| Sf. Gutt
TIL BAKA
Martin hlakkar til stórleiksins
Einhverjir leikmenn væru kannski svolítið smeykir þegar á að fara spila við Englandsmeistarana. En Martin Skrtel hlakkar til að berjast við leikmenn Manchester City. Slóvakinn hafði þetta að segja í viðtali við Liverpool.com.
,,Þeir gera mig ekkert taugaóstyrkan. Þetta eru frábærir leikmenn og maður verður að bera virðingu fyrir þeim og hæfileikum þeirra. En við höfum trú á okkur og við vitum að við erum líka góðir. Ég sjálfur hlakka alltaf til að leika á móti leikmönnum eins og þeim sem eru í City. Það er erfitt en mér finnst svona leikir skemmtilegir. Maður verður að sýna hvað í manni býr ef maður ætlar að stöðva þá. Ég reyni þetta í hverjum einasta leik og ég mun reyna það á sunnudaginn."
,,Þeir urðu meistarar á síðasta keppnistímabili og eru eitt af þeim liðum sem þykja hvað sigurstranglegust á þessu. Við hugsum þó aðeins um okkur. Við höfum sett okkur sjálfum markmið og til að ná þeim þurfum við að vinna deildarleiki og byrja á því á sunnudaginn. Þetta verður spennandi dagur og við fáum fínt tækifæri til að sýna að við séum með betra lið en það sem við sýndum á móti West Brom."
Martin Skrtel, sem var kjörinn besti leikmaður Liverpool á síðustu leiktíð, skrifaði undir nýjan samning við félagið á mánudaginn og batt þar með endi á allar vangaveltur þess efnis að hann væri hugsanlega á förum. Sögusagnir um brottför hans gengu lengi vel í sumar. Kenningar voru til um að Martin myndi ganga til liðs við Manchester City en þess í stað mun hann mæta Englandsmeisturunum í dag!
,,Þeir gera mig ekkert taugaóstyrkan. Þetta eru frábærir leikmenn og maður verður að bera virðingu fyrir þeim og hæfileikum þeirra. En við höfum trú á okkur og við vitum að við erum líka góðir. Ég sjálfur hlakka alltaf til að leika á móti leikmönnum eins og þeim sem eru í City. Það er erfitt en mér finnst svona leikir skemmtilegir. Maður verður að sýna hvað í manni býr ef maður ætlar að stöðva þá. Ég reyni þetta í hverjum einasta leik og ég mun reyna það á sunnudaginn."
,,Þeir urðu meistarar á síðasta keppnistímabili og eru eitt af þeim liðum sem þykja hvað sigurstranglegust á þessu. Við hugsum þó aðeins um okkur. Við höfum sett okkur sjálfum markmið og til að ná þeim þurfum við að vinna deildarleiki og byrja á því á sunnudaginn. Þetta verður spennandi dagur og við fáum fínt tækifæri til að sýna að við séum með betra lið en það sem við sýndum á móti West Brom."
Martin Skrtel, sem var kjörinn besti leikmaður Liverpool á síðustu leiktíð, skrifaði undir nýjan samning við félagið á mánudaginn og batt þar með endi á allar vangaveltur þess efnis að hann væri hugsanlega á förum. Sögusagnir um brottför hans gengu lengi vel í sumar. Kenningar voru til um að Martin myndi ganga til liðs við Manchester City en þess í stað mun hann mæta Englandsmeisturunum í dag!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan