| Grétar Magnússon
Alexander Doni hefur verið í fríi í Brasilíu allt þetta tímabil vegna persónulegra ástæðna en hann missti einnig af undirbúningstímabilinu í Ameríku í júlí.
Hinsvegar er nú búist við því að hann snúi til baka á Melwood á næstu tveim vikum og hefji þá æfingar að nýju. Doni kom til félagsins frá Roma á frjálsri sölu sumarið 2011 og hefur síðan þá að mestu vermt varamannabekkinn.
Hann fékk þó tækifæri á síðustu leiktíð þegar Pepe Reina fékk þriggja leikja bann og spilaði Doni gegn Aston Villa á Anfield í apríl. Hann hefði svo byrjað undanúrslitaleikinn gegn Everton í FA bikarnum en rautt spjald í leik gegn Blackburn kom í veg fyrir það og Brad Jones tók stöðu hans í markinu. Hann spilaði svo síðasta leik tímabilsins gegn Swansea í maí.
Mikil samkeppni er nú um markvarðastöðuna hjá félaginu en tveir af þeim þrem aðalliðsmarkvörðum eiga við smávægileg meiðsli að stríða. Pepe Reina er enn ekki búinn að ná sér af meiðslum aftan í læri eftir að hafa fundið meira fyrir meiðslunum á æfingu. Brad Jones var því alltaf fyrsta val í markinu og að öllu óbreyttu hefði Peter Gulacsi vermt varamannabekkinn en hann þurfti að láta sauma fjögur spor í fingur eftir að hafa meiðst við að verja skot á Melwood æfingasvæðinu.
Reina ákvað því að sitja á bekknum gegn Everton þrátt fyrir að vera ekki orðinn að fullu góður vegna meiðslanna. Spánverjinn verður áfram undir eftirliti læknaliðs félagsins í vikunni.
Jones mun spila í markinu gegn Swansea annað kvöld og líklegt er talið að Brendan Rodgers muni gera miklar breytingar á byrjunarliðinu eftir erfiðan nágrannaslag á sunnudaginn.
Steven Gerrard og Luis Suarez verða mjög líklega hvíldir fyrir leikinn við Newcastle á Anfield á sunnudaginn.
TIL BAKA
Alexander Doni kemur til baka

Hinsvegar er nú búist við því að hann snúi til baka á Melwood á næstu tveim vikum og hefji þá æfingar að nýju. Doni kom til félagsins frá Roma á frjálsri sölu sumarið 2011 og hefur síðan þá að mestu vermt varamannabekkinn.
Hann fékk þó tækifæri á síðustu leiktíð þegar Pepe Reina fékk þriggja leikja bann og spilaði Doni gegn Aston Villa á Anfield í apríl. Hann hefði svo byrjað undanúrslitaleikinn gegn Everton í FA bikarnum en rautt spjald í leik gegn Blackburn kom í veg fyrir það og Brad Jones tók stöðu hans í markinu. Hann spilaði svo síðasta leik tímabilsins gegn Swansea í maí.
Mikil samkeppni er nú um markvarðastöðuna hjá félaginu en tveir af þeim þrem aðalliðsmarkvörðum eiga við smávægileg meiðsli að stríða. Pepe Reina er enn ekki búinn að ná sér af meiðslum aftan í læri eftir að hafa fundið meira fyrir meiðslunum á æfingu. Brad Jones var því alltaf fyrsta val í markinu og að öllu óbreyttu hefði Peter Gulacsi vermt varamannabekkinn en hann þurfti að láta sauma fjögur spor í fingur eftir að hafa meiðst við að verja skot á Melwood æfingasvæðinu.
Reina ákvað því að sitja á bekknum gegn Everton þrátt fyrir að vera ekki orðinn að fullu góður vegna meiðslanna. Spánverjinn verður áfram undir eftirliti læknaliðs félagsins í vikunni.
Jones mun spila í markinu gegn Swansea annað kvöld og líklegt er talið að Brendan Rodgers muni gera miklar breytingar á byrjunarliðinu eftir erfiðan nágrannaslag á sunnudaginn.
Steven Gerrard og Luis Suarez verða mjög líklega hvíldir fyrir leikinn við Newcastle á Anfield á sunnudaginn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan