| Sf. Gutt
TIL BAKA
Einn besti sigur leiktíðarinnar!
Hinn magnaði sigur Liverpool á Tottenham var með þeim betri á leiktíðinni. Stewart Downing telur sigurinn sýna framfarir liðsins.
,,Fyrr á leiktíðinni hefðum við líklega tapað leiknum. En strákarnir eiga hrós skilið. Við héldum áfram og stuðningsmennirnir hvöttu okkur til dáða. Ég myndi segja að þetta væri einn besti sigurinn á leiktíðinni."
Stewart jafnaði metin 2:2 eftir mikil mistök í vörn Tottenham. Hann komst þá einn upp að markinu með varnarmann fyrir framan sig á marklínunni. Hann skoraði svo með skoti á milli fóta varnarmannsins. Stuðningsmönnum Liverpool leist ekki alveg á því flestir aðrir staðir á markinu voru auðir. Svo var Daniel Sturridge frír en allt fór vel og boltinn fór í markið.
,,Ég er viss um að Daniel hefði ekki verið ánægður ef ég hefði ekki skorað. En ég var í skotstöðu og hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið. Ég er fullur sjálfstrausts og það þó ég sé ekki að skora. Sjálfstraustið eflist þegar maður er að spila vel í góðu liði. Það fór ekki framhjá neinum að ég átti í erfiðleikum með að skora á síðasta keppnistímabili. En núna hef ég verið að skora og vonandi get ég skorað mörg fleiri. Það er nóg eftir af leikjum til að bæta við mörkum. Framkvæmdastjórinn hefur núna fleiri möguleika. Ef menn eru ekki að standa sig þá getur hann skipt mönum inn á og þeir gætu vel skorað. Það var gaman fyrir mig að skora, Luis bætti enn einu við og Stevie tók vítið vel."
Stewart Downing hefur heldur betur bætt í á þessari leiktíð eftir slakt gengi á þeirri síðustu. Markið gegn Tottenham var hans fimmta en fyrir utan markið er allt annað að sjá til enska landsliðsmannsins. Flest benti til þess að hann væri á förum framan af leiktíð og Brendan Rodgers gerði honum ljóst að hann yrði að bæta sig. Sem betur fer gerði Stewart það því hann hlaut að geta miklu meira en á þeirri síðustu.
,,Fyrr á leiktíðinni hefðum við líklega tapað leiknum. En strákarnir eiga hrós skilið. Við héldum áfram og stuðningsmennirnir hvöttu okkur til dáða. Ég myndi segja að þetta væri einn besti sigurinn á leiktíðinni."
Stewart jafnaði metin 2:2 eftir mikil mistök í vörn Tottenham. Hann komst þá einn upp að markinu með varnarmann fyrir framan sig á marklínunni. Hann skoraði svo með skoti á milli fóta varnarmannsins. Stuðningsmönnum Liverpool leist ekki alveg á því flestir aðrir staðir á markinu voru auðir. Svo var Daniel Sturridge frír en allt fór vel og boltinn fór í markið.
,,Ég er viss um að Daniel hefði ekki verið ánægður ef ég hefði ekki skorað. En ég var í skotstöðu og hafði heppnina með mér því boltinn fór í markið. Ég er fullur sjálfstrausts og það þó ég sé ekki að skora. Sjálfstraustið eflist þegar maður er að spila vel í góðu liði. Það fór ekki framhjá neinum að ég átti í erfiðleikum með að skora á síðasta keppnistímabili. En núna hef ég verið að skora og vonandi get ég skorað mörg fleiri. Það er nóg eftir af leikjum til að bæta við mörkum. Framkvæmdastjórinn hefur núna fleiri möguleika. Ef menn eru ekki að standa sig þá getur hann skipt mönum inn á og þeir gætu vel skorað. Það var gaman fyrir mig að skora, Luis bætti enn einu við og Stevie tók vítið vel."
Stewart Downing hefur heldur betur bætt í á þessari leiktíð eftir slakt gengi á þeirri síðustu. Markið gegn Tottenham var hans fimmta en fyrir utan markið er allt annað að sjá til enska landsliðsmannsins. Flest benti til þess að hann væri á förum framan af leiktíð og Brendan Rodgers gerði honum ljóst að hann yrði að bæta sig. Sem betur fer gerði Stewart það því hann hlaut að geta miklu meira en á þeirri síðustu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan