| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Alberto Aquilani til AC Milan?
Ítalska blaðið Gazzetta greinir frá því í dag að Liverpool og AC Milan hafi náð samkomulagi um að Alberto Aquilani verði á lánssamningi hjá Milan á næstu leiktíð.
La Gazzetta dello Sport, eins og blaðið heitir raunar fullu nafni, fullyrðir að félögin hafi náð samkomulagi um lán með möguleika á sölu. Samkvæmt frétt blaðsins er Aquilani í þessum töluðu orðum á leið til Ítalíu þar sem hann mun fara í læknisskoðun hjá AC Milan í fyrramálið.
Í frétt blaðsins segir að Milan hafi skuldbundið sig til að kaupa hinn 27 ára gamla Ítala fyrir 6 milljónir evra ef hann spilar fleiri en 25 leiki fyrir félagið á tímabilinu. Það er talsvert lægri upphæð en Liverpool greiddi fyrir Aquilani.
Milannews.it segir að samkomulagið sé í höfn og Aquilani hafi nú þegar fengið úthlutað búningi númer 14 hjá Milan. Þess ber að geta að fréttir um lán hafa enn ekki verið staðfestar af hálfu félaganna sjálfra.
La Gazzetta dello Sport, eins og blaðið heitir raunar fullu nafni, fullyrðir að félögin hafi náð samkomulagi um lán með möguleika á sölu. Samkvæmt frétt blaðsins er Aquilani í þessum töluðu orðum á leið til Ítalíu þar sem hann mun fara í læknisskoðun hjá AC Milan í fyrramálið.
Í frétt blaðsins segir að Milan hafi skuldbundið sig til að kaupa hinn 27 ára gamla Ítala fyrir 6 milljónir evra ef hann spilar fleiri en 25 leiki fyrir félagið á tímabilinu. Það er talsvert lægri upphæð en Liverpool greiddi fyrir Aquilani.
Milannews.it segir að samkomulagið sé í höfn og Aquilani hafi nú þegar fengið úthlutað búningi númer 14 hjá Milan. Þess ber að geta að fréttir um lán hafa enn ekki verið staðfestar af hálfu félaganna sjálfra.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan