| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sigur hinu megin á hnettinum
Liverpool vann þriðja æfingaleikinn í röð þegar liðið lagði Sigurlið heimamanna að velli í Melbourne. Rauðliðar unnu 0:2 í fyrsta leik sínum í Ástralíu. Luis Suarez kom loksins við sögu en um fátt er meira rætt en kappann þann í knattspyrnuheiminum þessa dagana.
Brendan Rodgers stillti upp sterku liði sem Steven Gerrard leiddi. Heimamaðurinn Brad Jones stóð að sjálfsögðu í markinu. Annað var ekki hægt fyrir framan troðfullan völl. Þeir Philippe Coutinho og Kolo Toure voru eitthvað stirðir og hvíldu.
Heimamenn voru nokkuð brattir framan af og Brad Jones varð að taka á því á 20. mínútu þegar hann varði langskot frá Andrew Nabbout. Litlu síðar varði Nathan Coe langskot frá Steven Gerrard. Liverpool komst svo yfir á 32. mínútu. Steven lék þríhyrning við Joe Allen og fékk boltann aftur í vítateignum þar sem hann renndi sér á boltann og sendi hann í markið. Vel gert!
Liverpool hafði undirtökin eftir hlé en það mátti svo sem ekkert út af bera þegar einu marki munaði. Brendan skipti fullt af mönnum inn á 72. mínútu. Þar á meðal voru landarnir Luis Suarez og Sebastian Coates en þetta var fyrsti æfingaleikur þeirra með Liverpool í sumar. Iago Aspas var einn þeirra sem kom til leiks og hann innsiglaði sigurinn á lokamínútunni. Luis sneri á varnarmann við endalínuna hægra megin og gaf fyrir markið á Iago sem skoraði af stuttu færi með allra síðasta sparki leiksins. Annað mark Spánverjans á undirbúningstímabilinu og sigur Liverpool staðfestur. Næsti æfingaleikur verður á sunnudaginn í Bankok í Tælandi.
Melbourne Victory: Coe; Geria, Leijer, Ansell, Galloway, Celeski, Broxham, Nabbout (Stella 82. mín.), J. Jeggo, Makarounas (Cristaldo 86. mín.) og Pain. Ónotaðir varamenn: Thomas, Brown, Cristaldo, L. Jeggo, Buceto, Murnane og Radonich
Liverpool: Jones (Mignolet 72. mín.); Enrique (Flanagan 72. mín.), Wisdom (Agger 72. mín.), Skrtel (Coates 72. mín.), Johnson (Kelly 72. mín.), Gerrard (Leiva 63. mín.), Allen (Spearing 72. mín.), Sterling (Alberto 72. mín.), Henderson (Aspas 72. mín.), Ibe (Downing 72. mín.) og Borini (Suarez 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Assaidi og Robinson.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (32. mín.) og Iago Aspas (90. mín.).
Áhorfendur á Melbourne Cricket Ground: 95.446.
Það var ótrúlegur áhugi á leiknum og áhorfendafjöldinn var algjört met. Fleiri hafa ekki mætt til að horfa á Liverpool leika æfingaleik í allri sögu félagsins. Eins hafa ekki fleiri séð félagslið leika saman í Ástralíu.
Brendan Rodgers: Mér fannst úthald okkar stórgott og leikkerfið gekk mjög vel. Ég pressuðum þá þegar við gátum, héldum boltanum vel og vorum mjög sterkir í vörninni. Við eigum mikið verk óunnið og við vonumst til að fá einn eða tvo leikmenn til viðbótar til liðs við okkur en ég er mjög ánægður með kraftinn og hugarfarið í hópnum það sem af er.
Hér má sjá og heyra áhorfendur á MCG leikvanginum syngja You´ll Never Walk Alone fyrir leikinn. Mögnuð stund!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu The Sydney Morning Herald.
Brendan Rodgers stillti upp sterku liði sem Steven Gerrard leiddi. Heimamaðurinn Brad Jones stóð að sjálfsögðu í markinu. Annað var ekki hægt fyrir framan troðfullan völl. Þeir Philippe Coutinho og Kolo Toure voru eitthvað stirðir og hvíldu.
Heimamenn voru nokkuð brattir framan af og Brad Jones varð að taka á því á 20. mínútu þegar hann varði langskot frá Andrew Nabbout. Litlu síðar varði Nathan Coe langskot frá Steven Gerrard. Liverpool komst svo yfir á 32. mínútu. Steven lék þríhyrning við Joe Allen og fékk boltann aftur í vítateignum þar sem hann renndi sér á boltann og sendi hann í markið. Vel gert!
Liverpool hafði undirtökin eftir hlé en það mátti svo sem ekkert út af bera þegar einu marki munaði. Brendan skipti fullt af mönnum inn á 72. mínútu. Þar á meðal voru landarnir Luis Suarez og Sebastian Coates en þetta var fyrsti æfingaleikur þeirra með Liverpool í sumar. Iago Aspas var einn þeirra sem kom til leiks og hann innsiglaði sigurinn á lokamínútunni. Luis sneri á varnarmann við endalínuna hægra megin og gaf fyrir markið á Iago sem skoraði af stuttu færi með allra síðasta sparki leiksins. Annað mark Spánverjans á undirbúningstímabilinu og sigur Liverpool staðfestur. Næsti æfingaleikur verður á sunnudaginn í Bankok í Tælandi.
Melbourne Victory: Coe; Geria, Leijer, Ansell, Galloway, Celeski, Broxham, Nabbout (Stella 82. mín.), J. Jeggo, Makarounas (Cristaldo 86. mín.) og Pain. Ónotaðir varamenn: Thomas, Brown, Cristaldo, L. Jeggo, Buceto, Murnane og Radonich
Liverpool: Jones (Mignolet 72. mín.); Enrique (Flanagan 72. mín.), Wisdom (Agger 72. mín.), Skrtel (Coates 72. mín.), Johnson (Kelly 72. mín.), Gerrard (Leiva 63. mín.), Allen (Spearing 72. mín.), Sterling (Alberto 72. mín.), Henderson (Aspas 72. mín.), Ibe (Downing 72. mín.) og Borini (Suarez 72. mín.). Ónotaðir varamenn: Assaidi og Robinson.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (32. mín.) og Iago Aspas (90. mín.).
Áhorfendur á Melbourne Cricket Ground: 95.446.
Það var ótrúlegur áhugi á leiknum og áhorfendafjöldinn var algjört met. Fleiri hafa ekki mætt til að horfa á Liverpool leika æfingaleik í allri sögu félagsins. Eins hafa ekki fleiri séð félagslið leika saman í Ástralíu.
Brendan Rodgers: Mér fannst úthald okkar stórgott og leikkerfið gekk mjög vel. Ég pressuðum þá þegar við gátum, héldum boltanum vel og vorum mjög sterkir í vörninni. Við eigum mikið verk óunnið og við vonumst til að fá einn eða tvo leikmenn til viðbótar til liðs við okkur en ég er mjög ánægður með kraftinn og hugarfarið í hópnum það sem af er.
Hér má sjá og heyra áhorfendur á MCG leikvanginum syngja You´ll Never Walk Alone fyrir leikinn. Mögnuð stund!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu The Sydney Morning Herald.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan