| Sf. Gutt
Það vantar tvo daga upp á árs starfsafmæli Kenny Dalglish en endurkoma hans hófst með tapi í F.A. bikarnum á móti Manchester United á Old Trafford. Nú ári seinna vill hann ná lengra í keppninni sem hann vann tvívegis með Liverpool. Fyrst árið 1986 sem spilandi framkvæmdastjóri og svo aftur árið 1989 þegar hann stjórnaði frá bekknum.
,,Það hefur verið grafið undan F.A. bikarnum á marga vegu og af ýmsum aðilum síðustu árin en við sýnum þessari keppni alltaf virðingu. Þetta er keppni sem hægt er að vinna og við munum mæta Oldham með sama viðhorfi og ákveðni og við höfum sýnt í Deildarbikarnum. Það hefur líka verið grafið undan Deildarbikarnum en við höfum reynt okkar besta í þeirri keppni og uppskorið eins og við höfum sáð."
Kenny mun örugglega breyta liði sínu eitthvað frá síðustu leikjum í kvöld og nú fá einhverjir leikmenn að spreyta sig sem minna hafa spilað síðustu vikurnar.
,,Við höfum alltaf lagt áherslu á styrkleika liðshópsins og kannski er nú tækifæri til að sýna mönnum það þakklæti sem þeir eiga skilið með því að gefa þeim tækifæri í byrjunarliðinu. En við ætlum ekki að sýna neina vanvirðingu með því að veikja liðið. Við berum fulla virðingu fyrir Oldham."
Vonandi kemst nú Liverpool loksins eitthvað áleiðis í F.A. bikarnum en liðið hefur jafnan komist stutt frá því keppnin vannst síðast árið 2006.
TIL BAKA
Möguleiki á titli!

,,Það hefur verið grafið undan F.A. bikarnum á marga vegu og af ýmsum aðilum síðustu árin en við sýnum þessari keppni alltaf virðingu. Þetta er keppni sem hægt er að vinna og við munum mæta Oldham með sama viðhorfi og ákveðni og við höfum sýnt í Deildarbikarnum. Það hefur líka verið grafið undan Deildarbikarnum en við höfum reynt okkar besta í þeirri keppni og uppskorið eins og við höfum sáð."
Kenny mun örugglega breyta liði sínu eitthvað frá síðustu leikjum í kvöld og nú fá einhverjir leikmenn að spreyta sig sem minna hafa spilað síðustu vikurnar.
,,Við höfum alltaf lagt áherslu á styrkleika liðshópsins og kannski er nú tækifæri til að sýna mönnum það þakklæti sem þeir eiga skilið með því að gefa þeim tækifæri í byrjunarliðinu. En við ætlum ekki að sýna neina vanvirðingu með því að veikja liðið. Við berum fulla virðingu fyrir Oldham."
Vonandi kemst nú Liverpool loksins eitthvað áleiðis í F.A. bikarnum en liðið hefur jafnan komist stutt frá því keppnin vannst síðast árið 2006.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan