| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Salan á Stewart Downing staðfest
Nú rétt í þessu staðfesti opinbera heimasíða félagsins að Stewart Downing hefði verið seldur til West Ham United. Eins og við greindum frá í gær leit allt út fyrir að Downing hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool og sú varð raunin.
Liverpool keypti Stewart Downing sumarið 2011 og voru miklar vonir bundnar við hann. Í raun var hann mikið til hugsaður til að leggja upp mörk fyrir Andy Carroll. Því miður gekk sú áætlun Kenny Dalglish ekki eftir. Stewart náði sér alls ekki á strik á sinni fyrstu leiktíð og olli miklum vonbrigðum.
Stewart lék þó sinn besta leik þegar mikið lá við en hann var kjörinn Maður leiksins eftir úrslitaleikinn í Deildarbikarnum á móti Cardiff. Staðan var 2:2 eftir framlengingu og við tók vítaspyrnukeppni sem Liverpool vann. Stewart skoraði úr sinni spyrnu og lagði þar með sitt af mörkum til sigursins.
Það gekk mun betur hjá Stewart á síðasta keppnistímabili og allt annað að sjá til hans. Brendan Rodgers hvatti hann til að sýna sitt rétta andlit, hann tók þeirri áskorun og ekkert varð úr að hann færi eins og flestir reiknuðu með. En nú er komið að brottför. Hann spilaði alls 91 leik fyrir Liverpool og skoraði sjö mörk í öllum keppnum.
Hér má kynna sér allt um feril Stewart Downing á LFCHISTORY.NET.
Liverpool keypti Stewart Downing sumarið 2011 og voru miklar vonir bundnar við hann. Í raun var hann mikið til hugsaður til að leggja upp mörk fyrir Andy Carroll. Því miður gekk sú áætlun Kenny Dalglish ekki eftir. Stewart náði sér alls ekki á strik á sinni fyrstu leiktíð og olli miklum vonbrigðum.
Stewart lék þó sinn besta leik þegar mikið lá við en hann var kjörinn Maður leiksins eftir úrslitaleikinn í Deildarbikarnum á móti Cardiff. Staðan var 2:2 eftir framlengingu og við tók vítaspyrnukeppni sem Liverpool vann. Stewart skoraði úr sinni spyrnu og lagði þar með sitt af mörkum til sigursins.
Það gekk mun betur hjá Stewart á síðasta keppnistímabili og allt annað að sjá til hans. Brendan Rodgers hvatti hann til að sýna sitt rétta andlit, hann tók þeirri áskorun og ekkert varð úr að hann færi eins og flestir reiknuðu með. En nú er komið að brottför. Hann spilaði alls 91 leik fyrir Liverpool og skoraði sjö mörk í öllum keppnum.
Hér má kynna sér allt um feril Stewart Downing á LFCHISTORY.NET.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan