| Sf. Gutt
TIL BAKA
Andy tryggði Liverpool sætan sigur!
Loksins, loksins kom sigur hjá Liverpool. Páskahrotan endaði með því að Liverpool vann sigur í Blackburn í ótrúlegum leik. Liverpool vann 2:3 eftir að hafa verið manni færri lengi vel. Sigurinn var bæði sætur og langþráður.
Það fór eins og marga grunaði að Kenny Dalglish myndi breyta liðinu sínu enda stórleikur framundan við Everton á Wembley á laugardaginn. Alls voru breytingarnar sex. Meðal annars var Glen Johnson kominn til leiks en hann hafði ekki spilað frá því hann tók vítaspyrnuna sem færði Liverpool Deildarbikarinn á Wembley!
Breytingarnar virtust fara vel í liðið því Liverpool hóf leikinn mjög vel. Á 13. mínútu komst Liverpool yfir. Blackburn átti aukaspyrnu sem ekkert varð úr. Martin Sktrel fékk boltann í vítateignum og þrumaði stórkostlegri sendingu fram á hægri kantinn beinustu leið á Craig Bellamy. Hann lék fram kantinn og sendi svo hárnákvæma sendingu fyrir markið á Maxi Rodriguez sem skoraði af stuttu færi við fjærstöngina.
Þremur mínútum seinna var staðan orðin enn betri. Jonjo Shelvey, sem átti sinn besta leik með Liverpool, náði boltanum á miðjunni, lék fram að vítateignum þaðan sem hann skaut að marki. Paul Robinson varði en hélt ekki boltanum. Andy Carroll kom á vettvang en varnarmaður komst fyrir skot hans. Maxi var líka á svæðinu og smellti frákastinu í markið. Magnað hjá þeim argentínska sem nú stefndi á þrennu.
Allt virtist vera í réttum farvegi hjá Liverpool en þeir Rauðu fara sjaldan auðveldar leiðir. Á 25. mínútu sendi Jon Flanagan blint aftur á Alexander Doni í markinu en hann sá ekki Junior Hoilett sem komst inn í sendingna. Alexander kom út á móti honum og felldi hann. Dómarinn rak Alexander umsvifalaust af velli og Liverpool manni færri. Reyndar hefði Liverpool getað verið manni undir þá þegar því Jon var búinn að fá gult spjald snemma leiks og slapp svo við annað þegar hann braut af sér litlu síðar.
Hvað um það Ástralinn Brad Jones kom til leiks eftir að hafa skipt við Jon og tók sér stöðu í markinu. Gegn honum var Nígeríumaðurinn Ayegbeni Yakubu. Brad sá við honum og fór létt með því vítaspyrnan var laflaus. Brad varði þar með víti með sinni fyrstu snertingu á leiktíðinni! Mögnuð og tilfinningaþrungin innkoma hjá Brad en Alexander var farinn miður sín til búningsherbergja.
Ayegbeni sneri þó á Brad á 36. mínútu þegar hann minnkaði muninn. David Dunn tók þá aukaspyrnu frá hægri sem Nígeríumaðurinn skallaði óvaldaður í markið án þess að Brad kæmi nokkrum vörnum við. Þannig stóð í hálfleik og áhorfendur höfðu um nóg að tala í leikhléinu.
Strax í upphafi síðari hálfleiks hefði Liverpool getað farið langt með að gera út um leikinn. Craig tók þá horn frá vinstri sem hitti beint á Andy sem henti sér fram en skallaði framhjá úr upplögðu færi. Leikurinn var hinn fjörugasti og bæði lið sóttu við hvert tækifæri. Á 59. mínútu átti Liverpool góða sókn. Jonjo vann boltann af og komst í gott upphlaup en skot hans fór víðsfjarri. Hann hefði þar betur gefið á Craig sem var algjörlega frír. Þetta kom í bakið á Liverpol tveimur mínútum seinna.
Brad var þá kærulaus með boltann uppi við markið og sparkaði honum í Ayegbeni sem var nærri. Boltinn hrökk að marki en Brad var óöruggur með sig, náði ekki að grípa boltann og Ayegbeni var við það að ná honum þegar Brad stjakaði örlítið við honum. Sá nígeríski lét sig detta og er þó ekki lítill. Dómarinn dæmdi víti og bókaði Brad. Sumir töldu að það hefði átt að reka hann úr af en það hefði ekki verið rétt. Ayegbeni var öruggur í þetta sinn og skilaði boltanum í markið. Staðan orðin jöfn!
Þegar stundarfjórðungur var eftir skallaði Daniel Agger að marki eftir horn en bjargað var á línu. Hinu megin, rétt á eftir, kom svo fyrirgjöf sem sóknarmaður Rovers rétt missti af. Aftur var hætta við mark Liverpool og nú af eigin manni. Aukaspyrna kom inn í vítateiginn. Boltinn fór af höfði Andy og að eigin marki. Brad þurfti að hafa sig allan við og sló boltann yfir í horn!
Komið var fram í viðbótartíma þegar úrslit réðust. Craig sendi hornspyrnu fyrir frá vinstri. Heimamenn hreinsuðu. Við miðjuna þrumaði Sebastian Coates boltanum aftur inn í vítateig. Daniel vann boltann og skallaði hann á Andy sem henti sér á boltann og stangaði hann framhjá Paul! Frábær endir á ótrúlegum leik og loksins kom sigur hjá Liverpool!
Í janúar fyrir rúmu ári fóru leikmenn og stuðningsmenn Liverpool hnípnir af Ewood Park eftir 3:1 tap. Roy Hodgson var ekki upplitsdjarfur og Kóngurinn var ákallaður. Í kvöld var Kóngurinn ákallaður aftur og enn þar sem hann stýrði liðinu okkar til sigurs á sama stað!
Blackburn Rovers: Robinson, Orr, Dann, Grant Hanley, Martin Olsson, Hoilett, Dunn (Lowe 75. mín.), Nzonzi, Marcus Olsson, Formica (Rochina 73. mín.) og Yakubu. Ónotaðir varamenn: Kean, Givet, Pedersen, Petrovic og Goodwillie.
Mörk Blackburn: Ayegbeni Yakubu (36. og 61. mín. víti.).
Gul spjöld: Bradley Orr, Junior Hoilett, Mauro Formica og Grant Hanley.
Liverpool: Doni, Flanagan (Jones 26. mín.), Coates, Skrtel, Johnson (Agger 53. mín.), Henderson, Shelvey, Spearing, Rodriguez (Enrique 77. mín.), Bellamy og Carroll. Ónotaðir varamenn: Aurelio, Suarez, Kuyt og Carragher.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (13. og 16. mín.) og Andy Carroll (90. mín.).
Rautt spjald: Alexander Doni.
Gul spjöld: Jon Flanagan, Maxi Rodriguez, Brad Jones, Craig Bellamy og Jordan Henderson.
Áhorfendur á Ewood Park: 23.571.
Maður leiksins: Andy Carroll. Ekki gekk nú allt að óskum hjá Andy frekar en oft áður en hann barðist eins og ljón allan leikinn og var ekki síst duglegur í vörninni þegar með þurfti. Hann skoraði svo á síðustu stundu mark sem færði Liverpool sigur og það gat ekki komið á betri tíma.
Kenny Dalglish: Mér fannst við, með hjálp stuðningsmanna okkar sem hvöttu okkur áfram, standa okkur mjög vel í síðari hálfleik. Ég tel að við höfum svona rétt um það bil verðskuldað sigurinn. Við erum mjög ánægðir fyrir hönd leikmannanna því þeir hafa ekki átt góða daga upp á síðkastið. Þetta þýðir svo sem ekki að við séum búnir að snúa blaðinu við en þetta hressir alla.
Fróðleikur.
- Andy Carroll skoraði sjöunda mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 50. leikur hans með Liverpool og hann er búinn að skora níu mörk.
- Maxi Rodriguez er nú búinn að skora sex mörk á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool eftir fjóra leiki án sigurs.
- Þetta var þriðji sigur Liverpool í deildinni á árinu.
- Alexander Doni var rekinn af velli í öðrum leik sínum með Liverpool.
- Brad Jones varði víti með sinni fyrstu snertingu.
- Luis Suarez er markahæstur með þrettán mörk.
- Liverpool hefur nú notað fjóra markmenn, Jose Reina, Jose Enrique, Alexander Doni og Brad Jones, í þremur síðustu leikjum.
Hér og hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem var tekið eftir leik.
Það fór eins og marga grunaði að Kenny Dalglish myndi breyta liðinu sínu enda stórleikur framundan við Everton á Wembley á laugardaginn. Alls voru breytingarnar sex. Meðal annars var Glen Johnson kominn til leiks en hann hafði ekki spilað frá því hann tók vítaspyrnuna sem færði Liverpool Deildarbikarinn á Wembley!
Breytingarnar virtust fara vel í liðið því Liverpool hóf leikinn mjög vel. Á 13. mínútu komst Liverpool yfir. Blackburn átti aukaspyrnu sem ekkert varð úr. Martin Sktrel fékk boltann í vítateignum og þrumaði stórkostlegri sendingu fram á hægri kantinn beinustu leið á Craig Bellamy. Hann lék fram kantinn og sendi svo hárnákvæma sendingu fyrir markið á Maxi Rodriguez sem skoraði af stuttu færi við fjærstöngina.
Þremur mínútum seinna var staðan orðin enn betri. Jonjo Shelvey, sem átti sinn besta leik með Liverpool, náði boltanum á miðjunni, lék fram að vítateignum þaðan sem hann skaut að marki. Paul Robinson varði en hélt ekki boltanum. Andy Carroll kom á vettvang en varnarmaður komst fyrir skot hans. Maxi var líka á svæðinu og smellti frákastinu í markið. Magnað hjá þeim argentínska sem nú stefndi á þrennu.
Allt virtist vera í réttum farvegi hjá Liverpool en þeir Rauðu fara sjaldan auðveldar leiðir. Á 25. mínútu sendi Jon Flanagan blint aftur á Alexander Doni í markinu en hann sá ekki Junior Hoilett sem komst inn í sendingna. Alexander kom út á móti honum og felldi hann. Dómarinn rak Alexander umsvifalaust af velli og Liverpool manni færri. Reyndar hefði Liverpool getað verið manni undir þá þegar því Jon var búinn að fá gult spjald snemma leiks og slapp svo við annað þegar hann braut af sér litlu síðar.
Hvað um það Ástralinn Brad Jones kom til leiks eftir að hafa skipt við Jon og tók sér stöðu í markinu. Gegn honum var Nígeríumaðurinn Ayegbeni Yakubu. Brad sá við honum og fór létt með því vítaspyrnan var laflaus. Brad varði þar með víti með sinni fyrstu snertingu á leiktíðinni! Mögnuð og tilfinningaþrungin innkoma hjá Brad en Alexander var farinn miður sín til búningsherbergja.
Ayegbeni sneri þó á Brad á 36. mínútu þegar hann minnkaði muninn. David Dunn tók þá aukaspyrnu frá hægri sem Nígeríumaðurinn skallaði óvaldaður í markið án þess að Brad kæmi nokkrum vörnum við. Þannig stóð í hálfleik og áhorfendur höfðu um nóg að tala í leikhléinu.
Strax í upphafi síðari hálfleiks hefði Liverpool getað farið langt með að gera út um leikinn. Craig tók þá horn frá vinstri sem hitti beint á Andy sem henti sér fram en skallaði framhjá úr upplögðu færi. Leikurinn var hinn fjörugasti og bæði lið sóttu við hvert tækifæri. Á 59. mínútu átti Liverpool góða sókn. Jonjo vann boltann af og komst í gott upphlaup en skot hans fór víðsfjarri. Hann hefði þar betur gefið á Craig sem var algjörlega frír. Þetta kom í bakið á Liverpol tveimur mínútum seinna.
Brad var þá kærulaus með boltann uppi við markið og sparkaði honum í Ayegbeni sem var nærri. Boltinn hrökk að marki en Brad var óöruggur með sig, náði ekki að grípa boltann og Ayegbeni var við það að ná honum þegar Brad stjakaði örlítið við honum. Sá nígeríski lét sig detta og er þó ekki lítill. Dómarinn dæmdi víti og bókaði Brad. Sumir töldu að það hefði átt að reka hann úr af en það hefði ekki verið rétt. Ayegbeni var öruggur í þetta sinn og skilaði boltanum í markið. Staðan orðin jöfn!
Þegar stundarfjórðungur var eftir skallaði Daniel Agger að marki eftir horn en bjargað var á línu. Hinu megin, rétt á eftir, kom svo fyrirgjöf sem sóknarmaður Rovers rétt missti af. Aftur var hætta við mark Liverpool og nú af eigin manni. Aukaspyrna kom inn í vítateiginn. Boltinn fór af höfði Andy og að eigin marki. Brad þurfti að hafa sig allan við og sló boltann yfir í horn!
Komið var fram í viðbótartíma þegar úrslit réðust. Craig sendi hornspyrnu fyrir frá vinstri. Heimamenn hreinsuðu. Við miðjuna þrumaði Sebastian Coates boltanum aftur inn í vítateig. Daniel vann boltann og skallaði hann á Andy sem henti sér á boltann og stangaði hann framhjá Paul! Frábær endir á ótrúlegum leik og loksins kom sigur hjá Liverpool!
Í janúar fyrir rúmu ári fóru leikmenn og stuðningsmenn Liverpool hnípnir af Ewood Park eftir 3:1 tap. Roy Hodgson var ekki upplitsdjarfur og Kóngurinn var ákallaður. Í kvöld var Kóngurinn ákallaður aftur og enn þar sem hann stýrði liðinu okkar til sigurs á sama stað!
Blackburn Rovers: Robinson, Orr, Dann, Grant Hanley, Martin Olsson, Hoilett, Dunn (Lowe 75. mín.), Nzonzi, Marcus Olsson, Formica (Rochina 73. mín.) og Yakubu. Ónotaðir varamenn: Kean, Givet, Pedersen, Petrovic og Goodwillie.
Mörk Blackburn: Ayegbeni Yakubu (36. og 61. mín. víti.).
Gul spjöld: Bradley Orr, Junior Hoilett, Mauro Formica og Grant Hanley.
Liverpool: Doni, Flanagan (Jones 26. mín.), Coates, Skrtel, Johnson (Agger 53. mín.), Henderson, Shelvey, Spearing, Rodriguez (Enrique 77. mín.), Bellamy og Carroll. Ónotaðir varamenn: Aurelio, Suarez, Kuyt og Carragher.
Mörk Liverpool: Maxi Rodriguez (13. og 16. mín.) og Andy Carroll (90. mín.).
Rautt spjald: Alexander Doni.
Gul spjöld: Jon Flanagan, Maxi Rodriguez, Brad Jones, Craig Bellamy og Jordan Henderson.
Áhorfendur á Ewood Park: 23.571.
Maður leiksins: Andy Carroll. Ekki gekk nú allt að óskum hjá Andy frekar en oft áður en hann barðist eins og ljón allan leikinn og var ekki síst duglegur í vörninni þegar með þurfti. Hann skoraði svo á síðustu stundu mark sem færði Liverpool sigur og það gat ekki komið á betri tíma.
Kenny Dalglish: Mér fannst við, með hjálp stuðningsmanna okkar sem hvöttu okkur áfram, standa okkur mjög vel í síðari hálfleik. Ég tel að við höfum svona rétt um það bil verðskuldað sigurinn. Við erum mjög ánægðir fyrir hönd leikmannanna því þeir hafa ekki átt góða daga upp á síðkastið. Þetta þýðir svo sem ekki að við séum búnir að snúa blaðinu við en þetta hressir alla.
Fróðleikur.
- Andy Carroll skoraði sjöunda mark sitt á leiktíðinni. Þetta var 50. leikur hans með Liverpool og hann er búinn að skora níu mörk.
- Maxi Rodriguez er nú búinn að skora sex mörk á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsti deildarsigur Liverpool eftir fjóra leiki án sigurs.
- Þetta var þriðji sigur Liverpool í deildinni á árinu.
- Alexander Doni var rekinn af velli í öðrum leik sínum með Liverpool.
- Brad Jones varði víti með sinni fyrstu snertingu.
- Luis Suarez er markahæstur með þrettán mörk.
- Liverpool hefur nú notað fjóra markmenn, Jose Reina, Jose Enrique, Alexander Doni og Brad Jones, í þremur síðustu leikjum.
Hér og hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er viðtal við Kenny Dalglish sem var tekið eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan