| Heimir Eyvindarson

Spearing þarf ekki að sanna neitt

Jay Spearing er tiltækur á ný eftir þriggja leikja bannið sem hann fékk á dögunum. Kenny Dalglish er ánægður með litla kallinn, eins og hann kallar hann.

Spearing fékk að líta rauða spjaldið í leik Fulham og Liverpool þann 5. desember s.l., eftir tæklingu á Moussa Démbele, og varð að gera sér að góðu að sitja hjá í lekjunum gegn QPR, Aston Villa og Wigan. Hann er nú tiltækur í liðið á nýjan leik og ekki ólíklegt að Dalglish setji traust sitt á þennan 23 ára orkubolta gegn Blackburn á mánudaginn.

,,Jay ætlaði sér ekkert illt þegar hann fór í tæklinguna. Hann ætlaði bara að vinna boltann, sem hann gerði. En síðan rann hann áfram og í lappirnar á Dembele. Hann gat ekkert að þessu gert, en svona er fótboltinn stundum."

,,Ég get ekki kvartað yfir því að menn séu of ákafir. Það er eðlilegt að menn séu kappsfullir á þessum aldri. Ég veit að Jay lærir af þessu atviki, en þessi litli karl þarf ekki að breyta neinu í sínum leik. Hann er mikið efni og það verður gaman að fylgjast með honum taka út þroskann á vellinum."

,,Jay hefur staðið sig vel hjá okkur og hann er mikill og sterkur karakter. Hann þarf að þroskast, eins og allir ungir menn, en við erum mjög ánægðir með hann. Það var vont að missa hann í þriggja leikja bann, en sem betur fer var stutt á milli leikja þannig að þetta leið fljótt."

,,Jay þarf ekki að sanna neitt fyrir okkur. Við vitum hvað hann getur og það verður gott að fá hann til baka." 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan