| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Aquilani vonast eftir tækifæri
Alberto Aquilani vill vera hjá Liverpool á næstu leiktíð. Hann segir að það hafi verið ósk félagsins, en ekki hans, að lána hann til Ítalíu. Honum líst vel á nýja stjórann.
Í viðtali við BBC Sports furðar Aquilani sig á því að Liverpool hafi borgað 20 milljónir punda fyrir sig á sínum tíma. Félagið hafi hingað til ekki sýnt mikinn áhuga á að nota hann. Hann vonast til að staðan breytist með nýjum stjóra.
,,Ég hef alltaf viljað vera hér, en félagið hefur pressað á mig að fara á lánssamning. Ég vil gjarnan spila fyrir Liverpool, en það er ekki undir mér einum komið."
Aquilani, sem varð 28 ára þann 7. júlí, á 2 ár eftir af samningi sínum við Liverpool og hefur tekið fullan þátt í undirbúningi liðsins fyrir komandi leiktið. Hann er spenntur fyrir að vinna undir stjórn Brendan Rodgers.
,,Ég hef átt mjög gott samtal við Rodgers þar sem við fórum yfir mína stöðu og ræddum um þær aðferðir sem hann vill innleiða hjá Liverpool. Mér hugnast þær mjög vel. Hugmyndir hans um fótboltann falla vel að mínum."
Það var Rafael Benítez sem keypti Aquilani sumarið 2009. Undir stjórn Rafa spilað Aquilani dálítið leiktíðina 2009-2010 og sýndi oft skemmtilega takta. Eftir að Benítez hvarf á braut hefur Ítalinn hinsvegar einungis spilað tvo leiki fyrir Liverpool, gegn Rabotnicki í undankeppni Evrópudeildarinnar 2010. Roy Hodgson lánaði hann til Juventus leiktíðina 2010-2011 og Kenny Dalglish lánaði kappann til AC Milan á síðasta tímabili. Aquilani finnst að hann hafi ekki fengið nægileg tækifæri til þess að sanna sig hjá Liverpool.
,,Hlutirnir breyttust eftir að Benítez fór. Mér fannst eins og félagið vildi losna við mig. Ég bað aldrei um að fara, en mér var gert ljóst að það væri heppilegra fyrir mig."
,,Ég vil líka að fólkið í Liverpool viti að það er ekkert til í því sem hefur verið sagt, að mér og fjölskyldu minni líki ekki við borgina. Það er alls ekki rétt."
,,Ég vil spila fyrir Liverpool og ég vil sýna stuðningsmönnunum að ég hafi hæfileika sem geta nýst félaginu til þess að komast á rétta braut."
Í viðtali við BBC Sports furðar Aquilani sig á því að Liverpool hafi borgað 20 milljónir punda fyrir sig á sínum tíma. Félagið hafi hingað til ekki sýnt mikinn áhuga á að nota hann. Hann vonast til að staðan breytist með nýjum stjóra.
,,Ég hef alltaf viljað vera hér, en félagið hefur pressað á mig að fara á lánssamning. Ég vil gjarnan spila fyrir Liverpool, en það er ekki undir mér einum komið."
Aquilani, sem varð 28 ára þann 7. júlí, á 2 ár eftir af samningi sínum við Liverpool og hefur tekið fullan þátt í undirbúningi liðsins fyrir komandi leiktið. Hann er spenntur fyrir að vinna undir stjórn Brendan Rodgers.
,,Ég hef átt mjög gott samtal við Rodgers þar sem við fórum yfir mína stöðu og ræddum um þær aðferðir sem hann vill innleiða hjá Liverpool. Mér hugnast þær mjög vel. Hugmyndir hans um fótboltann falla vel að mínum."
Það var Rafael Benítez sem keypti Aquilani sumarið 2009. Undir stjórn Rafa spilað Aquilani dálítið leiktíðina 2009-2010 og sýndi oft skemmtilega takta. Eftir að Benítez hvarf á braut hefur Ítalinn hinsvegar einungis spilað tvo leiki fyrir Liverpool, gegn Rabotnicki í undankeppni Evrópudeildarinnar 2010. Roy Hodgson lánaði hann til Juventus leiktíðina 2010-2011 og Kenny Dalglish lánaði kappann til AC Milan á síðasta tímabili. Aquilani finnst að hann hafi ekki fengið nægileg tækifæri til þess að sanna sig hjá Liverpool.
,,Hlutirnir breyttust eftir að Benítez fór. Mér fannst eins og félagið vildi losna við mig. Ég bað aldrei um að fara, en mér var gert ljóst að það væri heppilegra fyrir mig."
,,Ég vil líka að fólkið í Liverpool viti að það er ekkert til í því sem hefur verið sagt, að mér og fjölskyldu minni líki ekki við borgina. Það er alls ekki rétt."
,,Ég vil spila fyrir Liverpool og ég vil sýna stuðningsmönnunum að ég hafi hæfileika sem geta nýst félaginu til þess að komast á rétta braut."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan