| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stewart vonast eftir páskagleði
Tvær umferðir verða leiknar í ensku Úrvalsdeildinni núna um páskana. Liverpool mætir fyrst Aston Villa á Anfield Road laugardaginn fyrir páska og svo Blackburn Rovers þriðjudaginn eftir hátíðina.
Stewart Downing vonast eftir því að Liverpool vinni þessa leiki og nái að vekja páskagleði hjá stuðningsmönnum sínum. Ekki veitir af eftir hrakfarir í síðustu deildarleikjum og liðið þarf líka á sjálfstrausti að halda fyrir undanúrslitarimmuna í F.A. bikarnum við Everton. Stewart hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.tv.
,,Við þurfum að einbeita okkur að koma lagi á leik okkar í deildinni. Við viljum koma í undanúrslitaleikinn eftir að hafa náð góðum úrslitum. Við náðum því fyrir úrslitaleikinn í Carling bikarnum. Við settum þann leik til hliðar og náðum frábærum sigri á Brighton. Það sama ætti að vera hægt núna þó svo að við séum að fara að spila við Everton. Góð úrslit virkja hvetjandi á lið eins og kom í ljós hjá okkur. Við viljum ná upp sjálfstrausti fyrir leikinn.
Liverpool spilar, eins og fyrr segir, við Aston Villa og Blackburn í páskahrotunni og þeim liðum hefur ekki vegnað vel upp á síðkastið frekar en Liverpool.
,,Við eigum að geta unnið þessa leiki en við þurfum að mæta í þá og vinna því við höfum tapað mörgum leikjum sem töldum okkur geta unnið það sem af er keppnistímabilsins."
Þetta er hárrétt hjá Stewart og vonandi nær hann að leggja sitt af mörkum til að Liverpool eigi góða páska. Hann, eins og margir félaga hans, hefur ekki staðið undir nafni í síðustu leikjum og nú er komið mál til að það breytist. Stewart hefur til dæmis bara skorað tvö mörk og oft verið daufur í leikjum. Hann á að geta miklu betur!
Stewart Downing vonast eftir því að Liverpool vinni þessa leiki og nái að vekja páskagleði hjá stuðningsmönnum sínum. Ekki veitir af eftir hrakfarir í síðustu deildarleikjum og liðið þarf líka á sjálfstrausti að halda fyrir undanúrslitarimmuna í F.A. bikarnum við Everton. Stewart hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.tv.
,,Við þurfum að einbeita okkur að koma lagi á leik okkar í deildinni. Við viljum koma í undanúrslitaleikinn eftir að hafa náð góðum úrslitum. Við náðum því fyrir úrslitaleikinn í Carling bikarnum. Við settum þann leik til hliðar og náðum frábærum sigri á Brighton. Það sama ætti að vera hægt núna þó svo að við séum að fara að spila við Everton. Góð úrslit virkja hvetjandi á lið eins og kom í ljós hjá okkur. Við viljum ná upp sjálfstrausti fyrir leikinn.
Liverpool spilar, eins og fyrr segir, við Aston Villa og Blackburn í páskahrotunni og þeim liðum hefur ekki vegnað vel upp á síðkastið frekar en Liverpool.
,,Við eigum að geta unnið þessa leiki en við þurfum að mæta í þá og vinna því við höfum tapað mörgum leikjum sem töldum okkur geta unnið það sem af er keppnistímabilsins."
Þetta er hárrétt hjá Stewart og vonandi nær hann að leggja sitt af mörkum til að Liverpool eigi góða páska. Hann, eins og margir félaga hans, hefur ekki staðið undir nafni í síðustu leikjum og nú er komið mál til að það breytist. Stewart hefur til dæmis bara skorað tvö mörk og oft verið daufur í leikjum. Hann á að geta miklu betur!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan