| Sf. Gutt
,,Þetta var alveg magnað. Það er ekki margt sem slær út tilfinninguna sem fylgir því að klæðast rauðu treyjunni. Það var alveg ótrúlegt að fara úr á völlinn og fá svona góðar viðtökur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu í orðum. Ég hef nú komið hingað aftur nokkrum sinnum en maður átti samt ekki alveg von á þessu svona."
Oft hefur verið rætt um hvar Steven Gerrard sé í röð bestu leikmanna Liverpool. Robbie telur Steven þann besta af þeim öllum!
,,Þetta var mjög ánægjulegt og ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri. En ef satt skal segja þá snerist þetta allt um Steven. Það besta sem ég get sagt um hann er að það eru ekki margir sem komast nærri Kenny að vera besti leikmaður í sögu Liverpool. En margir telja að hann sé sá besti af þeim öllum og ég er í þeirra hópi. Það er ekkert smáræðis afrek."
Robbie sagði að líklega hefði þessi leikur með Liverpool á Anfield í ágóðaleiknum hans Steven Gerrard verið sá síðasti.
,,Ferillinn minn hefur eiginlega fjarað út ef satt skal segja. Ég hef svo sem ekki lagt skóna opinberlega á hilluna en líklega var þetta síðasti leikurinn minn og hvar er betra en að spila hann fyrir fullu húsi á Anfield í ágóðaleiknum hans Steven sem er besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrir framan þessa stuðningsmenn. Fyrir mig var þetta alveg mögnuð stund og ég mun aldrei gleyma henni svo lengi sem ég lifi."
TIL BAKA
Lokaleikur Robbie Fowler!
,,Þetta var alveg magnað. Það er ekki margt sem slær út tilfinninguna sem fylgir því að klæðast rauðu treyjunni. Það var alveg ótrúlegt að fara úr á völlinn og fá svona góðar viðtökur. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessu í orðum. Ég hef nú komið hingað aftur nokkrum sinnum en maður átti samt ekki alveg von á þessu svona."
Oft hefur verið rætt um hvar Steven Gerrard sé í röð bestu leikmanna Liverpool. Robbie telur Steven þann besta af þeim öllum!
,,Þetta var mjög ánægjulegt og ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri. En ef satt skal segja þá snerist þetta allt um Steven. Það besta sem ég get sagt um hann er að það eru ekki margir sem komast nærri Kenny að vera besti leikmaður í sögu Liverpool. En margir telja að hann sé sá besti af þeim öllum og ég er í þeirra hópi. Það er ekkert smáræðis afrek."
Robbie sagði að líklega hefði þessi leikur með Liverpool á Anfield í ágóðaleiknum hans Steven Gerrard verið sá síðasti.
,,Ferillinn minn hefur eiginlega fjarað út ef satt skal segja. Ég hef svo sem ekki lagt skóna opinberlega á hilluna en líklega var þetta síðasti leikurinn minn og hvar er betra en að spila hann fyrir fullu húsi á Anfield í ágóðaleiknum hans Steven sem er besti leikmaður í sögu Liverpool og fyrir framan þessa stuðningsmenn. Fyrir mig var þetta alveg mögnuð stund og ég mun aldrei gleyma henni svo lengi sem ég lifi."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur!
Fréttageymslan