Við þurfum hjálp ykkar!
Martin Skrtel biður stuðningsmenn Liverpool um hjálp við að slá gamla liðið sitt út úr Evrópudeildinni á fimmtudagskvöldið. Liverpool mætir þá Zenit frá Pétursborg og þarf að vinna upp tveggja marka forystu rússnesku meistaranna frá fyrri leiknum í síðustu viku. Hann hafði þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com.
,,Stemmningin á Anfield á Evrópuleikjum er jafnan einstök og hún verður enn meiri á fimmtudaginn því við töpuðum fyrri leiknum og áhorfendur vita að við þurfum á hjálp þeirra að halda. Ég er nokkuð viss um að þeir munu hjálpa okkur. Í knattspyrnu er allt mögulegt. Við spilum á Anfield og vitum að stuðningsmennirnir verða að baki okkur og munu hjálpa okkur að komast í næstu umferð."
,,Þetta verður ekkert auðvelt en það myndi hjálpa okkur mikið að skora snemma. Ef það tækist gætum við bara spilað okkar leik, skapað okkur færi og nýtt þau. Við höfum fulla trú á að við getum lagt þá að velli á heimavelli."
,,Það var magnað og um leið skrýtið því þetta var í fyrsta sinn frá því ég fór frá Zenit sem ég kom aftur sem leikmaður annars liðs. Fyrir utan úrslitin fannst mér allt í sambandi við leikinn gaman. En mér leið illa yfir úrslitunum. Við eigum einn leik eftir gegn þeim og ég vona að við náum þeim úrslitum sem duga okkur."
Slóvakinn sterki lék í fyrri leiknum eins og fram hefur komið en það er ekki víst að hann haldi sæti sínu í seinni leiknum. En hvernig sem það verður þá verður Martin líkt og félagar hans og stuðningsmenn Liverpool reiðubúinn í slaginn við Rússana!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!