| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Ánægður með að halda hreinu
Martin Skrtel velur að líta til þess jákvæða úr leiknum gegn Swansea í gær, nefnilega þeirrar staðreyndar að liðinu tókst að halda hreinu annan deildarleikinn í röð.
Leikmenn Liverpool gengu eðlilega nokkuð vonsviknir af velli á Liberty Stadium í gær eftir markalaust jafntefli við Swansea.
Vissulega var jafnræði með liðunum þegar á heildina er litið, en óhætt er þó að segja að Liverpool hafi átt hættulegri færi. Nægir þar að nefna sláarskot Raheem Sterling og markið sem dæmt var af Jose Enrique vegna rangstöðu. Mark sem líklega hefði með réttu átt að standa.
Martin Skrtel neitar þó að hengja haus og vill einblína á þá jákvæðu staðreynd að liðinu tókst að halda hreinu í öðrum deildarleiknum í röð og hefur nú haldið hreinu í 4 af síðustu 7 leikjum í deildinni.
„Það mikilvægasta þegar manni tekst ekki að vinna leiki, er að tapa þeim ekki", segir heimspekilegur Skrtel í viðtali við Liverpoolfc.com.
„Það er okkur sem stöndum í vörninni mjög mikilvægt að halda markinu hreinu. Við reynum að hjálpa liðinu til að vinna og leggjum hart að okkur þarna aftast. Því miður náðum við ekki að vinna leikinn, en okkur tókst að halda hreinu og það er jákvætt. Við erum líka ósigraðir í 8 síðustu leikjum. Það er líka jákvætt."
„Við vorum að vona að við værum komnir á sigurbraut eftir sigurinn gegn Wigan um liðna helgi, en okkur tókst ekki að brjóta Swansea á bak aftur. Þeir eru með gott lið og við vissum að leikurinn yrði erfiður, en mér fannst við eiga meira skilið út úr leiknum en eitt stig."
Hinn 27 ára gamli Slóvaki segist vera farinn að venjast spilastíl Brendan Rodgers.
„Það var dálítið erfitt fyrir okkur í byrjun að aðlagast öllum breytingunum sem fylgdu nýjum stjóra og nýjum þjálfurum. En mér finnst við vera að ná tökum á þessu núna. Við erum öruggari á boltanum og okkur líður betur inni á vellinum. Nú þurfum við bara að fara að hala inn fleiri stig. Við höfum tapað of mörgum stigum í leikjum þar sem við höfum verið betra liðið en ekki náð að klára færin. Vonandi fer að verða breyting á því svo stigin fari að skila sér."
Leikmenn Liverpool gengu eðlilega nokkuð vonsviknir af velli á Liberty Stadium í gær eftir markalaust jafntefli við Swansea.
Vissulega var jafnræði með liðunum þegar á heildina er litið, en óhætt er þó að segja að Liverpool hafi átt hættulegri færi. Nægir þar að nefna sláarskot Raheem Sterling og markið sem dæmt var af Jose Enrique vegna rangstöðu. Mark sem líklega hefði með réttu átt að standa.
Martin Skrtel neitar þó að hengja haus og vill einblína á þá jákvæðu staðreynd að liðinu tókst að halda hreinu í öðrum deildarleiknum í röð og hefur nú haldið hreinu í 4 af síðustu 7 leikjum í deildinni.
„Það mikilvægasta þegar manni tekst ekki að vinna leiki, er að tapa þeim ekki", segir heimspekilegur Skrtel í viðtali við Liverpoolfc.com.
„Það er okkur sem stöndum í vörninni mjög mikilvægt að halda markinu hreinu. Við reynum að hjálpa liðinu til að vinna og leggjum hart að okkur þarna aftast. Því miður náðum við ekki að vinna leikinn, en okkur tókst að halda hreinu og það er jákvætt. Við erum líka ósigraðir í 8 síðustu leikjum. Það er líka jákvætt."
„Við vorum að vona að við værum komnir á sigurbraut eftir sigurinn gegn Wigan um liðna helgi, en okkur tókst ekki að brjóta Swansea á bak aftur. Þeir eru með gott lið og við vissum að leikurinn yrði erfiður, en mér fannst við eiga meira skilið út úr leiknum en eitt stig."
Hinn 27 ára gamli Slóvaki segist vera farinn að venjast spilastíl Brendan Rodgers.
„Það var dálítið erfitt fyrir okkur í byrjun að aðlagast öllum breytingunum sem fylgdu nýjum stjóra og nýjum þjálfurum. En mér finnst við vera að ná tökum á þessu núna. Við erum öruggari á boltanum og okkur líður betur inni á vellinum. Nú þurfum við bara að fara að hala inn fleiri stig. Við höfum tapað of mörgum stigum í leikjum þar sem við höfum verið betra liðið en ekki náð að klára færin. Vonandi fer að verða breyting á því svo stigin fari að skila sér."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan