| Sf. Gutt
TIL BAKA
Bill Shankly heiðraður á sunnudaginn!
Bill Shankly verður heiðraður á Anfield á sunnudaginn fyrir leik Liverpool og Manchester United. Á sunnudaginn verður fyrsti dagur september en á öðrum degi þess mánaðar árið 1913 fæddist Bill Shankly í þorpinu Glenbuck í Skotlandi.
Minningarathöfnin fer þannig fram að fyrir leikinn verður minning Bill heiðruð með því að áhorfendur klappa fyrir meistaranum í eina mínútu. Á meðan mun Kop stúkan mynda sérstakt myndverk honum til heiðurs.
Ian Ayre, forstjóri Liverpool, sagði meðal annars þetta þegar tilkynnt var minningarathöfnina í gær. ,,Nafn Bill Shankly er og verður alltaf samofið sögu Liverpool Football Club. Hann lagði grunninn sem gerði það að verkum að félagið fór jafnt og þétt vaxandi upp í það sem félagið er í dag."
Víst er að ekki minnkar stemmningin á leiknum við þessa minningarathöfn og nú er að vona að andi þessa mikla höfðingja efli leikmönnum Rauða hersins kraft og þor til sigurs á móti Englandsmeisturunum.
Margt hefur verið gert það sem af er árinu og meira er á dagskrá það sem eftir er af því til að heiðra aldarártíð Bill Shankly. Þessum tímamótum verða gerð skil hér á síðunni en nefna má að nú er Bill kominn á frímerki. Upplagt fyrir frímerkjasafnara, sem halda með Liverpool, að reyna að ná sér í það!
Hér má fræðast vel um Bill Shankly á sérstakri vefsíðu um hann.
Hér má skoða myndir úr sögu Liverpool og meðal annars af Bill.
Minningarathöfnin fer þannig fram að fyrir leikinn verður minning Bill heiðruð með því að áhorfendur klappa fyrir meistaranum í eina mínútu. Á meðan mun Kop stúkan mynda sérstakt myndverk honum til heiðurs.
Ian Ayre, forstjóri Liverpool, sagði meðal annars þetta þegar tilkynnt var minningarathöfnina í gær. ,,Nafn Bill Shankly er og verður alltaf samofið sögu Liverpool Football Club. Hann lagði grunninn sem gerði það að verkum að félagið fór jafnt og þétt vaxandi upp í það sem félagið er í dag."
Víst er að ekki minnkar stemmningin á leiknum við þessa minningarathöfn og nú er að vona að andi þessa mikla höfðingja efli leikmönnum Rauða hersins kraft og þor til sigurs á móti Englandsmeisturunum.
Margt hefur verið gert það sem af er árinu og meira er á dagskrá það sem eftir er af því til að heiðra aldarártíð Bill Shankly. Þessum tímamótum verða gerð skil hér á síðunni en nefna má að nú er Bill kominn á frímerki. Upplagt fyrir frímerkjasafnara, sem halda með Liverpool, að reyna að ná sér í það!
Hér má fræðast vel um Bill Shankly á sérstakri vefsíðu um hann.
Hér má skoða myndir úr sögu Liverpool og meðal annars af Bill.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan