Stewart vill vera áfram hjá Liverpool!
Stewart Downing hefur ekki nokkurn áhuga á að yfirgefa Liverpool. Hann segir að fyrsta árið sitt hjá Liverpool hafi verið erfitt en nú sé betra útlit hjá sér og hann vilji spila með sigursælu liði Liverpool.
,,Ég er kominn hingað til að vera. Ég nýt þess að vera hérna og þá sérstaklega á síðustu leiktíð. Þá náði ég góðu skriði í liðinu. Vonandi heldur gott gengi mitt áfram og ég þarf að leggja hart að mér til þess. Ég kom hingað til að leika í liði sem er sigursælt og ég vona að svo verði sem allra lengst."
,,Mér finnst að ég sé núna búinn að koma mér vel fyrir og farinn að fóta mig. Fyrsta árið mitt var erfitt en um leið og ég náði að festa mig í sessi í liðinu á síðustu leiktíð fór ég að njóta mín. Liðið lék virkilega vel og það hjálpaði mér. Það sáust merki þess að ef við leikum áfram svona vel þá getum við átt góða möguleika á þessu keppnistímabili. Þetta er ástæðan fyrir því að ég hef ekki nokkurn áhuga á að fara í burtu."
Sögusagnir hafa verið um að West Ham United hafi boðið í Stewart og á tilboðinu að hafa verið hafnað. Hvort þetta er rétt er ekki gott að segja til um en Stewart vill að minnsta kosti vera áfram hjá Liverpool.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!