| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Alberto Aquilani til Fiorentina
Alberto Aquilani er á leið til Fiorentina, eins og legið hefur í loftinu um nokkurt skeið. Andrea Della Valle, forseti Fiorentina, hefur staðfest félagaskiptin.
Ýmsir netmiðlar greina frá þessu nú í dag. Kaupverðið mun vera 4 milljónir evra, eða rúmar 3 milljónir sterlingspunda.
Samningur Aquilani við Fiorentina er sagður vera til þriggja ára, en í blaðinu La Gazetta dello Sport er fullyrt að Liverpool muni greiða hluta af launum hans fyrstu tvö árin. Það er því ekki alveg séð fyrir endann á kostnaði Liverpool við Ítalann sem kostaði drjúga upphæð en náði aldrei að festa sig í sessi.
Það virðist því loks vera að sjá fyrir endann á vægast sagt undarlegri sögu Alberto Aquilani hjá Liverpool. Hann var keyptur til Liverpool frá Roma sumarið 2009 og voru miklar vonir bundnar við að hann myndi fylla skarð Xabi Alonso sem farinn var til Real Madrid. Það gekk því miður ekki eftir.
Ítalinn var meiddur fram eftir hausti og eftir að hann kom til leiks gekk honum illa að aðlagast ensku knattspyrnunni. Þó átti Alberto góða spretti inn á milli og átti sex stoðsendingar á sinni einu leiktíð í ensku deildinni. En Rafael Benítez virtist aldrei treysta Ítalanum almennilega og það var því kannski ekki skrýtið að hann skyldi ekki ná sér í gang.
Roy Hodgson virtist ekki heldur hafa álit á Alberto og Liverpool lánaði hann til Juventus sumarið 2010. Kenny Dalglish var sama sinnis og fyrir ári fór hann sem lánsmaður til AC Milan. Eftir báðar þessar lánsdvalir var mikið rætt um að Alberto færi frá Liverpool en það varð bið á því.
Brendan Rodgers er fjórði framkvæmdastjóri Liverpool til að vantreysta Alberto og nú er loks komið að því að hann haldi á braut. Ítalinn lék 28 leiki með Liverpool og skoraði tvö mörk.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Alberto Aquilani góðs gengis hjá nýja félaginu.
Hér eru allar allar helstu upplýsingar um Alberto Aquilani á LFCHISTORY.NET.
Hér eru myndir af ferli Alberto Aquilani hjá Liverpool af vefsíðu Liverpool Echo.
Ýmsir netmiðlar greina frá þessu nú í dag. Kaupverðið mun vera 4 milljónir evra, eða rúmar 3 milljónir sterlingspunda.
Samningur Aquilani við Fiorentina er sagður vera til þriggja ára, en í blaðinu La Gazetta dello Sport er fullyrt að Liverpool muni greiða hluta af launum hans fyrstu tvö árin. Það er því ekki alveg séð fyrir endann á kostnaði Liverpool við Ítalann sem kostaði drjúga upphæð en náði aldrei að festa sig í sessi.
Það virðist því loks vera að sjá fyrir endann á vægast sagt undarlegri sögu Alberto Aquilani hjá Liverpool. Hann var keyptur til Liverpool frá Roma sumarið 2009 og voru miklar vonir bundnar við að hann myndi fylla skarð Xabi Alonso sem farinn var til Real Madrid. Það gekk því miður ekki eftir.
Ítalinn var meiddur fram eftir hausti og eftir að hann kom til leiks gekk honum illa að aðlagast ensku knattspyrnunni. Þó átti Alberto góða spretti inn á milli og átti sex stoðsendingar á sinni einu leiktíð í ensku deildinni. En Rafael Benítez virtist aldrei treysta Ítalanum almennilega og það var því kannski ekki skrýtið að hann skyldi ekki ná sér í gang.
Roy Hodgson virtist ekki heldur hafa álit á Alberto og Liverpool lánaði hann til Juventus sumarið 2010. Kenny Dalglish var sama sinnis og fyrir ári fór hann sem lánsmaður til AC Milan. Eftir báðar þessar lánsdvalir var mikið rætt um að Alberto færi frá Liverpool en það varð bið á því.
Brendan Rodgers er fjórði framkvæmdastjóri Liverpool til að vantreysta Alberto og nú er loks komið að því að hann haldi á braut. Ítalinn lék 28 leiki með Liverpool og skoraði tvö mörk.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Alberto Aquilani góðs gengis hjá nýja félaginu.
Hér eru allar allar helstu upplýsingar um Alberto Aquilani á LFCHISTORY.NET.
Hér eru myndir af ferli Alberto Aquilani hjá Liverpool af vefsíðu Liverpool Echo.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan