| Sf. Gutt
TIL BAKA
Daniel tilbúinn í slaginn!
Eftir að hafa verið meiddur í allt sumar þá er Daniel Sturridge tilbúinn í slaginn. Það eru góðar fréttir og koma á réttum tíma þegar ný leiktíð er að hefjast. Daniel meiddist í landsleik Englands og Írlands í byrjun júní og það var ekki fyrr en í æfingaleiknum gegn Celtic um síðustu helgi að hann gat leikið á nýjan leik.
,,Þetta hefur verið löng vegferð og nokkuð erfið. En ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur í slaginn og þakka Guði fyrir að láta meiðslin lagast jafn fljótt og raunin varð á því ég var ekki viss um að vera orðinn leikfær þegar leiktíðin byrjaði."
,,Ég er laus við meiðslin og tilbúinn í að fara af stað. Verði ég valinn í liðið á móti Stoke þá verð ég reiðubúinn. Ef satt skal segja þá hélt ég ekki að ég væri orðinn jafn sprækur og raunin var svo ég er mjög ánægður. Ég hefði gjarnan vilja hafa skorað í endurkomuleiknum en mestu skipti að koma ómeiddur af velli."
Daniel skoraði þó í vikunni þegar Liverpool mætti Newcastle í æfingaleik sem fór fram fyrir luktum dyrum á Melwood. Liverpool vann 3:1. Daniel skoraði tvívegis. Fyrst fylgdi hann eftir víti sem Tim Kruhl varði frá honum en hann tók aftur víti seinna í leiknum og þá skoraði hann. Luis Alberto skoraði þriðja mark Liverpool en Dan Gosling skoraði fyrir Newcastle. Brad Jones, Jordan Henderson, Martin Kelly og Fabio Borini tóku þátt í leiknum.
Það er ekkert auðvelt að ná sér af erfiðum meiðslum. Daniel segist hafa lagt hart að sér með læknaliði Liverpool og er mjög þakklátur þeim sem komu honum í gang.
,,Sannleikurinn er sá að þetta hefur verið mjög erfitt. Maður vill vera með á undirbúningstímabilinu, ná upp snerpunni, kynnast nýjum félögum, æfa og komast í bestu mögulega æfingu. Ég hef ekki getað þetta. Þess í stað hef ég verið á Melwood og ekki getað hlaupið mikið. Það komu dagar þegar ég fann til í ökklanum eða þá að ég var óvenjulega þreyttur. Það hefur gengið á ýmsu en við höfum lagt hart að okkur. Við höfum verið lengur á Melwood, alveg til klukkan fjögur eða fimm á hverjum degi. Við höfum ekki slakað á heldur lagt mikla vinnu á okkur."
Vonandi verður Daniel jafn góður á þessari leiktíð og á seinni hluta þeirrar síðustu þegar hann sló í gegn eftir komuna frá Chelsea. Luis Suarez verður ekki með í fyrstu sex leikjunum og því skiptir miklu að Daniel og aðrir félagar hans verði á skotskónum strax frá upphafi leiktíðarinnar.
,,Þetta hefur verið löng vegferð og nokkuð erfið. En ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur í slaginn og þakka Guði fyrir að láta meiðslin lagast jafn fljótt og raunin varð á því ég var ekki viss um að vera orðinn leikfær þegar leiktíðin byrjaði."
,,Ég er laus við meiðslin og tilbúinn í að fara af stað. Verði ég valinn í liðið á móti Stoke þá verð ég reiðubúinn. Ef satt skal segja þá hélt ég ekki að ég væri orðinn jafn sprækur og raunin var svo ég er mjög ánægður. Ég hefði gjarnan vilja hafa skorað í endurkomuleiknum en mestu skipti að koma ómeiddur af velli."
Daniel skoraði þó í vikunni þegar Liverpool mætti Newcastle í æfingaleik sem fór fram fyrir luktum dyrum á Melwood. Liverpool vann 3:1. Daniel skoraði tvívegis. Fyrst fylgdi hann eftir víti sem Tim Kruhl varði frá honum en hann tók aftur víti seinna í leiknum og þá skoraði hann. Luis Alberto skoraði þriðja mark Liverpool en Dan Gosling skoraði fyrir Newcastle. Brad Jones, Jordan Henderson, Martin Kelly og Fabio Borini tóku þátt í leiknum.
Það er ekkert auðvelt að ná sér af erfiðum meiðslum. Daniel segist hafa lagt hart að sér með læknaliði Liverpool og er mjög þakklátur þeim sem komu honum í gang.
,,Sannleikurinn er sá að þetta hefur verið mjög erfitt. Maður vill vera með á undirbúningstímabilinu, ná upp snerpunni, kynnast nýjum félögum, æfa og komast í bestu mögulega æfingu. Ég hef ekki getað þetta. Þess í stað hef ég verið á Melwood og ekki getað hlaupið mikið. Það komu dagar þegar ég fann til í ökklanum eða þá að ég var óvenjulega þreyttur. Það hefur gengið á ýmsu en við höfum lagt hart að okkur. Við höfum verið lengur á Melwood, alveg til klukkan fjögur eða fimm á hverjum degi. Við höfum ekki slakað á heldur lagt mikla vinnu á okkur."
Vonandi verður Daniel jafn góður á þessari leiktíð og á seinni hluta þeirrar síðustu þegar hann sló í gegn eftir komuna frá Chelsea. Luis Suarez verður ekki með í fyrstu sex leikjunum og því skiptir miklu að Daniel og aðrir félagar hans verði á skotskónum strax frá upphafi leiktíðarinnar.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan