| Heimir Eyvindarson
Liverpool steinlá á heimavelli fyrir Aston Villa á síðustu leiktíð, en okkar menn náðu fram hefndum í seinni leiknum á Villa Park. Sá leikmaður Aston Villa sem tvímælalaust reyndist erfiðastur í fyrravetur var belgíska tröllið Benteke, sem skoraði 3 af 4 mörkum Villa gegn okkar mönnum í leikjunum tveimur. Belginn virðist vel stemmdur eftir sumarfríið, sem er vissulega áhyggjuefni.
Eins og sönnum stuðningsmanni Liverpool sæmir er ég fullur bjartsýni um þessar mundir. Sigur í fyrsta leiknum, þótt tæpur hefði verið, var afar kærkominn og gefur liðinu heilmikið sjálfstraust. Ef liðið spilar jafnvel og það gerði á löngum köflum gegn Stoke er allt eins víst að önnur 3 stig komi í hús í Birmingham á morgun. Ef það gerist ætti sjálfstraustið sem okkur hefur vantað svo sárlega í allt of langan tíma að vera komið. Það getur ýtt okkar mönnum yfir marga hindrunina. Ef, ef, ef.......
Hitt getur líka gerst, að við steinliggjum, rétt eins og Arsenal gerði um síðustu helgi. Það verður súrt, en við þekkjum það kæru félagar.
Ég ætla ekki að gera ráð fyrir þeim möguleika. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki styrkt sig með einhverjum kanónum í sumar og þrátt fyrir að enn eina ferðina hafi allt of mikið snúist um vitleysuna í kringum Luis Suarez þá lítur liðið vel út. Hópurinn er vissulega ekki sá breiðasti í deildinni, en okkar 11 manna byrjunarlið stenst hvaða liði í deildinni snúning á góðum degi. Kolo Toure leit vel út í fyrsta leik. Coutinho er að verða hið nýja uppáhald okkar allra og hver veit nema Daniel Sturridge slái loks í gegn. Ef, ef, ef.....
Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og spá þremur stigum í Birmingham.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Aston Villa v Liverpool
Liverpool steinlá á heimavelli fyrir Aston Villa á síðustu leiktíð, en okkar menn náðu fram hefndum í seinni leiknum á Villa Park. Sá leikmaður Aston Villa sem tvímælalaust reyndist erfiðastur í fyrravetur var belgíska tröllið Benteke, sem skoraði 3 af 4 mörkum Villa gegn okkar mönnum í leikjunum tveimur. Belginn virðist vel stemmdur eftir sumarfríið, sem er vissulega áhyggjuefni.
Eins og sönnum stuðningsmanni Liverpool sæmir er ég fullur bjartsýni um þessar mundir. Sigur í fyrsta leiknum, þótt tæpur hefði verið, var afar kærkominn og gefur liðinu heilmikið sjálfstraust. Ef liðið spilar jafnvel og það gerði á löngum köflum gegn Stoke er allt eins víst að önnur 3 stig komi í hús í Birmingham á morgun. Ef það gerist ætti sjálfstraustið sem okkur hefur vantað svo sárlega í allt of langan tíma að vera komið. Það getur ýtt okkar mönnum yfir marga hindrunina. Ef, ef, ef.......
Hitt getur líka gerst, að við steinliggjum, rétt eins og Arsenal gerði um síðustu helgi. Það verður súrt, en við þekkjum það kæru félagar.
Ég ætla ekki að gera ráð fyrir þeim möguleika. Þrátt fyrir að liðið hafi ekki styrkt sig með einhverjum kanónum í sumar og þrátt fyrir að enn eina ferðina hafi allt of mikið snúist um vitleysuna í kringum Luis Suarez þá lítur liðið vel út. Hópurinn er vissulega ekki sá breiðasti í deildinni, en okkar 11 manna byrjunarlið stenst hvaða liði í deildinni snúning á góðum degi. Kolo Toure leit vel út í fyrsta leik. Coutinho er að verða hið nýja uppáhald okkar allra og hver veit nema Daniel Sturridge slái loks í gegn. Ef, ef, ef.....
Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn og spá þremur stigum í Birmingham.
Úrskurður: 1-3
YNWA
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan