| Sf. Gutt
TIL BAKA
Enn versnar deildargengið!
Enn versnar deildargengi Liverpool. Í dag máttu dauflegir leikmenn Liverpool þola tap og nú var það Wigan sem vann 1:2 á Anfield Road. Tapið var sögulegt því Wigan hefur ekki áður unnið Liverpool á útivelli.
Hvað sem segja má um hið stórfurðulega tap fyrir Queen Park Rangers á miðvikudagskvöldið þá lék Liverpool lengst af stórvel í leiknum en það var annað uppi á teningnum í dag. Reyndar réði Liverpool gangi mála framan af en samt voru leikmenn dauflegir og sendingar fóru oft um víðan völl víðsfjarri mönnum sem áttu að fá boltann. Gestirnir lágu í vörn en fengu fyrsta færið þegar Victor Moses komst framhjá Jose Enrique og inn í vítateig en Martin Skrtel henti sér fyrir skot hans.
Liverpool náði loksins almennilegri sókn á 25. mínútu. Luis Suarez sendi inn fyrir á Stewart Downing sem komst inn í vítateig vinstra megin en skot hans fór rétt framhjá fjærstöng. Gestirnir komust svo yfir gegn gangi leiksins eftir hálftíma. Martin sparkaði þá klaufalega í Victor og dómarinn dæmdi víti. Brotið var klaufalegt og óvart en þarna var um hættuspark að ræða. Huga þurfti að Victor áður en Shane Maloney tók vítið og hann skoraði úr því. Jose Reina var ekki langt frá því að verja en boltinn lá í markinu.
Leikmenn Liverpool voru lengi vel slegnir út af laginu eftir markið og það var ekki fyrr en á 40. mínútu sem færi gafst. Luis átti þá skot utan vítateigs sem Ali Al Habsi varði í horn. Á lokamínútu hálfleiksins varði hann aftur og nú frá Steven Gerrard sem komst inn í vítateig eftir spil við Luis. Wigan hafði því forystu í hálfleik.
Kenny Dalglish reif Jordan Henderson, sem hafði ekki sést, af velli í hálfleik og sendi Andy Caroll til leiks. Liverpool fékk óskabyrjun í síðari hálfleik og eftir tvær mínútur var staðan orðin jöfn. Martin braut sókn Wigan aftur með kröftugri tæklingu, Steven fékk boltann út til hægri og sendi inn í vítateiginn á Luis Suarez sem renndi boltanum af öryggi út í vinstra hornið. Einfalt og laglegt mark. Menn gátu spurt sig af hverju fleiri svona sóknir hefðu ekki komið.
Á 54. mínútu skoraði Luis svo aftur. Steven sendi aukaspyrnu frá hægri yfir á fjærstöng. Martin skallaði til baka, Luis stökk upp og kom boltanum í markið á marklínunni. Mikill fögnuður braust út en dómarinn dæmdi markið af og bókaði Luis. Menn vissu ekki alveg hvað hafði gerst en dómarinn mat það svo að Luis hefði notað hendi við að koma boltanum í markið. Var nú eiginlega óskiljanlegt af hverju Luis hafði notað hendi. Var það óvart því varla var hægt að skilja annað en Luis hefði getað bara látið magann eða brjóstkassann um að koma boltanum yfir marklínuna. Hvað um það markið stóð ekki.
Auðvitað náði svo Wigan forystu fyrst Liverpool gerði það ekki. Á 63. mínútu fékk miðvörðurinn Gary Caldwell boltann í miðjum vítateignum eftir að boltinn hafði hrökkið til hans af hendi Jamie Carragher! Gary lék á Andy og skoraði af öryggi. Alveg kostulegt mark og vörn Liverpool út á þekju! Liverpool náði strax sókn og Stewart sendi fyrir en Andy hitti ekki boltann af stuttu færi.
Eftir þetta voru leikmenn Liverpool alveg búnir á því. Ekkert gerðist og Wigan hafði öll völd. Stuðningsmenn gerðu ekkert í að hvetja sína menn í blíðunni og deyfðin innan vallar sem utan var alveg með ólíkindum. Það var ekki fyrr en unglingurinn Raheem Sterling kom til leiks sex mínútum fyrir leikslok að eitthvað heyrðist í áhorfendum. Hann tók strax af skarið og reyndi að gera eitthvað í málinu. Skyndilega þurfti vörn Wigan að vera til taks.
Martin bjargaði þó skoti frá Ben Watson þegar fimm mínútur voru eftir en undir lokin sótti Liverpool loksins af einhverju viti og Raheem litli var nú eiginlega aðalmaðurinn. Þegar mínúta var eftir kom löng sending fram sem Andy skallaði til Luis en skot hans var varið. Stuðningsmenn Liverpool fóru fjúkandi reiðir heim þegar flautað var til leiksloka og enn eitt deildartapið orðið staðreynd.
Leikmenn Liverpool verða að fara að átta sig á því að hlutirnir geta ekki gengið lengur svona í deildinni. Bikar er í húsi og möguleiki á öðrum en gengið í deildinni, eftir áramót, er fullkomlega óásættanlegt. Fjölmargir leikmenn liðsins eru varla með í hverjum leiknum á fætur öðrum nema það sé bikarleikur og þetta er allt með ólíkindum. Kannski er þetta tap fyrir slöku liði botninn á hörmungargöngu liðsins í deildinni. Reyndar hefur liðið nú tapað tveimur leikjum í röð fyrir botnliðum og það er ekki boðlegt!
Kenny og þjálfarar liðsins bera sína ábyrgð en hugarfar flestra leikmanna er vonlaust. Menn hljóta að geta meira. Kannski geta reyndar sumir ekki meira og þeir hafa ekkert meira að gera í liðinu í bili. Þetta má ekki ganga lengur svona. Menn þurfa að gyrða sig og snúa blaðinu við til vors. Það er góður möguleiki á að vinna F.A. bikarinn en sem fyrr segir verður að fara að ná einhverjum stigum í deildinni!
Liverpool: Reina, Flanagan, Carragher, Skrtel, Enrique, Henderson (Carroll 46. mín.), Gerrard, Spearing, Downing (Shelvey 73. mín.), Kuyt (Sterling 84. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Aurelio, Coates og Eccleston.
Mark Liverpool: Luis Suarez (47. mín.).
Gult spjald: Luis Suarez.
Wigan Athletic: Al Habsi, Alcaraz, Caldwell, Figueroa, Boyce, McCarthy, McArthur, Beausejour (Watson 62. mín.), Moses (Crusat 42. mín.), Maloney og Di Santo (Sammon 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Kirkland, Thomas, Gomez og Stam.
Mörk Wigan: Shaun Maloney, víti, (30. mín.) og Gary Caldwell (63. mín.).
Gul spjöld: Franco Di Santo og Maynor Figueroa.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.431.
Maður leiksins: Martin Skrtel. Slóvakinn var eini leikmaður Liverpool sem sýndi virkilegan sigurvilja alla tímann. Hann gaf þó vítaspyrnu á klaufalegan hátt en allir leikmenn Liverpool gerðu sinn skammt af mistökum.
Kenny Daglish: Mér fannst við vera frekar þreytulegir. Við vorum mikið með boltann en misstum hann nokkuð oft á mikilvægum stöðum. Þeir geta alveg spilað vel en þreyta hafði sitt að segja.
Fróðleikur.
- Wigan vann sinn fyrsta sigur á Anfield í sögunni.
- Liverpool hefur tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum.
- Luis Suarez skoraði sitt tólfta mark á leiktíðinni.
- Jose Reina lék sinn 350. leik fyrir hönd Liverpool.
- Raheem Sterling lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Aðeins tveir leikmenn hafa verið yngri þegar þeir léku í fyrsta sinn með Liverpool.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Hvað sem segja má um hið stórfurðulega tap fyrir Queen Park Rangers á miðvikudagskvöldið þá lék Liverpool lengst af stórvel í leiknum en það var annað uppi á teningnum í dag. Reyndar réði Liverpool gangi mála framan af en samt voru leikmenn dauflegir og sendingar fóru oft um víðan völl víðsfjarri mönnum sem áttu að fá boltann. Gestirnir lágu í vörn en fengu fyrsta færið þegar Victor Moses komst framhjá Jose Enrique og inn í vítateig en Martin Skrtel henti sér fyrir skot hans.
Liverpool náði loksins almennilegri sókn á 25. mínútu. Luis Suarez sendi inn fyrir á Stewart Downing sem komst inn í vítateig vinstra megin en skot hans fór rétt framhjá fjærstöng. Gestirnir komust svo yfir gegn gangi leiksins eftir hálftíma. Martin sparkaði þá klaufalega í Victor og dómarinn dæmdi víti. Brotið var klaufalegt og óvart en þarna var um hættuspark að ræða. Huga þurfti að Victor áður en Shane Maloney tók vítið og hann skoraði úr því. Jose Reina var ekki langt frá því að verja en boltinn lá í markinu.
Leikmenn Liverpool voru lengi vel slegnir út af laginu eftir markið og það var ekki fyrr en á 40. mínútu sem færi gafst. Luis átti þá skot utan vítateigs sem Ali Al Habsi varði í horn. Á lokamínútu hálfleiksins varði hann aftur og nú frá Steven Gerrard sem komst inn í vítateig eftir spil við Luis. Wigan hafði því forystu í hálfleik.
Kenny Dalglish reif Jordan Henderson, sem hafði ekki sést, af velli í hálfleik og sendi Andy Caroll til leiks. Liverpool fékk óskabyrjun í síðari hálfleik og eftir tvær mínútur var staðan orðin jöfn. Martin braut sókn Wigan aftur með kröftugri tæklingu, Steven fékk boltann út til hægri og sendi inn í vítateiginn á Luis Suarez sem renndi boltanum af öryggi út í vinstra hornið. Einfalt og laglegt mark. Menn gátu spurt sig af hverju fleiri svona sóknir hefðu ekki komið.
Á 54. mínútu skoraði Luis svo aftur. Steven sendi aukaspyrnu frá hægri yfir á fjærstöng. Martin skallaði til baka, Luis stökk upp og kom boltanum í markið á marklínunni. Mikill fögnuður braust út en dómarinn dæmdi markið af og bókaði Luis. Menn vissu ekki alveg hvað hafði gerst en dómarinn mat það svo að Luis hefði notað hendi við að koma boltanum í markið. Var nú eiginlega óskiljanlegt af hverju Luis hafði notað hendi. Var það óvart því varla var hægt að skilja annað en Luis hefði getað bara látið magann eða brjóstkassann um að koma boltanum yfir marklínuna. Hvað um það markið stóð ekki.
Auðvitað náði svo Wigan forystu fyrst Liverpool gerði það ekki. Á 63. mínútu fékk miðvörðurinn Gary Caldwell boltann í miðjum vítateignum eftir að boltinn hafði hrökkið til hans af hendi Jamie Carragher! Gary lék á Andy og skoraði af öryggi. Alveg kostulegt mark og vörn Liverpool út á þekju! Liverpool náði strax sókn og Stewart sendi fyrir en Andy hitti ekki boltann af stuttu færi.
Eftir þetta voru leikmenn Liverpool alveg búnir á því. Ekkert gerðist og Wigan hafði öll völd. Stuðningsmenn gerðu ekkert í að hvetja sína menn í blíðunni og deyfðin innan vallar sem utan var alveg með ólíkindum. Það var ekki fyrr en unglingurinn Raheem Sterling kom til leiks sex mínútum fyrir leikslok að eitthvað heyrðist í áhorfendum. Hann tók strax af skarið og reyndi að gera eitthvað í málinu. Skyndilega þurfti vörn Wigan að vera til taks.
Martin bjargaði þó skoti frá Ben Watson þegar fimm mínútur voru eftir en undir lokin sótti Liverpool loksins af einhverju viti og Raheem litli var nú eiginlega aðalmaðurinn. Þegar mínúta var eftir kom löng sending fram sem Andy skallaði til Luis en skot hans var varið. Stuðningsmenn Liverpool fóru fjúkandi reiðir heim þegar flautað var til leiksloka og enn eitt deildartapið orðið staðreynd.
Leikmenn Liverpool verða að fara að átta sig á því að hlutirnir geta ekki gengið lengur svona í deildinni. Bikar er í húsi og möguleiki á öðrum en gengið í deildinni, eftir áramót, er fullkomlega óásættanlegt. Fjölmargir leikmenn liðsins eru varla með í hverjum leiknum á fætur öðrum nema það sé bikarleikur og þetta er allt með ólíkindum. Kannski er þetta tap fyrir slöku liði botninn á hörmungargöngu liðsins í deildinni. Reyndar hefur liðið nú tapað tveimur leikjum í röð fyrir botnliðum og það er ekki boðlegt!
Kenny og þjálfarar liðsins bera sína ábyrgð en hugarfar flestra leikmanna er vonlaust. Menn hljóta að geta meira. Kannski geta reyndar sumir ekki meira og þeir hafa ekkert meira að gera í liðinu í bili. Þetta má ekki ganga lengur svona. Menn þurfa að gyrða sig og snúa blaðinu við til vors. Það er góður möguleiki á að vinna F.A. bikarinn en sem fyrr segir verður að fara að ná einhverjum stigum í deildinni!
Liverpool: Reina, Flanagan, Carragher, Skrtel, Enrique, Henderson (Carroll 46. mín.), Gerrard, Spearing, Downing (Shelvey 73. mín.), Kuyt (Sterling 84. mín.) og Suarez. Ónotaðir varamenn: Doni, Aurelio, Coates og Eccleston.
Mark Liverpool: Luis Suarez (47. mín.).
Gult spjald: Luis Suarez.
Wigan Athletic: Al Habsi, Alcaraz, Caldwell, Figueroa, Boyce, McCarthy, McArthur, Beausejour (Watson 62. mín.), Moses (Crusat 42. mín.), Maloney og Di Santo (Sammon 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Kirkland, Thomas, Gomez og Stam.
Mörk Wigan: Shaun Maloney, víti, (30. mín.) og Gary Caldwell (63. mín.).
Gul spjöld: Franco Di Santo og Maynor Figueroa.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.431.
Maður leiksins: Martin Skrtel. Slóvakinn var eini leikmaður Liverpool sem sýndi virkilegan sigurvilja alla tímann. Hann gaf þó vítaspyrnu á klaufalegan hátt en allir leikmenn Liverpool gerðu sinn skammt af mistökum.
Kenny Daglish: Mér fannst við vera frekar þreytulegir. Við vorum mikið með boltann en misstum hann nokkuð oft á mikilvægum stöðum. Þeir geta alveg spilað vel en þreyta hafði sitt að segja.
Fróðleikur.
- Wigan vann sinn fyrsta sigur á Anfield í sögunni.
- Liverpool hefur tapað fimm af síðustu sex deildarleikjum.
- Luis Suarez skoraði sitt tólfta mark á leiktíðinni.
- Jose Reina lék sinn 350. leik fyrir hönd Liverpool.
- Raheem Sterling lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Aðeins tveir leikmenn hafa verið yngri þegar þeir léku í fyrsta sinn með Liverpool.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan