| Sf. Gutt
Það er alltaf mikið undir þegar Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína og það er alls ekkert öðruvísi að þessu sinni. Nú bregður svo við að Liverpool er fyrir ofan keppinauta sína. Liverpool er með sex stig og Manchester United fjögur. Reyndar eru aðeins tveir leikir að baki en Liverpool er með fullt hús og það væri ósegjanlega magnað að halda áfram og hafa níu stig eftir þrjá leiki! Hvað þá að vera þetta langt á undan Manchester United. En það borgar sig ekki að hugsa of langt fram í tímann. Það má þó alltf láta sig dreyma!
Ég spái því að Liverpool vinni 2:1 með mörkum Steven Gerrard og Jordan Henderson. Andi Bill Shankly mun blása leikmönnum Liverpool siguranda í brjóst. The Kop mun setja leikmenn Manchester United út af laginu og leggja sitt af mörkum til sigurs sem verður sérlega vel við hæfi að vinnist í tilefni dagsins. Shankly lifir að eilífu!
Vissir þú?
- Liverpool hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum fyrir Manchester United.
- Liverpool vann Machester United síðast í F.A. bikarnum í janúar 2012. Liverpool vann þá 2:1 með mörkum Daniel Agger og Dirk Kuyt.
- Daniel Sturridge er búinn að skora átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum.
- Daniel á 24. ára afmæli á morgun. Síðasti leikmaður Liverpool til að skora á afmælisdaginn sinn var Andy Carroll sem skoraði gegn Oldham 6. janúar 2012.
- Simon Mignolet hefur haldið marki sínu hreinu í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum hjá Liverpool.
- Brendan Rodgers hefur ekki enn sem komið er stýrt liði til sigurs á móti Manchester United.
- David Moyes hefur ekki enn stýrt liði til sigurs á Anfield. Hann fær sína þrettándu tilraun á morgun.
- Það var í febrúar 1986 sem Manchester United kom síðast á Anfield án þess að Alex Ferguson væri við stjórn. Fyrir þá sem muna svo langt aftur í tímann þá var vinsælasta lagið á Englandi þann daginn flutt af Billy Ocean. Leikurinn fór 1:1 og John Wark skoraði mark Liverpool. Þess má geta að á þessum tíma var David Moyes miðvörður hjá Bristol City í 3. deildinni.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa á Melwood fyrir leikinn.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Manchester United
Það er alltaf mikið undir þegar Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína og það er alls ekkert öðruvísi að þessu sinni. Nú bregður svo við að Liverpool er fyrir ofan keppinauta sína. Liverpool er með sex stig og Manchester United fjögur. Reyndar eru aðeins tveir leikir að baki en Liverpool er með fullt hús og það væri ósegjanlega magnað að halda áfram og hafa níu stig eftir þrjá leiki! Hvað þá að vera þetta langt á undan Manchester United. En það borgar sig ekki að hugsa of langt fram í tímann. Það má þó alltf láta sig dreyma!
Ég spái því að Liverpool vinni 2:1 með mörkum Steven Gerrard og Jordan Henderson. Andi Bill Shankly mun blása leikmönnum Liverpool siguranda í brjóst. The Kop mun setja leikmenn Manchester United út af laginu og leggja sitt af mörkum til sigurs sem verður sérlega vel við hæfi að vinnist í tilefni dagsins. Shankly lifir að eilífu!
Vissir þú?
- Liverpool hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum fyrir Manchester United.
- Liverpool vann Machester United síðast í F.A. bikarnum í janúar 2012. Liverpool vann þá 2:1 með mörkum Daniel Agger og Dirk Kuyt.
- Daniel Sturridge er búinn að skora átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum.
- Daniel á 24. ára afmæli á morgun. Síðasti leikmaður Liverpool til að skora á afmælisdaginn sinn var Andy Carroll sem skoraði gegn Oldham 6. janúar 2012.
- Simon Mignolet hefur haldið marki sínu hreinu í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum hjá Liverpool.
- Brendan Rodgers hefur ekki enn sem komið er stýrt liði til sigurs á móti Manchester United.
- David Moyes hefur ekki enn stýrt liði til sigurs á Anfield. Hann fær sína þrettándu tilraun á morgun.
- Það var í febrúar 1986 sem Manchester United kom síðast á Anfield án þess að Alex Ferguson væri við stjórn. Fyrir þá sem muna svo langt aftur í tímann þá var vinsælasta lagið á Englandi þann daginn flutt af Billy Ocean. Leikurinn fór 1:1 og John Wark skoraði mark Liverpool. Þess má geta að á þessum tíma var David Moyes miðvörður hjá Bristol City í 3. deildinni.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa á Melwood fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan