| Grétar Magnússon
TIL BAKA
50 deildarmörk hjá Dirk Kuyt
Dirk Kuyt skoraði, eftir langa bið, sitt fimmtugasta deildarmark fyrir félagið gegn Úlfunum á þriðjudagskvöldið. Hér ræðir hann um markið og hvað sé hans uppáhalds deildarmark til þessa.
Hollendingurinn hefur í gegnum árin skorað nokkur mikilvæg mörk, eins og t.d. gegn Everton og Manchester City og hans fyrsta þrenna fyrir félagið kom í fyrra þegar Manchester United komu í heimsókn.
En eitt mark stendur þó uppúr í minningunni hjá honum.
,,Það eru mörg góð mörk sem ég hef skorað fyrir Liverpool - sérstaklega sigurmarkið gegn Everton um árið og þrennan gegn Manchester United, en eitt mark sem ég man sérstklega eftir var í heimaleik gegn Chelsea."
,,Peter Crouch flikkaði boltanum áfram og ég þrumaði boltanum framhjá Petr Cech. Þetta var frábært mark, en þegar upp er staðið er ég mjög stoltur af öllum mörkunum sem ég hef skorað fyrir félagið."
,,Það er frábært að hafa náð að skora 50 deildarmörk fyrir félagið í Úrvalsdeildinni. Það hafa ekki margir gert það fyrir þetta félag og hvað þá samlandar mínir og því er gott að hafa náð þessu. Ég þurfti að bíða lengi eftir markinu en ég vissi að það myndi koma og ég hélt áfram að leggja hart að mér."
Fimmtugasta markið kom á þriðjudagskvöldi og aðeins nokkrum dögum áður hafði Kuyt skorað sigurmarkið gegn Manchester United í FA bikarnum á Anfield, vikan hjá honum var því nánast fullkomin.
Kuyt bætir við: ,,Það var frábært að skora sigurmarkið gegn Manchester United fyrir framan Kop stúkuna. Það var sérstakt að ná að skora þrennu gegn þeim á síðasta tímabili en á laugardaginn var tilfinningin enn betri, vegna þess að það voru bara tvær mínútur eftir af leiknum og þetta reyndist vera sigurmarkið."
,,Það var gott að vinna þá og þetta gaf liðinu mikið sjálfstraust. Mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn og svo var frammistaða liðsins gegn Úlfunum mjög góð líka."
,,Þrír mismunandi leikmenn skoruðu mörkin, við spiluðum góða knattspyrnu og svona viljum við sækja fram völlinn og svona viljum við spila."
Sem fyrr segir ræðir hér um deildarmörkin sem Dirk hefur skorað. En alls hefur hann skorað 69 mörk í 267 leikjum í öllum keppnum.
Hollendingurinn hefur í gegnum árin skorað nokkur mikilvæg mörk, eins og t.d. gegn Everton og Manchester City og hans fyrsta þrenna fyrir félagið kom í fyrra þegar Manchester United komu í heimsókn.
En eitt mark stendur þó uppúr í minningunni hjá honum.
,,Það eru mörg góð mörk sem ég hef skorað fyrir Liverpool - sérstaklega sigurmarkið gegn Everton um árið og þrennan gegn Manchester United, en eitt mark sem ég man sérstklega eftir var í heimaleik gegn Chelsea."
,,Peter Crouch flikkaði boltanum áfram og ég þrumaði boltanum framhjá Petr Cech. Þetta var frábært mark, en þegar upp er staðið er ég mjög stoltur af öllum mörkunum sem ég hef skorað fyrir félagið."
,,Það er frábært að hafa náð að skora 50 deildarmörk fyrir félagið í Úrvalsdeildinni. Það hafa ekki margir gert það fyrir þetta félag og hvað þá samlandar mínir og því er gott að hafa náð þessu. Ég þurfti að bíða lengi eftir markinu en ég vissi að það myndi koma og ég hélt áfram að leggja hart að mér."
Fimmtugasta markið kom á þriðjudagskvöldi og aðeins nokkrum dögum áður hafði Kuyt skorað sigurmarkið gegn Manchester United í FA bikarnum á Anfield, vikan hjá honum var því nánast fullkomin.
Kuyt bætir við: ,,Það var frábært að skora sigurmarkið gegn Manchester United fyrir framan Kop stúkuna. Það var sérstakt að ná að skora þrennu gegn þeim á síðasta tímabili en á laugardaginn var tilfinningin enn betri, vegna þess að það voru bara tvær mínútur eftir af leiknum og þetta reyndist vera sigurmarkið."
,,Það var gott að vinna þá og þetta gaf liðinu mikið sjálfstraust. Mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn og svo var frammistaða liðsins gegn Úlfunum mjög góð líka."
,,Þrír mismunandi leikmenn skoruðu mörkin, við spiluðum góða knattspyrnu og svona viljum við sækja fram völlinn og svona viljum við spila."
Sem fyrr segir ræðir hér um deildarmörkin sem Dirk hefur skorað. En alls hefur hann skorað 69 mörk í 267 leikjum í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan