| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fabio Aurelio til Gremio
Brasilíska félagið Gremio tilkynnti í dag að samkomulag hefði náðst við Fabio Aurelio. Aurelio er samningslaus í sumar og hefur því ákveðið að halda aftur á heimaslóðirnar.
Hann hefur verið hjá félaginu síðan árið 2006 en þar áður var hann hjá Valencia. Þar lék hann undir stjórn Rafael Benítez.
Ferill Aurelio hjá félaginu hefur meira og minna verið ferill meiðsla en vissulega sýndi hann sig og sannaði inn á milli. Hver man t.d. ekki eftir stórglæsilegu marki frá honum beint úr aukaspyrnu á Old Trafford árið 2009 í 1:4 sigri Liverpool?
Kenny Dalglish staðfesti það fyrr á tímabilinu að Aurelio myndi fara frá félaginu í sumar og nú hefur hann sem sagt haldið aftur til heimalandsins. Samningur hans við Gremio rennur út í desember 2013 og vonandi nær þessi ágæti vinstri bakvörður að halda sér meiðslalausum í Brasilíu.
Fabio Aurelio spilaði alls 133 leiki fyrir félagið og skoraði í þeim fjögur mörk. Hann varð Skjaldarhafi með Liverpool árið 2006.
Hér eru allar helstu upplýsingar um Fabio Aurelio á LFCHISTORY.NET.
Hér eru allar helstu upplýsingar um Fabio Aurelio á LFCHISTORY.NET.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan