| Sf. Gutt
TIL BAKA
Brendan ætlar að læra af mistökum sínum!
Liverpool hefur Deildarbikarvegferð sína í kvöld þegar liðið mætir Notts County. Illa fór í keppninni í fyrra og Liverpool, sem hafði bikar að verja tapaði 1:3 á heimavelli fyrir Swansea City sem vann svo keppnina. Brendan Rodgers segist hafa gert slæm mistök í liðsvali sínu í fyrra sem hann ætlar að læra af! Hann sagði þetta á blaðamannafundi í gær.
,,Ég gerði nokkur mistök í hvernig ég breytti liðinu. Swansea mætti með sitt sterkasta lið en við ekki. Þeir unnu og við féllum úr leik. Þetta var svolítið erfiður tímapunktur því við vorum að spila í deildinni og leika Evrópuleiki. Deildarkeppnin skiptir mestu en það má læra af þessu."
,,Voandi verðum við miklu betri núna og ég held að liðshópurinn sé á allan hátt betur í stakk búinn en á síðasta ári. Bikarkeppnir eru mikilvægar fyrir okkur eins og deildin og við munum leggja okkur alla fram um að komast eins langt og við getum í þessari keppni."
Nú gengur ekki annað fyrir Brendan Rodgers en að koma Liverpool áfram í bikarkeppnunum. Liverpool féll úr leik í báðum keppnunum á skammarlegan hátt á síðustu leiktíð. Fyrst á heimavelli fyrir Swansea og svo í Oldham eins og allir muna.
Liverpool er ekki með í Evrópukeppni á þessari leiktíð og það er geysilega mikilvægt að komast sem lengst í bikarkeppnunum tveimur. Í sömu stöðu fyrir tveimur árum lagði Kenny Dalglish mikla áherslu á báðar ensku bikarana, vann Deildarbikarinn eins og allir muna og komst í úrslit í F.A. bikarnum. Allir muna eftir hversu mikil stemmning var í kringum þessar bikarvegferðir. Notts County er nú neðarlega í þriðju efstu deild án sigurs og Liverpool á að vinna öruggan sigur. Annað gengur bara ekki!
,,Ég gerði nokkur mistök í hvernig ég breytti liðinu. Swansea mætti með sitt sterkasta lið en við ekki. Þeir unnu og við féllum úr leik. Þetta var svolítið erfiður tímapunktur því við vorum að spila í deildinni og leika Evrópuleiki. Deildarkeppnin skiptir mestu en það má læra af þessu."
,,Voandi verðum við miklu betri núna og ég held að liðshópurinn sé á allan hátt betur í stakk búinn en á síðasta ári. Bikarkeppnir eru mikilvægar fyrir okkur eins og deildin og við munum leggja okkur alla fram um að komast eins langt og við getum í þessari keppni."
Nú gengur ekki annað fyrir Brendan Rodgers en að koma Liverpool áfram í bikarkeppnunum. Liverpool féll úr leik í báðum keppnunum á skammarlegan hátt á síðustu leiktíð. Fyrst á heimavelli fyrir Swansea og svo í Oldham eins og allir muna.
Liverpool er ekki með í Evrópukeppni á þessari leiktíð og það er geysilega mikilvægt að komast sem lengst í bikarkeppnunum tveimur. Í sömu stöðu fyrir tveimur árum lagði Kenny Dalglish mikla áherslu á báðar ensku bikarana, vann Deildarbikarinn eins og allir muna og komst í úrslit í F.A. bikarnum. Allir muna eftir hversu mikil stemmning var í kringum þessar bikarvegferðir. Notts County er nú neðarlega í þriðju efstu deild án sigurs og Liverpool á að vinna öruggan sigur. Annað gengur bara ekki!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan