| Sf. Gutt

Ekki neinn Júdas

Raul Meireles yfirgaf Liverpol á seinustu stundu áður en lokað var fyrir félagaskipti og samdi við Chelsea. Hann segist ekki vera neinn svikari þrátt fyrir að hafa farið frá Liverpool á þessum tímapunkti.

,,Svona gerist í knattspyrnunni. Ég hef ekkert nema gott að segja um Liverpool og ég átti frábært ár þar. Fólki finnst kannski að ég sé einhver Júdas og ég hafi farið út af peningum. Sú var ekki ástæðan og ég mun útskýra þetta seinna. Það er ekki tímabært núna þegar svona stutt er liðið frá. Allt gerðist mjög hratt. Það var ekki bara ég sem réði því að ég yfirgaf Liverpool en mér mun alltaf þykja mjög vænt um félagið og ég á mjög góða vini þar."

Það er spurning hvað Raul á við með því að hann hafi ekki verið einn í ráðum með brottförina. En í raun skiptir það ekki máli. Hann er farinn til félags sem vildi fá hann í sínar raðir og ekki hefði hann farið þangað ef hann hefði haft á móti því. Þar við situr. 





TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan