| Sf. Gutt
TIL BAKA
Umboðsmaður Martin Skrtel til fundar
Framtíð Martin Skrtel virðist í nokkurri óvissu. Nú segist umboðsmaður hans ætla til Liverpool til fundahalda og samkvæmt því sem hann segir er efni funda að koma framtíð Slóvakans á hreint.
Martin náði sér ekki vel á strik á nýliðinni leiktíð eftir að hafa verið magnaður á næstu tveimur á undan. Það endaði svo með því í janúar að Brendan Rodgers setti hann út úr liðinu og lék hann lítið eftir það. Jamie Carragher tók stöðuna hans og lék frábærlega. Martin var auðvitað ekki ánægður með þetta en sagði reyndar í viðtali ekki annað í boði en að sætta sig við stöðuna og bíða eftir sínu tækifæri.
En nú virðist Slóvakinn vera að hugsa sitt ráð. Einhverjar fréttir hafa sést þess efnis að Rafael Benítez nýráðinn framkvæmdastjóri Napólí hafi áhuga á Martin en Rafa keypti hann auðvitað til Liverpool á sínum tíma. Liverpool hefur þó góða stöðu í málinu því Martin skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við Liverpool síðasta sumar. Svo gæti hann líka bara viljað vera áfram hjá Liverpool.
Martin náði sér ekki vel á strik á nýliðinni leiktíð eftir að hafa verið magnaður á næstu tveimur á undan. Það endaði svo með því í janúar að Brendan Rodgers setti hann út úr liðinu og lék hann lítið eftir það. Jamie Carragher tók stöðuna hans og lék frábærlega. Martin var auðvitað ekki ánægður með þetta en sagði reyndar í viðtali ekki annað í boði en að sætta sig við stöðuna og bíða eftir sínu tækifæri.
En nú virðist Slóvakinn vera að hugsa sitt ráð. Einhverjar fréttir hafa sést þess efnis að Rafael Benítez nýráðinn framkvæmdastjóri Napólí hafi áhuga á Martin en Rafa keypti hann auðvitað til Liverpool á sínum tíma. Liverpool hefur þó góða stöðu í málinu því Martin skrifaði undir framlengingu á samningi sínum við Liverpool síðasta sumar. Svo gæti hann líka bara viljað vera áfram hjá Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan