| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sýndum of mikla virðingu!
Það geta líklega margir stuðningsmenn Liverpool verið sammála Stewart Downing í þessu. Hann segir að leikmenn Liverpool hafi sýnt leikmönnum Manchester United of mikla virðingu á sunnudaginn og því hafi farið sem fór.
,,Þegar upp er staðið erum við vonsviknir yfir því að við náðum ekki neinu upp út úr leiknum. Við hefðum átt að ná jafntefli. Líklega leyfðum við þeim að ráða málum í fyrri hálfleik. Við vorum of aftarlega á vellinum og leyfðum þeim að hafa boltann of mikið. Við sýndum United of mikla virðingu."
,,Í hálfleik lagði framkvæmdastjórinn áherslu á að við þyrftum að sækja meira og pressa meira á þá þegar þeir væru með boltann. Hann sagði að ef við létum þá finna fyrir því þá myndu þeir þreytast og við myndum fá marktækifæri. Þetta gerðum við og það skilaði sér í síðari hálfleik þegar við færðum okkar framar á völlinn. Mér fannst við leika virkilega vel í síðari hálfleik. Síðustu tuttugu mínúturnar neyddust þeir í vörn."
,,Maður fann að stuðningsmenn þeirra urðu æ órólegri og Alex Ferguson kallaði mikið af leiðbeiningum inn á völlinn. Við vorum búnir að koma þeim svolítið úr jafnvægi og sköpuðum okkar fullt af færum. Við erum vonsviknir yfir því að tapa en það var jákvætt að við skyldum fá svona mörg færi. Það eiga ekki mörg lið eftir að koma hingað og spila eins og við gerðum í síðari hálfleik."
Þetta passar allt sem Stewart Downing segir hér. En þá má spyrja. Af hverju hóf Liverpool ekki leikinn sjálfan eins og síðari hálfleikinn? Af hverju var ekki ráðist til sóknar gegn Manchester United þegar vitað var að vörn liðsins er ekki of örugg? Svar óskast!
,,Þegar upp er staðið erum við vonsviknir yfir því að við náðum ekki neinu upp út úr leiknum. Við hefðum átt að ná jafntefli. Líklega leyfðum við þeim að ráða málum í fyrri hálfleik. Við vorum of aftarlega á vellinum og leyfðum þeim að hafa boltann of mikið. Við sýndum United of mikla virðingu."
,,Í hálfleik lagði framkvæmdastjórinn áherslu á að við þyrftum að sækja meira og pressa meira á þá þegar þeir væru með boltann. Hann sagði að ef við létum þá finna fyrir því þá myndu þeir þreytast og við myndum fá marktækifæri. Þetta gerðum við og það skilaði sér í síðari hálfleik þegar við færðum okkar framar á völlinn. Mér fannst við leika virkilega vel í síðari hálfleik. Síðustu tuttugu mínúturnar neyddust þeir í vörn."
,,Maður fann að stuðningsmenn þeirra urðu æ órólegri og Alex Ferguson kallaði mikið af leiðbeiningum inn á völlinn. Við vorum búnir að koma þeim svolítið úr jafnvægi og sköpuðum okkar fullt af færum. Við erum vonsviknir yfir því að tapa en það var jákvætt að við skyldum fá svona mörg færi. Það eiga ekki mörg lið eftir að koma hingað og spila eins og við gerðum í síðari hálfleik."
Þetta passar allt sem Stewart Downing segir hér. En þá má spyrja. Af hverju hóf Liverpool ekki leikinn sjálfan eins og síðari hálfleikinn? Af hverju var ekki ráðist til sóknar gegn Manchester United þegar vitað var að vörn liðsins er ekki of örugg? Svar óskast!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan