| Grétar Magnússon
Tilkynnt var nú seinnipartinn að samkomulag hefði tekist á milli Liverpool og AC Milan um að lána Ítalann Alberto Aquilani út tímabilið. Milan menn hafa svo möguleika á því að kaupa hann í lok tímabils.
Damien Comolli sagði af þessu tilefni: ,,Ég vil hrósa því hvernig Alberto hefur staðið sig í þessu ferli öllu."
,,Í gegnum allt ferlið, hefur hans eina ósk verið sú að spila knattspyrnu. Hann hefur sett þetta ofar öllu öðru og það hefur haft í för með sér kostnað fyrir hann persónulega. Við óskum honum góðs gengis fyrir komandi tímabil."
Alberto lék, eins og allir vita, ekkert með Liverpool á síðasta keppnistímabili en þá var hann lánsmaður hjá Juventus. Ítalinn þótti einn besti leikmaður Liverpool á undirbúningstímabilinu en hann var aldrei valinn í liðshópinn eftir að keppnistímabilið hófst.
Fyrst Alberto hefur verið lánaður núna má leiða líkum að því að hann spili ekki meira með Liverpool og verði seldur.
TIL BAKA
Alberto Aquilani lánaður til AC Milan

Damien Comolli sagði af þessu tilefni: ,,Ég vil hrósa því hvernig Alberto hefur staðið sig í þessu ferli öllu."
,,Í gegnum allt ferlið, hefur hans eina ósk verið sú að spila knattspyrnu. Hann hefur sett þetta ofar öllu öðru og það hefur haft í för með sér kostnað fyrir hann persónulega. Við óskum honum góðs gengis fyrir komandi tímabil."
Alberto lék, eins og allir vita, ekkert með Liverpool á síðasta keppnistímabili en þá var hann lánsmaður hjá Juventus. Ítalinn þótti einn besti leikmaður Liverpool á undirbúningstímabilinu en hann var aldrei valinn í liðshópinn eftir að keppnistímabilið hófst.
Fyrst Alberto hefur verið lánaður núna má leiða líkum að því að hann spili ekki meira með Liverpool og verði seldur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan