| Heimir Eyvindarson
Liverpool Echo greinir frá því í dag að Liverpool FC hafi tilkynnt Stewart Downing að hann megi búast við að vera seldur strax í janúar.
Stewart Downing virðist ekki vera inn í framtíðarplönum Brendan Rodgers. Hann hefur einungis byrjað inn á í einum deildarleik í vetur, en það var í 3-0 tapinu gegn WBA í fyrstu umferð. Raheem Sterling, Suso og Assaidi hafa allir verið teknir fram yfir þennan fyrrum enska landsliðsmann, sem vægast sagt hefur gengið illa að fóta sig hjá Liverpool.
Í frétt blaðsins segir að Liverpool muni hlusta á hvaða tilboð sem er í Downing. Liverpool greiddi Aston Villa 20 milljónir fyrir hann á sínum tíma og félagið mun gera sér fulla grein fyrir því að það verð mun ekki fást aftur fyrir kappann.
Líklegt þykir að Liverpool muni sætta sig við boð í kringum 10 milljónir.
TIL BAKA
Stewart Downing seldur í janúar

Stewart Downing virðist ekki vera inn í framtíðarplönum Brendan Rodgers. Hann hefur einungis byrjað inn á í einum deildarleik í vetur, en það var í 3-0 tapinu gegn WBA í fyrstu umferð. Raheem Sterling, Suso og Assaidi hafa allir verið teknir fram yfir þennan fyrrum enska landsliðsmann, sem vægast sagt hefur gengið illa að fóta sig hjá Liverpool.
Í frétt blaðsins segir að Liverpool muni hlusta á hvaða tilboð sem er í Downing. Liverpool greiddi Aston Villa 20 milljónir fyrir hann á sínum tíma og félagið mun gera sér fulla grein fyrir því að það verð mun ekki fást aftur fyrir kappann.
Líklegt þykir að Liverpool muni sætta sig við boð í kringum 10 milljónir.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan