| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Doni rétt látinn í læknisskoðun hjá Liverpool
Alexander Doni sagði endanlega skilið við Liverpool í lok janúargluggans. Nú er skýringin á dularfullri fjarveru hans síðustu mánuðina komin fram.
Doni hefur ekkert sést á yfirstandandi leiktíð, sem hefur vakið furðu þar sem hann þótti standa sig vel í þau skipti sem hann fékk tækifærið á síðustu leiktíð. Allavega virkaði hann talsvert öruggari markvörður en Brad Jones. Skýringin á langri fjarveru kappans er sú að hann er hjartveikur og hefur að læknisráði haldið sig frá knattspyrnuiðkun.
Í læknisskoðun hjá Liverpool 3. júlí síðast liðinn stoppaði hjarta Donis skyndilega og fór ekki aftur af stað fyrr en heilum 25 sekúndum síðar. Það varð vitanlega uppi fótur og fit og samkvæmt læknisráði hefur Brasilíumaðurinn ekkert komið nálægt fótboltaiðkun síðan þetta átti sér stað.
„Ég var rétt dauður. Hjartað hætti að slá í 25 sekúndur. En ég hef fengið góða meðhöndlun hjá sérfræðingum og ég vonast til þess að mega fara að æfa aftur í apríl. Ef allt gengur vel þá vonast ég til þess að vera kominn aftur á fullt á næsta ári", segir Doni í viðtali við vefsíðuna Calciomercato.com
Það er talið að ástæðuna fyrir hjartastoppinu megi rekja til vírussjúkdóms sem Doni varð fyrir í æsku. Hann hefur verið meðhöndlaður í London og þó aðallega í Mílanó, hjá færustu sérfræðingum, og vonir standa til þess að hann nái fullum bata.
Doni er nú fluttur heim til Brasilíu til að geta verið nálægt fjölskyldu sinni og vinum. Hann segist líta öðruvísi á lífið eftir þessa óþægilegu reynslu.
„Þetta var gríðarlegt áfall. Ég var langt niðri fyrstu mánuðina eftir að þetta gerðist, en nú er ég glaður yfir því að vera á lífi. Ég met lífið öðruvísi og geri mér grein fyrir því að það eru til mikilvægari hlutir í lífinu en fótboltinn. Ég vil vera hér í Brasilíu þar sem ég get verið í samskiptum við fólkið sem ég elska. Það er það sem skiptir mig mestu máli."
Doni hefur ekkert sést á yfirstandandi leiktíð, sem hefur vakið furðu þar sem hann þótti standa sig vel í þau skipti sem hann fékk tækifærið á síðustu leiktíð. Allavega virkaði hann talsvert öruggari markvörður en Brad Jones. Skýringin á langri fjarveru kappans er sú að hann er hjartveikur og hefur að læknisráði haldið sig frá knattspyrnuiðkun.
Í læknisskoðun hjá Liverpool 3. júlí síðast liðinn stoppaði hjarta Donis skyndilega og fór ekki aftur af stað fyrr en heilum 25 sekúndum síðar. Það varð vitanlega uppi fótur og fit og samkvæmt læknisráði hefur Brasilíumaðurinn ekkert komið nálægt fótboltaiðkun síðan þetta átti sér stað.
„Ég var rétt dauður. Hjartað hætti að slá í 25 sekúndur. En ég hef fengið góða meðhöndlun hjá sérfræðingum og ég vonast til þess að mega fara að æfa aftur í apríl. Ef allt gengur vel þá vonast ég til þess að vera kominn aftur á fullt á næsta ári", segir Doni í viðtali við vefsíðuna Calciomercato.com
Það er talið að ástæðuna fyrir hjartastoppinu megi rekja til vírussjúkdóms sem Doni varð fyrir í æsku. Hann hefur verið meðhöndlaður í London og þó aðallega í Mílanó, hjá færustu sérfræðingum, og vonir standa til þess að hann nái fullum bata.
Doni er nú fluttur heim til Brasilíu til að geta verið nálægt fjölskyldu sinni og vinum. Hann segist líta öðruvísi á lífið eftir þessa óþægilegu reynslu.
„Þetta var gríðarlegt áfall. Ég var langt niðri fyrstu mánuðina eftir að þetta gerðist, en nú er ég glaður yfir því að vera á lífi. Ég met lífið öðruvísi og geri mér grein fyrir því að það eru til mikilvægari hlutir í lífinu en fótboltinn. Ég vil vera hér í Brasilíu þar sem ég get verið í samskiptum við fólkið sem ég elska. Það er það sem skiptir mig mestu máli."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan