| Heimir Eyvindarson
Liverpool Echo heldur því fram í gær að Newcastle sé í þann veginn að kaupa Stewart Downing. Kaupverðið mun vera 5 milljónir punda. 15 milljónum minna en Liverpool greiddi fyrir kappann.
Það er óhætt að segja að Stewart Downing hafi ekki staðið undir væntingum hjá Liverpool frá því að Kenny Dalglish keypti hann á 20 milljónir sumarið 2011.
Hann hefur þó sýnt elju og þrautseigju og átti oft ágæta spretti á síðustu leiktíð. Nú bendir ýmislegt til þess að hann sé á förum frá Bítlaborginni.
Í frétt Echo er fullyrt að óformlegar samningaviðræður séu hafnar og að Liverpool hafi komið þeim skilaboðum norður til Newcastle að Downing sé falur fyrir 5 milljónir punda.
Fyrr í sumar sýndi West Ham áhuga á þjónustu hins 29 ára gamla vængmanns, en þá kaus Downing að vera um kyrrt og berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Heimildir Liverpool Echo herma hinsvegar að hann sé tilbúinn til þess að fara til Newcastle.
Við sjáum hverju fram vindur.
TIL BAKA
Downing til Newcastle?

Það er óhætt að segja að Stewart Downing hafi ekki staðið undir væntingum hjá Liverpool frá því að Kenny Dalglish keypti hann á 20 milljónir sumarið 2011.
Hann hefur þó sýnt elju og þrautseigju og átti oft ágæta spretti á síðustu leiktíð. Nú bendir ýmislegt til þess að hann sé á förum frá Bítlaborginni.
Í frétt Echo er fullyrt að óformlegar samningaviðræður séu hafnar og að Liverpool hafi komið þeim skilaboðum norður til Newcastle að Downing sé falur fyrir 5 milljónir punda.
Fyrr í sumar sýndi West Ham áhuga á þjónustu hins 29 ára gamla vængmanns, en þá kaus Downing að vera um kyrrt og berjast fyrir sæti sínu í liðinu. Heimildir Liverpool Echo herma hinsvegar að hann sé tilbúinn til þess að fara til Newcastle.
Við sjáum hverju fram vindur.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan