| Sf. Gutt
Tilkynnt var í gær að Alexander Doni hefði yfirgefið Liverpool. Hann fór til heimalands síns og gerði samning við Botafogo Ribeirao Preto.
Ekki er getið hvort um sölu var að ræða en markmaðurinn er að minnsta kosti ekki lengur á launaskrá hjá Liverpool og munar um allt í þeim efnum hvað þá leikmenn sem ekkert leika. Reyndar hefur staða Brasilíumannsins verið undarleg því hann hefur ekki verið neitt hjá Liverpool frá því síðasta vor. Hann lék síðasta leik Liverpool á síðustu leiktíð þegar Liverpool tapaði 1:0 í Swansea og stóð sig mjög vel en svo spurðist ekkert til hans. Hann var sagður í Ameríku eða Brasilíu.
Alexander sagðist ekkert geta tjáð sig um hvers vegna hann væri þar en ekki hjá Liverpool. Brendan Rodgers sagðist heldur ekkert geta sagt um málið. Allt var þetta heldur dularfullt. Hvað sem var þá er sá brasilíski farinn. Hann kom til Liverpool frá Roma sumarið 2011 og lék alls fjóra leiki með aðalliðinu.
Hér er allt það helsta um Alexander Doni af LFChistory.net.
Við óskum Alexander líkt og öðrum góðs gengis.
TIL BAKA
Alexander Doni farinn

Ekki er getið hvort um sölu var að ræða en markmaðurinn er að minnsta kosti ekki lengur á launaskrá hjá Liverpool og munar um allt í þeim efnum hvað þá leikmenn sem ekkert leika. Reyndar hefur staða Brasilíumannsins verið undarleg því hann hefur ekki verið neitt hjá Liverpool frá því síðasta vor. Hann lék síðasta leik Liverpool á síðustu leiktíð þegar Liverpool tapaði 1:0 í Swansea og stóð sig mjög vel en svo spurðist ekkert til hans. Hann var sagður í Ameríku eða Brasilíu.
Alexander sagðist ekkert geta tjáð sig um hvers vegna hann væri þar en ekki hjá Liverpool. Brendan Rodgers sagðist heldur ekkert geta sagt um málið. Allt var þetta heldur dularfullt. Hvað sem var þá er sá brasilíski farinn. Hann kom til Liverpool frá Roma sumarið 2011 og lék alls fjóra leiki með aðalliðinu.
Hér er allt það helsta um Alexander Doni af LFChistory.net.
Við óskum Alexander líkt og öðrum góðs gengis.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan