| Heimir Eyvindarson

Þetta er góður klúbbur, fullur af góðu fólki

Stewart Downing segir að andinn í Liverpool liðinu sé einstaklega góður. Honum finnst hann strax vera eins og heima hjá sér.

,,Það er mjög mikilvægt að það sé góður andi í leikmannahópnum. Ef mönnum kemur vel saman utan vallar þá skilar það sér oftar en ekki inni á vellinum. Að sama skapi getur slæmur andi utan vallar skemmt mikið fyrir liðum þegar út á völlinn er komið."

,,Stjórinn leggur mikla áherslu á góðan liðsanda og við höfum til dæmis margoft farið saman út að borða allur hópurinn", segir Downing í viðtali við LFC Magazine.

,,Þetta er ferskur og skemmtilegur hópur. Sumir hafa verið hér frá degi eitt, eins og Carra og Stevie og aðrir hafa verið hér ansi lengi, eins og Pepe og Dirk. Síðan eru nokkrir sem eru nýkomnir, eins og ég og fleiri. Þetta er góður hópur sem blandast vel saman."

,,Það er mikið grín í klefanum og eftir því sem vikurnar líða og við kynnumst enn betur þá verður fíflagangurinn meiri. Ég var heppinn að vera búinn að kynnast nokkrum hérna í gegnum landsliðið, en svo eru aðrir, eins og Jordan Henderson, sem þekktu eiginlega engan áður en þeir komu. Það virðist ekki koma að sök því hópurinn er mjög opinn og skemmtilegur. Við erum að kynnast og andinn í hópnum verður alltaf betri og betri."

,,Mér finnst ég eiga heima hérna, þrátt fyrir að hafa bara verið hér í nokkrar vikur. Það eru allir vingjarnlegir og hjálpsamir og maður finnur virkilega að maður er velkominn. Þetta er góður klúbbur, fullur af góðu fólki."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan