| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Tap gegn Celtic
Fyrsta tap Liverpool á undirbúningstímabilinu kom í Dublin í dag þegar Celtic lagði okkar menn 1-0 í síðasta æfingaleik sumarsins.
Eins og gefur að skilja var vel tekið undir í You´ll never walk alone fyrir leikinn, en sá ágæti ameríski sálmur er einkennislag beggja félaganna.
Liverpool byrjaði leikinn betur, en það var Celtic sem skoðai fyrsta mark leiksins. Markið skoraði Balde á 11. mínútu eftir að hafa farið illa með André Wisdom, sem byrjaði leikinn í fjarveru Daniel Agger og Martin Skrtel.
Það sem eftir lifði hálfleiksins var Liverpool sterkari aðilinn og Downing, Johnson og Coutinho fengu allir ágæt færi upp við mark Skotanna. Inn vildi boltinn þó ekki og staðan í leikhléi 1-0 fyrir Celtic.
Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Liverpool var meira með boltann og átti hættulegri færi, án þess þó að koma boltanum í netið. Á 55. mínútu skoraði Kolo Toure reyndar ágætt mark með skalla, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Var erfitt að sjá hvort rétt væri dæmt. Niðurstaðan í Dublin 1-0 sigur Celtic.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Wisdom, Toure, Enrique, Leiva, Allen (Henderson á 58. mín.), Gerrard, Downing (Ibe á 72. mín.), Coutinho og Aspas (Sturridge á 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Kelly, Sterling, Flanagan, Coates, Borini, Assaidi og Alberto.
Maður leiksins: Coutinho var mjög sprækur í dag og var óheppinn að skora ekki eins og eitt mark.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir sem teknar voru á leiknum.
Hér má sjá stuðningsmenn Liverpool og Celtic syngja You´ll Never Walk Alone fyrir leik.
Eins og gefur að skilja var vel tekið undir í You´ll never walk alone fyrir leikinn, en sá ágæti ameríski sálmur er einkennislag beggja félaganna.
Liverpool byrjaði leikinn betur, en það var Celtic sem skoðai fyrsta mark leiksins. Markið skoraði Balde á 11. mínútu eftir að hafa farið illa með André Wisdom, sem byrjaði leikinn í fjarveru Daniel Agger og Martin Skrtel.
Það sem eftir lifði hálfleiksins var Liverpool sterkari aðilinn og Downing, Johnson og Coutinho fengu allir ágæt færi upp við mark Skotanna. Inn vildi boltinn þó ekki og staðan í leikhléi 1-0 fyrir Celtic.
Síðari hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Liverpool var meira með boltann og átti hættulegri færi, án þess þó að koma boltanum í netið. Á 55. mínútu skoraði Kolo Toure reyndar ágætt mark með skalla, en það var dæmt af vegna rangstöðu. Var erfitt að sjá hvort rétt væri dæmt. Niðurstaðan í Dublin 1-0 sigur Celtic.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Wisdom, Toure, Enrique, Leiva, Allen (Henderson á 58. mín.), Gerrard, Downing (Ibe á 72. mín.), Coutinho og Aspas (Sturridge á 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Kelly, Sterling, Flanagan, Coates, Borini, Assaidi og Alberto.
Maður leiksins: Coutinho var mjög sprækur í dag og var óheppinn að skora ekki eins og eitt mark.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir sem teknar voru á leiknum.
Hér má sjá stuðningsmenn Liverpool og Celtic syngja You´ll Never Walk Alone fyrir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan