| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fréttir af meiðslum
Brendan Rodgers var á blaðamannafundi í dag fyrir leikinn við Manchester United á sunnudaginn. Hann færði stuðningsmönnum góðar og slæmar fréttir.
Meiðsli Kolo Toure eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en hann var borinn af velli í 4-2 sigrinum á Notts County á þriðjudagskvöldið. Rodgers viðurkenndi að hann bjóst við hinu versta.
,,Meiðsli hans eru ekki nærri því eins alvarleg og við héldum í fyrstu," sagði stjórinn. ,,Við munum meta stöðuna á næstu 24-48 klukkustundum. Við vorum allir að hugsa að hann yrði lengi frá eftir leikinn, en hann hefur náð sér ótrúlega vel. Greiningin er ekki nærri því eins slæm og við héldum og við skulum sjá hvernig hann verður fyrir helgina."
,,Ef hann nær ekki leiknum um helgina þá held ég að eftir landsleikjahléð að hann verði ekki langt frá því að spila."
Stjórinn var einnig spurður um meiðsli þeirra Joe Allen og Aly Cissokho en þeir meiddust líka gegn Notts County.
,,Það er það sama með Joe, hann meiddi sig lítillega og það er því vafasamt með hann fyrir helgina," sagði Rodgers. ,,En klárlega verður hann tilbúinn strax eftir landsleikjahléð. Það er hinsvegar önnur staða með Cissokho. Hann gæti verið frá í fjórar til sex vikur sem er áfall því hann kom vel inn í hópinn og æfði vel í síðustu viku."
,,Hann er á hækjum núna og við verðum bara að fylgjast með þessu á næstu vikum. Hann verður auðvitað ekki tilbúinn í leikinn um helgina."
Meiðsli Kolo Toure eru ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu en hann var borinn af velli í 4-2 sigrinum á Notts County á þriðjudagskvöldið. Rodgers viðurkenndi að hann bjóst við hinu versta.
,,Meiðsli hans eru ekki nærri því eins alvarleg og við héldum í fyrstu," sagði stjórinn. ,,Við munum meta stöðuna á næstu 24-48 klukkustundum. Við vorum allir að hugsa að hann yrði lengi frá eftir leikinn, en hann hefur náð sér ótrúlega vel. Greiningin er ekki nærri því eins slæm og við héldum og við skulum sjá hvernig hann verður fyrir helgina."
,,Ef hann nær ekki leiknum um helgina þá held ég að eftir landsleikjahléð að hann verði ekki langt frá því að spila."
Stjórinn var einnig spurður um meiðsli þeirra Joe Allen og Aly Cissokho en þeir meiddust líka gegn Notts County.
,,Það er það sama með Joe, hann meiddi sig lítillega og það er því vafasamt með hann fyrir helgina," sagði Rodgers. ,,En klárlega verður hann tilbúinn strax eftir landsleikjahléð. Það er hinsvegar önnur staða með Cissokho. Hann gæti verið frá í fjórar til sex vikur sem er áfall því hann kom vel inn í hópinn og æfði vel í síðustu viku."
,,Hann er á hækjum núna og við verðum bara að fylgjast með þessu á næstu vikum. Hann verður auðvitað ekki tilbúinn í leikinn um helgina."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan