| Sf. Gutt
TIL BAKA
Síðasti æfingaleikur á morgun
Liverpool leikur síðasta æfingaleikinn, áður en átökin hefjast fyrir alvöru um næstu helgi, á morgun. Farið verður yfir Írska hafið til Dublin til leiks við Glasgow Celtic á Aviva leikvanginum. Líklega verður uppselt enda bæði liðin mjög vinsæl á Írlandi.
Öllum er kunnugt um stöðu Luis Suarez, sem ekki er í liðshópnum, en nú hefur Raheem Sterling bæst við í hóp þeirra sem illa haga sér þessa dagana. Hann skoraði síðasta mark Liverpool í 1:4 sigri á Valeringa á miðvikudaginn en í gærkvöldi var hann handtekinn og ákærður fyrir að leggja hendur á kærustu sína. Hann neitaði öllum ásökunum en þarf að mæta fyrir rétt í næsta mánuði. Raheem er þrátt fyrir þetta í liðshópnum.
Jay Spearing fer auðvitað ekki með til Skotlands en í dag var tilkynnt að Liverpool hefði selt hann til Bolton Wanderes. Jay lék í síðasta sinn fyrir hönd Liverpool í Noregi en nú verður hann að öllum líkindum í liði Bolton sem mætir Reading á morgun.
Það er þó ein gleðifregn varðandi liðið sem Brendan Rodgers sendir til leiks en hún er sú að Daniel Sturridge mætir í fyrsta sinn í æfingaleik en hann hóf að æfa í vikunni eftir meiðsli sem hann varð fyrir í landsleik í byrjun júní. Þetta eru mennirnir sem fóru til Dublin. Jones, Johnson, Enrique, Toure, Alberto, Gerrard, Aspas, Coutinho, Assaidi, Henderson, Sturridge, Coates, Downing, Lucas, Mignolet, Allen, Borini, Sterling, Kelly, Flanagan, Ibe og Wisdom. Nýi varafyrirliðinn, Daniel Agger, fer ekki Írlands frekar en til Noregs en Kolo Toure og Glen Johnson eru aftur leikfærir. Daniel varð fyrir hnjaski á móti Olympiakos og er ekki alveg búinn að ná sér.
Liverpool vann síðasta leik í Noregi og hefur unnið alla sex æfingaleiki sína hingað til. Mörk hefur ekki skort og aðeins einu sinni hefur andstæðingunum tekist að skora. Það er þó næsta víst að leikurinn á móti Celtic verður sá erfiðasti af æfingaleikjunum. Celtic er skoskur meistari, stóð sig vel í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og komst áfram í keppninni núna í vikunni. Það mun því örugglega reyna töluvert á Liverpool á morgun og það verður gaman að sjá hvernig gengur. Leikurinn er svo að auki nokkurs konar upphitun fyrir landsleik Englands og Skotlands í næstu viku!
Leikurinn hefst klukkan fjögur síðdegis á morgun og verður hægt að horfa á hann á Stöð2 sport2.
Öllum er kunnugt um stöðu Luis Suarez, sem ekki er í liðshópnum, en nú hefur Raheem Sterling bæst við í hóp þeirra sem illa haga sér þessa dagana. Hann skoraði síðasta mark Liverpool í 1:4 sigri á Valeringa á miðvikudaginn en í gærkvöldi var hann handtekinn og ákærður fyrir að leggja hendur á kærustu sína. Hann neitaði öllum ásökunum en þarf að mæta fyrir rétt í næsta mánuði. Raheem er þrátt fyrir þetta í liðshópnum.
Jay Spearing fer auðvitað ekki með til Skotlands en í dag var tilkynnt að Liverpool hefði selt hann til Bolton Wanderes. Jay lék í síðasta sinn fyrir hönd Liverpool í Noregi en nú verður hann að öllum líkindum í liði Bolton sem mætir Reading á morgun.
Það er þó ein gleðifregn varðandi liðið sem Brendan Rodgers sendir til leiks en hún er sú að Daniel Sturridge mætir í fyrsta sinn í æfingaleik en hann hóf að æfa í vikunni eftir meiðsli sem hann varð fyrir í landsleik í byrjun júní. Þetta eru mennirnir sem fóru til Dublin. Jones, Johnson, Enrique, Toure, Alberto, Gerrard, Aspas, Coutinho, Assaidi, Henderson, Sturridge, Coates, Downing, Lucas, Mignolet, Allen, Borini, Sterling, Kelly, Flanagan, Ibe og Wisdom. Nýi varafyrirliðinn, Daniel Agger, fer ekki Írlands frekar en til Noregs en Kolo Toure og Glen Johnson eru aftur leikfærir. Daniel varð fyrir hnjaski á móti Olympiakos og er ekki alveg búinn að ná sér.
Liverpool vann síðasta leik í Noregi og hefur unnið alla sex æfingaleiki sína hingað til. Mörk hefur ekki skort og aðeins einu sinni hefur andstæðingunum tekist að skora. Það er þó næsta víst að leikurinn á móti Celtic verður sá erfiðasti af æfingaleikjunum. Celtic er skoskur meistari, stóð sig vel í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð og komst áfram í keppninni núna í vikunni. Það mun því örugglega reyna töluvert á Liverpool á morgun og það verður gaman að sjá hvernig gengur. Leikurinn er svo að auki nokkurs konar upphitun fyrir landsleik Englands og Skotlands í næstu viku!
Leikurinn hefst klukkan fjögur síðdegis á morgun og verður hægt að horfa á hann á Stöð2 sport2.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan