiga rétt á launahækkun. Núverandi forráðamenn virðast ekki vera á sama máli, því þeir hafa ekki í hyggju að hækka laun Portúgalans.
Það er dagblaðið The National sem greinir frá þessum vandræðum milli Liverpool og Raúl Meireles.Í umfjöllun blaðsins segir að Meireles hafi tekið á sig ákveðna launalækkun þegar hann skipti frá Porto til Liverpool s.l. sumar, til þess að liðka fyrir vistaskiptunum. Nú þegar komið er að skuldadögum, virðast nýir eigendur ekki telja sig bundna af munnlegum samningum fyrri eigenda og því eru málin komin í leiðinlegan hnút.
Að því er segir í blaðinu hefur Meireles ítrekað reynt að fá félagið að samningaborðinu til að leiðrétta kjör sín, en án árangurs. Í síðustu viku mun honum síðan hafa verið tilkynnt að hann mætti fara frá félaginu ef rétt verð fengist fyrir hann.
Ef þessar heimildir The National eru réttar þá er ekki annað að sjá en að Meireles sé ekki inni í framtíðarplönum Kenny Dalglish. Þreifingar hans á leikmannamarkaði í sumar, kaupin á Jordan Henderson og tilraunir til að ná í Charlie Adam eru einnig ákveðin vísbending um að tími Meireles á miðju Liverpool sé kannski að renna út.
Í frétt blaðsins er vitnað í vin Portúgalans, sem segir að Meireles sé allt annað en ánægður. Honum líki lífið í borginni mjög vel og kunni vel við leikmannahópinn, en hafi það á tilfinningunni að félagið vilji lítið með hann hafa.
Fregnir úr herbúðum Liverpool, þess efnis að Raúl Meireles gæti verið á förum frá félaginu, komu mörgum í opna skjöldu, enda var Portúgalinn einn sprækasti leikmaður liðsins á síðustu leiktíð.
Nú hefur komið á daginn að Meireles er ósáttur við núverandi yfirstjórn Liverpool, sem hann telur að hafi ekki staðið við munnlegt samkomulag sem hann gerði vð fyrrverandi forráðamenn félagsins síðast liðið sumar, þess efnis að Portúgalinn fái ríflega launahækkun ef hann standi sig sem skyldi á sinni fyrstu leiktíð.
Meireles og umboðsmaður hans eru á því að hann hafi fyllilega staðið fyrir sínu á síðustu leiktíð og hljóti því að eiga rétt á launahækkun. Núverandi forráðamenn virðast ekki vera á sama máli, því þeir hafa ekki í hyggju að hækka laun Portúgalans.
Það er dagblaðið The National sem greinir frá þessum vandræðum milli Liverpool og Raúl Meireles.Í umfjöllun blaðsins segir að Meireles hafi tekið á sig ákveðna launalækkun þegar hann skipti frá Porto til Liverpool s.l. sumar, til þess að liðka fyrir vistaskiptunum. Nú þegar komið er að skuldadögum, virðast nýir eigendur ekki telja sig bundna af munnlegum samningum fyrri eigenda og því eru málin komin í leiðinlegan hnút.
Að því er segir í blaðinu hefur Meireles ítrekað reynt að fá félagið að samningaborðinu til að leiðrétta kjör sín, en án árangurs. Í síðustu viku mun honum síðan hafa verið tilkynnt að hann mætti fara frá félaginu ef rétt verð fengist fyrir hann.
Ef þessar heimildir The National eru réttar þá er ekki annað að sjá en að Meireles sé ekki inni í framtíðarplönum Kenny Dalglish. Þreifingar hans á leikmannamarkaði í sumar, kaupin á Jordan Henderson og tilraunir til að ná í Charlie Adam eru einnig ákveðin vísbending um að tími Meireles á miðju Liverpool sé kannski að renna út.
Í frétt blaðsins er vitnað í vin Portúgalans, sem segir að Meireles sé allt annað en ánægður. Honum líki lífið í borginni mjög vel og kunni vel við leikmannahópinn, en hafi það á tilfinningunni að félagið vilji lítið með hann hafa.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan