| Sf. Gutt

Bannið stendur!

Alexander Doni mun ekki spila á móti Everton á Wembley. Brottrekstri hans var áfrýjað af hálfu Liverpool en bannið stendur. Hann fékk beint rautt spjald á móti Blackburn, það þýðir þriggja leikja bann og því verður ekki haggað. Þetta er sem sagt staðfest. Brad Jones er því kominn með markmannsstöðuna fyrir laugardaginn.

Peter Gulacsi verður líklega á varamannabekknum en hann var kallaður heim úr láni frá Hull City og orðinn löglegur með Liverpool. Það er vissulega stórt skarð fyrir skildi að Jose Reina skuli ekki geta leikið á móti Everton. Allir reiknuðu með Alexander í hans stað en eftir ótrúlega atburðarás á Ewood Park þá er Ástralinn Brad Jones kominn í sviðsljósið. Vonandi á honum eftir að ganga allt í haginn!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan