| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Lucas frá í 2 til 3 mánuði
Brendan Rodgers sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að meiðsli Lucas Leiva myndu halda honum frá keppni næstu 2-3 mánuðina.
Eins og flestir muna þurfti Lucas að fara af velli eftir aðeins örfáar mínútur gegn Manchester City síðastliðinn sunnudag. Hann mun hitta sérfræðing síðar í dag þar sem tekin verður ákvörðun um hvort hann þurfi að fara í uppskurð vegna meiðslanna.
Rodgers sagði: ,,Lucas meiddist um helgina sem var einstaklega óheppilegt vegna þess að hann lagði svo hart að sér til að koma til baka úr síðustu meiðslum. Hann hefur verið framúrskarandi leikmaður fyrir mér og góður drengur utan vallar einnig."
,,Það lítur því miður út fyrir að hann sé frá í nokkra mánuði - sennilega 2-3. Þetta eru frekar sjaldgæf meiðsli eftst í lærvöðvanum. Hann hefur farið í skoðun og í kvöld mun hann hitta sérfræðing sem metur hvort það þurfi að skera hann upp eða hvort hann þurfi bara að jafna sig og við sjáum til hvað gerist eftir þessa heimsókn."
,,Hann er fljótur að jafna sig þannig að ég vona að hann komi fyrr til baka en áætlað er. Við munum samt ekki flýta okkur. Hann hefur lagt mikið á sig og það er óheppilegt að hann hafi meiðst núna því hann virtist vera kominn yfir meiðslin í hnénu og var að nálgast sitt besta líkamlega form."
Rodgers sagðist hafa rætt við Lucas eftir að hann fékk fréttirnar og að miðjumaðurinn hafi verið vonsvikinn með fréttirnar en að hann muni einbeita sér að því að koma til baka sem allra fyrst.
,,Ég átti langt samtal við hann," sagði Rodgers. ,,Hann fór í skoðun og fékk svo fréttirnar í gærkvöldi. Hann er auðvitað vonsvikinn en hann hefur lagt svo hart að sér að nú gefst honum tækifæri til að vinna á öðrum sviðum. Eitt af því verður að ganga úr skugga um að hann nái sínum fyrri styrk í hnénu. Hann getur enn gert æfingar utan vallar sem gera honum kleyft að einbeita sér. Við erum að vonast til þess að þrír mánuðir frá séu það allra mesta fyrir hann."
,,Sem stendur er hann niðurlútur en hann er hugrakkur strákur og einbeittur. Markmið hans er því núna að koma til baka eins fljótt og hann getur."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan