| Sf. Gutt
TIL BAKA
Simon tryggði sigur í fyrsta leik!
Simon Mignolet tryggði Liverpool sigur í fyrsta leik Úrvalsdeildarinnar þegar 1:0 heimasigur hafðist á Stoke City. Algjörlega mögnuð markvarsla hans á síðustu stundu verður lengi í minnum höfð.
Brendan Rodgers tefldi þremur af nýliðum sínum í fyrsta leik leiktíðarinnar. Simon Mignolet stóð í markinu og þeir Kolo Toure og Iago Aspas tóku sínar stöður.
Frá fyrsta flauti setti Liverpool allt á fullt og það var ekki fyrr en eftir átta mínútur að segja mætti að gestirnir kæmust fram fyrir miðju. Þeir fengu þá horn og upp úr því kom sending fyrir. Simon og Peter Crouch stukku upp saman og Simon mistókst að slá boltann almennilega frá. Hann barst til Robert Huth og Þjóðverjinn þrumaði í þverslá. Þar slapp Liverpool með skrekkinn.
Á 11. mínútu steinlá boltinn í markinu hinu megin eftir skalla Daniel Sturridge en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Steven Gerrard hafði sent fyrir úr aukaspyrnu. Tveimur mínútum síðar tók hann hornspyrnu frá hægri. Hún rataði á höfuðið á Kolo Toure en skallinn fór í þverslá og málum var svo bjargað uppi við markið.
Á 20. mínútu slapp Simon aftur með skrekkinn. Hann fékk þá boltann aftur en var of lengi að koma honum frá sér. Einn leikmanna Stoke sótti að honum og Simon sparkaði boltanum í hann. Boltinn hrökk eitthvað út í loftið og hefði allt eins getað farið í markið en sem betur fer ekki.
Annars sótti Liverpool mun meira og sóknirnar voru oft góðar og vel útfærðar. Ein slík kom á 29. mínútu og endaði með því að Jose Enrique komst inn á markteig en Asmir Begovic varði vel og ekki í síðasta skipti. Sex mínútum seinna sendi Philippe Coutinho á Jordan Henderson en Asmir varði.
En það kom að því að Liverpool skoraði. Á 37. mínútu fékk Daniel Sturridge boltann frá Iago Aspas, eftir gott samspil, rétt utan vítateigs og skoraði með hnitmiðuðu skoti neðst í hægra hornið. Asmir átti ekki möguleika og mikill fögnuður braust út hjá heimafólki í rigningunni. Ekki ólíkt síðasta marki síðustu leiktíðar sem Philippe skoraði gegn Q.P.R. Glæsilegt mark!
Þrátt fyrir tvenn mistök Simon fyrr í hálfleiknum þá var það hann sem varði hálfleiksforystuna þegar Stoke fór að sækja. Jonathan Walters náði föstu skoti utan teigs á 42. mínútu sem Simon sló framhjá. Á lokamínútu hálfsleiksins bjargaði svo Lucas Leiva á línu eftir atgang sem fylgdi horni.
Philippe hóf síðari hálfleikinn með því að komast inn á vítateiginn vinstra megin en hann hitti ekki markið. Brasilíumaðurinn, sem var frábær, lagði svo upp færi fyrir Jordan á 54. mínútu en Asmir varði glæsilega. Á 61. mínútu komst Daniel Sturridge í færi sem var reyndar heldur þröngt en naumlega var bjargað í horn. Þremur mínútum seinna kom Jordan boltanum loksins framhjá Asmir en boltinn small í stöng! Jordan fékk boltann í vítateignum frá Iago sem var mjög sprækur. Tréverkið búið að bjarga tvívegis og markvörðurinn í banastuði. Kunnuglegt stef frá síðustu leiktíðum ekki satt?
Bosníumaðurinn átti enn eftir að verja meistaralega þegar ellefu mínútur voru eftir. Steven átti góða aukaspyrnu sem stefndi upp í vinkilinn en Asmir henti sér á eftir boltanum og varði meistaralega í horn. Eftir hornið var naumlega bjargað uppi við markið. Sem sagt það átti ekki að takast að gera út um leikinn og allt gat gerst fyrst einu marki munaði.
Það var því skiljanlega spenna í loftinu síðustu tíu mínúturnar. Á 82. mínútu ógnaði Stoke í fyrsta sinn í hálfleiknum. Varamaðurinn Charlie Adam datt þá allt í einu í hug að skjóta frá miðju úti við hliðarlínuna. Boltinn fór hátt í loft upp og datt svo niður rétt framan við markið og Simon þorði ekki annað en að slá boltann yfir markið. Ótrúlegt skot hjá Skotanum sem kannaðist greinilega vel við sig á vellinum þessum!
Stoke gafst ekki upp og líklega fengu ýmisr á tilfinninguna að þeir myndu ná marki áður en leiknum lyki. Allt leit út fyrir það þegar tvær mínútur voru eftir. Eftir aukaspyrnu handlék Daniel Agger boltann á furðulegan hátt og víti réttilega dæmt. Jonathan Walters tók það en Simon gerði sér lítið fyrir og varði neðst í hægra horninu. Boltinn hrökk út og Kenwyne Jones kom frákastinu á markið en Belginn varði í annan gang! Stórkostlegar markvörslur og fögnuðurinn, innan vallar sem utan, síst minni en þegar Daniel skoraði. Simon tryggði sigurinn svo einfalt var það nú!
Liverpool lék á köflum stórvel og sigurinn hefði átt að vera stærri og löngu tryggður áður en Simon kom til bjargar á ögurstundu. En endalokin voru algjörlega mögnuð og fara í annála á Anfield.
Mikla athygli vakti þegar Luis Suarez sást koma á Anfield fyrir leikinn með dóttur sína í fanginu. Hann sat uppi í stúku og fylgdist með leiknum. Ætli þá sé ekki búið að semja frið! Þess má geta að Jamie Carragher var mættur á Anfield til að fylgjast með liðinu sínu.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Toure, Agger, Enrique, Lucas, Gerrard, Henderson, Coutinho, Aspas (Sterling 72. mín.) og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Wisdom, Allen, Alberto, Ibe og Borini
Mark Liverpool: Daniel Sturridge (37. mín.)
Gult spjald: Kolo Toure.
Stoke City: Begovic, Cameron, Huth, Shawcross, Pieters, Wilson, Whelan (Adam 63. mín.), N´Zonzi, Walters, Etherington (Pennant 63. mín.) og Crouch (Jones 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Sorensen, Muniesa, Wilkinson og Jerome
Gult spjald: Steven N´Zonzi
Áhorfendur á Anfield Road: 44.822.
Maður leiksins: Simon Mignolet. Belginn átti ekki fullkominn leik og virtist taugaspenntur framan af en hann tryggði Liverpool sigur í sínum fyrsta leik með því að verja vítaspyrnu á síðustu stundu og svo aftur eftir frákastið. Algjörlega magnað!
Brendan Rodgers: Þetta var stórfín frammistaða í heildina séð en auðvitað fær markmaðurinn mesta hrósið þegar hann ver víti alveg undir lok leiksins. Það var frábær stemmning, dásamlegur dagur og fyrstu þrjú stigin af vonandi mörgum.
Til minnis!
- Daniel Sturridge skoraði fyrsta markið í deildinni á leiktíðinni.
- Simon Mignolet, Kolo Toure og Iago Aspas léku í fyrsta sinn með Liverpool.
- Markmaður hefur aldrei áður í sögu félagsins varið vítaspyrnu í fyrsta leik.
- Þrír fyrrum leikmenn Liverpool léku með Stoke. Peter Crouch, Jermaine Pennant og Charlie Adam tóku þátt í leiknum. Fengu þeir gott klapp á sínum gamla heimavelli.
- Sigurinn kom Liverpool á toppinn.
- Þetta var fyrsti heimasigur Liverpool á fyrsta leikdegi frá því í ágúst 2001. Michael Owen skoraði þá bæði mörk Liverpool í 2:1 sigri á West Ham United.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Brendan Rodgers tefldi þremur af nýliðum sínum í fyrsta leik leiktíðarinnar. Simon Mignolet stóð í markinu og þeir Kolo Toure og Iago Aspas tóku sínar stöður.
Frá fyrsta flauti setti Liverpool allt á fullt og það var ekki fyrr en eftir átta mínútur að segja mætti að gestirnir kæmust fram fyrir miðju. Þeir fengu þá horn og upp úr því kom sending fyrir. Simon og Peter Crouch stukku upp saman og Simon mistókst að slá boltann almennilega frá. Hann barst til Robert Huth og Þjóðverjinn þrumaði í þverslá. Þar slapp Liverpool með skrekkinn.
Á 11. mínútu steinlá boltinn í markinu hinu megin eftir skalla Daniel Sturridge en hann var réttilega dæmdur rangstæður. Steven Gerrard hafði sent fyrir úr aukaspyrnu. Tveimur mínútum síðar tók hann hornspyrnu frá hægri. Hún rataði á höfuðið á Kolo Toure en skallinn fór í þverslá og málum var svo bjargað uppi við markið.
Á 20. mínútu slapp Simon aftur með skrekkinn. Hann fékk þá boltann aftur en var of lengi að koma honum frá sér. Einn leikmanna Stoke sótti að honum og Simon sparkaði boltanum í hann. Boltinn hrökk eitthvað út í loftið og hefði allt eins getað farið í markið en sem betur fer ekki.
Annars sótti Liverpool mun meira og sóknirnar voru oft góðar og vel útfærðar. Ein slík kom á 29. mínútu og endaði með því að Jose Enrique komst inn á markteig en Asmir Begovic varði vel og ekki í síðasta skipti. Sex mínútum seinna sendi Philippe Coutinho á Jordan Henderson en Asmir varði.
En það kom að því að Liverpool skoraði. Á 37. mínútu fékk Daniel Sturridge boltann frá Iago Aspas, eftir gott samspil, rétt utan vítateigs og skoraði með hnitmiðuðu skoti neðst í hægra hornið. Asmir átti ekki möguleika og mikill fögnuður braust út hjá heimafólki í rigningunni. Ekki ólíkt síðasta marki síðustu leiktíðar sem Philippe skoraði gegn Q.P.R. Glæsilegt mark!
Þrátt fyrir tvenn mistök Simon fyrr í hálfleiknum þá var það hann sem varði hálfleiksforystuna þegar Stoke fór að sækja. Jonathan Walters náði föstu skoti utan teigs á 42. mínútu sem Simon sló framhjá. Á lokamínútu hálfsleiksins bjargaði svo Lucas Leiva á línu eftir atgang sem fylgdi horni.
Philippe hóf síðari hálfleikinn með því að komast inn á vítateiginn vinstra megin en hann hitti ekki markið. Brasilíumaðurinn, sem var frábær, lagði svo upp færi fyrir Jordan á 54. mínútu en Asmir varði glæsilega. Á 61. mínútu komst Daniel Sturridge í færi sem var reyndar heldur þröngt en naumlega var bjargað í horn. Þremur mínútum seinna kom Jordan boltanum loksins framhjá Asmir en boltinn small í stöng! Jordan fékk boltann í vítateignum frá Iago sem var mjög sprækur. Tréverkið búið að bjarga tvívegis og markvörðurinn í banastuði. Kunnuglegt stef frá síðustu leiktíðum ekki satt?
Bosníumaðurinn átti enn eftir að verja meistaralega þegar ellefu mínútur voru eftir. Steven átti góða aukaspyrnu sem stefndi upp í vinkilinn en Asmir henti sér á eftir boltanum og varði meistaralega í horn. Eftir hornið var naumlega bjargað uppi við markið. Sem sagt það átti ekki að takast að gera út um leikinn og allt gat gerst fyrst einu marki munaði.
Það var því skiljanlega spenna í loftinu síðustu tíu mínúturnar. Á 82. mínútu ógnaði Stoke í fyrsta sinn í hálfleiknum. Varamaðurinn Charlie Adam datt þá allt í einu í hug að skjóta frá miðju úti við hliðarlínuna. Boltinn fór hátt í loft upp og datt svo niður rétt framan við markið og Simon þorði ekki annað en að slá boltann yfir markið. Ótrúlegt skot hjá Skotanum sem kannaðist greinilega vel við sig á vellinum þessum!
Stoke gafst ekki upp og líklega fengu ýmisr á tilfinninguna að þeir myndu ná marki áður en leiknum lyki. Allt leit út fyrir það þegar tvær mínútur voru eftir. Eftir aukaspyrnu handlék Daniel Agger boltann á furðulegan hátt og víti réttilega dæmt. Jonathan Walters tók það en Simon gerði sér lítið fyrir og varði neðst í hægra horninu. Boltinn hrökk út og Kenwyne Jones kom frákastinu á markið en Belginn varði í annan gang! Stórkostlegar markvörslur og fögnuðurinn, innan vallar sem utan, síst minni en þegar Daniel skoraði. Simon tryggði sigurinn svo einfalt var það nú!
Liverpool lék á köflum stórvel og sigurinn hefði átt að vera stærri og löngu tryggður áður en Simon kom til bjargar á ögurstundu. En endalokin voru algjörlega mögnuð og fara í annála á Anfield.
Mikla athygli vakti þegar Luis Suarez sást koma á Anfield fyrir leikinn með dóttur sína í fanginu. Hann sat uppi í stúku og fylgdist með leiknum. Ætli þá sé ekki búið að semja frið! Þess má geta að Jamie Carragher var mættur á Anfield til að fylgjast með liðinu sínu.
Liverpool: Mignolet, Johnson, Toure, Agger, Enrique, Lucas, Gerrard, Henderson, Coutinho, Aspas (Sterling 72. mín.) og Sturridge. Ónotaðir varamenn: Jones, Wisdom, Allen, Alberto, Ibe og Borini
Mark Liverpool: Daniel Sturridge (37. mín.)
Gult spjald: Kolo Toure.
Stoke City: Begovic, Cameron, Huth, Shawcross, Pieters, Wilson, Whelan (Adam 63. mín.), N´Zonzi, Walters, Etherington (Pennant 63. mín.) og Crouch (Jones 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Sorensen, Muniesa, Wilkinson og Jerome
Gult spjald: Steven N´Zonzi
Áhorfendur á Anfield Road: 44.822.
Maður leiksins: Simon Mignolet. Belginn átti ekki fullkominn leik og virtist taugaspenntur framan af en hann tryggði Liverpool sigur í sínum fyrsta leik með því að verja vítaspyrnu á síðustu stundu og svo aftur eftir frákastið. Algjörlega magnað!
Brendan Rodgers: Þetta var stórfín frammistaða í heildina séð en auðvitað fær markmaðurinn mesta hrósið þegar hann ver víti alveg undir lok leiksins. Það var frábær stemmning, dásamlegur dagur og fyrstu þrjú stigin af vonandi mörgum.
Til minnis!
- Daniel Sturridge skoraði fyrsta markið í deildinni á leiktíðinni.
- Simon Mignolet, Kolo Toure og Iago Aspas léku í fyrsta sinn með Liverpool.
- Markmaður hefur aldrei áður í sögu félagsins varið vítaspyrnu í fyrsta leik.
- Þrír fyrrum leikmenn Liverpool léku með Stoke. Peter Crouch, Jermaine Pennant og Charlie Adam tóku þátt í leiknum. Fengu þeir gott klapp á sínum gamla heimavelli.
- Sigurinn kom Liverpool á toppinn.
- Þetta var fyrsti heimasigur Liverpool á fyrsta leikdegi frá því í ágúst 2001. Michael Owen skoraði þá bæði mörk Liverpool í 2:1 sigri á West Ham United.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu Liverpool Echo.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan