Mark spáir í spilin
Liverpool mætir á Ewood Park á nýjan leik. Nú skulum við stuðningsmenn Liverpool lygna augunum og hugsa um stöðu Liverpool þegar Roy Hodgson fór með lærisveina sína þangað í byrjun síðasta árs. Eins skulum við íhuga stöðu Liverpool núna þegar Kenny Dalglish fer með sína menn á einn af sínum fyrri valdastöðum. Hefur Liverpool Football Club færst fram á veginn? Svari nú hver fyrir sig!
Blackburn Rovers v Liverpool
Eftir að hafa orðið vitni af jafntefli Liverpool á móti Aston Villa gæti ég trúað, þó úrslitin bendi kannski ekki til þess, að liðið hans Kenny Dalglish gæti hafa snúið blaðinu við. Liðið spilaði vel á köflum og Daniel Agger er kominn aftur til svo hann getur leikið við hliðina á Martin Skrtel í vörninni. Það er líka farið að styttast í að Glen Johnson komi aftur eftir meiðsli.
Leikurinn milli þessara liða á sama stað á síðustu leiktíð var sá síðasti hjá Roy Hodgson. Ég á von á því að Blackburn gefi Liverpool ekkert eftir líkt og þeir gerðu gegn Manchester United í síðustu viku. Samt held ég að Liverpool hafi nóg í pokahorninu til að ná hagstæðum úrslitum á Ewood Park áður en þeir spila við Everton í undanúrslitum F.A. bikarkeppninnar síðar í vikunni.
Blackburn gafst eiginlega upp á móti West Brom og Steve Kean á eftir að heimta almennilegan leik af sínum mönnum. Ég hugsa að stjóri Blackburn hefði frekar viljað spila þennan leik á miðvikudaginn svo hann gæti undirbúið liðið betur á æfingasvæðinu.
Spá: 1:1.
Til minnis!
- Liverpool hefur aðeins unnið tvo deildarleiki á árinu.
- Liverpool er í áttunda sæti deildarinnar með 43 stig.
- Liverpool og Blackburn skildu jöfn 1:1 á Anfield Road á öðrum degi jóla. Sjálfsmark Charlie Adam kom gestunum yfir en Maxi Rodriguez jafnaði.
- Tréverkið muna hafa bjargað andstæðingum Liverpool 28 sinnum á leiktíðinni.
- Blackburn hefur tapað síðustu þremur leikjum sínum.
- Liverpool hefur unnið fleiri leiki úti en heima hingað til í deildinni.
- Blackburn hefur fengið fleiri stig á árinu en Liverpool.
- Luis Suarez hefur skorað flest mörk leikmanna Liverpool eða þrettán talsins.
Síðast!
Margir áttu von á því að Liverpool, þó illa hefði gengið í síðustu leikjum, hefði sigur á Ewood Park enda gengi Blackburn verið slakt en það fór allt á versta veg. Heimamenn komust í 3:0 áður en Steven Gerrard minnkaði muninn. Hann misnotaði svo víti rétt fyrir leikslok og 3:1 tap varð niðurstaða mála. Roy Hodgson stjórnaði Liverpool ekki oftar í leik!
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!