| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sáum strax góðan skilning þeirra í milli
Stewart Downing segir að leikmenn Liverpool hafi strax séð ótrúlega góðan samleik á milli Luis Suarez og Daniel Sturridge á fyrstu æfingum þess síðarnefnda eftir að hann kom til félagsins.
Downing segir að ekki aðeins hafi það verið stuðningsmenn félagsins sem hafi verið hrifnir af samleik þeirra.
Hann hafði þetta að segja í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Við höfum verið að ræða þetta í búningsherberginu. Jafnvel á fyrstu dögum æfinga mátti sjá þetta. Það er sagt að góðir leikmenn geti spilað saman og það sást strax að þeir smullu saman."
,,Þeir eru ólíkir leikmenn en það er hægt að sjá að þeir vega hvorn annan upp. Luis dettur neðar á völlinn í hlutverk sem leikmaður númer 10 hefur oft og hann kann að spila þá stöðu, Daniel getur svo teygt vörnina fyrir framan Luis sem gefur honum meira pláss."
,,Það er hægt að sjá á frammistöðu liðsins í undanförnum leikjum að þessir tveir geta smollið saman enn betur, við eigum mjög góða möguleika á því að fara ofar í töflunni."
Sturridge hefur nú skorað 3 mörk í sínum fyrstu þremur leikjum fyrir félagið síðan hann kom frá Chelsea í byrjun mánaðarins. Síðasta mark hans kom eftir góðan samleik og sendingu frá Downing þar sem Sturridge átti einfalt verk fyrir höndum að setja boltann í netið.
Downing sagði: ,,Þetta var gott liðsmark. Ég var ánægður fyrir hönd Daniel - þrjú mörk í þremur leikjum er frábær byrjun fyrir hann - og ég var ánægður með að hafa lagt það upp fyrir hann."
,,Ég sjálfur, Luis, Daniel og Raheem þegar hann spilar líka höfum allir náð vel saman síðan Daniel kom inn. Hann hreyfir sig mikið, er hraður og gefur okkur nýja vídd. Ég er viss um að Luis mun njóta þess að spila með honum. Mörkin sem við erum að skora núna eru að koma frá öðrum stöðum og mörkin eru aðeins öðruvísi. Ég nýt þess að spila með Daniel og vonandi get ég lagt upp fleiri mörk fyrir hann á komandi vikum."
Koma Sturridge og endurkoma Fabio Borini úr meiðslum hefur heldur betur aukið sóknarþunga liðsins á síðustu vikum. Downing er ánægður með samkeppnina sem er í liðinu.
,,Það fyrsta sem ég tók eftir, eftir að ég komst í byrjunarliðið á ný, var að ef ég spilaði ekki vel, þá gæti ég dottið niður um þrjú sæti í goggunarröðinni. Raheem hefur komið inní liðið á þessu tímabili og staðið sig mjög vel - það sem liggur fyrir honum núna er að halda áfram - og Suso bíður eftir sínu tækifæri."
,,Þetta er augljóslega erfitt fyrir stjórann vegna þess að þetta eru allt góðir leikmenn, en þetta er samt eitthvað sem hann vill hafa - meiri breidd í liðinu. Þetta er einnig gott fyrir leikmennina sem eru að spila því við vitum að ef við gerum vel þá höldum við sæti okkar í liðinu og ef frammistaðan er ekki góð þá kemur annar maður inn. Þetta er góð samkeppni og eitthvað sem er klárlega nauðsynlegt að hafa hjá félagi eins og þessu."
Downing segir að ekki aðeins hafi það verið stuðningsmenn félagsins sem hafi verið hrifnir af samleik þeirra.
Hann hafði þetta að segja í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Við höfum verið að ræða þetta í búningsherberginu. Jafnvel á fyrstu dögum æfinga mátti sjá þetta. Það er sagt að góðir leikmenn geti spilað saman og það sást strax að þeir smullu saman."
,,Þeir eru ólíkir leikmenn en það er hægt að sjá að þeir vega hvorn annan upp. Luis dettur neðar á völlinn í hlutverk sem leikmaður númer 10 hefur oft og hann kann að spila þá stöðu, Daniel getur svo teygt vörnina fyrir framan Luis sem gefur honum meira pláss."
,,Það er hægt að sjá á frammistöðu liðsins í undanförnum leikjum að þessir tveir geta smollið saman enn betur, við eigum mjög góða möguleika á því að fara ofar í töflunni."
Sturridge hefur nú skorað 3 mörk í sínum fyrstu þremur leikjum fyrir félagið síðan hann kom frá Chelsea í byrjun mánaðarins. Síðasta mark hans kom eftir góðan samleik og sendingu frá Downing þar sem Sturridge átti einfalt verk fyrir höndum að setja boltann í netið.
Downing sagði: ,,Þetta var gott liðsmark. Ég var ánægður fyrir hönd Daniel - þrjú mörk í þremur leikjum er frábær byrjun fyrir hann - og ég var ánægður með að hafa lagt það upp fyrir hann."
,,Ég sjálfur, Luis, Daniel og Raheem þegar hann spilar líka höfum allir náð vel saman síðan Daniel kom inn. Hann hreyfir sig mikið, er hraður og gefur okkur nýja vídd. Ég er viss um að Luis mun njóta þess að spila með honum. Mörkin sem við erum að skora núna eru að koma frá öðrum stöðum og mörkin eru aðeins öðruvísi. Ég nýt þess að spila með Daniel og vonandi get ég lagt upp fleiri mörk fyrir hann á komandi vikum."
Koma Sturridge og endurkoma Fabio Borini úr meiðslum hefur heldur betur aukið sóknarþunga liðsins á síðustu vikum. Downing er ánægður með samkeppnina sem er í liðinu.
,,Það fyrsta sem ég tók eftir, eftir að ég komst í byrjunarliðið á ný, var að ef ég spilaði ekki vel, þá gæti ég dottið niður um þrjú sæti í goggunarröðinni. Raheem hefur komið inní liðið á þessu tímabili og staðið sig mjög vel - það sem liggur fyrir honum núna er að halda áfram - og Suso bíður eftir sínu tækifæri."
,,Þetta er augljóslega erfitt fyrir stjórann vegna þess að þetta eru allt góðir leikmenn, en þetta er samt eitthvað sem hann vill hafa - meiri breidd í liðinu. Þetta er einnig gott fyrir leikmennina sem eru að spila því við vitum að ef við gerum vel þá höldum við sæti okkar í liðinu og ef frammistaðan er ekki góð þá kemur annar maður inn. Þetta er góð samkeppni og eitthvað sem er klárlega nauðsynlegt að hafa hjá félagi eins og þessu."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan