| Sf. Gutt
Það er alltaf mikið undir þegar Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína og það er alls ekkert öðruvísi að þessu sinni. Nú bregður svo við að Liverpool er fyrir ofan keppinauta sína. Liverpool er með sex stig og Manchester United fjögur. Reyndar eru aðeins tveir leikir að baki en Liverpool er með fullt hús og það væri ósegjanlega magnað að halda áfram og hafa níu stig eftir þrjá leiki! Hvað þá að vera þetta langt á undan Manchester United. En það borgar sig ekki að hugsa of langt fram í tímann. Það má þó alltf láta sig dreyma!
Liverpool náði að herja áframhald í Deildarbikarnum núna fyrr í vikunni. Það þurfti þó framlengingu og læti til að leggja Notts County, sem leikur í þriðju deild, að velli. Það sem verra var Liverpool þurfti að nota sína bestu menn alllan tímann en reyndar náðu þeir ekki allir að ljúka leiknum því þrír meiddust. Verst er með meiðsli Kolo Toure sem hefur byrjað feril sinn hjá Liverpool eins og best verður á kosið.
Í fyrsta sinn frá því á síðari hluta síðustu aldar verður það ekki Alex Ferguson sem leggur á ráðin með leikmönnum Manchester United í gestabúningsherberginu á Anfield. Nú er komið að David Moyes að vera í því hlutverki. Margir telja að brottför gamla mannsins muni valda því að meistaraliðið verði ekki jafn sterkt og á síðustu leiktíð. Það er nú vandséð hvers vegna það ætti að vera því sömu menn eru í liðinu en vonandi hafa þeir sem þessu spá rétt fyrir sér!
Á morgun verður önnur skosk goðsögn heiðruð í Musterinu. Núna á mánudaginn verður öld liðin frá því Bill Shankly kom inn í þetta jarðlíf. Í tilefni af þeim tímamótum verður glaðst á Anfield Road þar sem hann lifði og hrærðist frá 1959 til 1974. Fyrir leik verður klappað fyrir meistaranum í eina mínútu. En hvað hefði hann sagt við sína menn fyrir stórleik við Manchester United? Það er næsta víst að hann hefði krafist þess af leikmönnum sínum að þeir myndu berjast til síðasta blóðdropa. Láta boltann ganga hratt milli manna og dekka mótherja sína almennilega. Fá stuðningsmennina með sér með því að berjast eins og ljón og vinna leikinn! Liverpool er nefnilega betra en Manchester United svo ekki sé nú talað um að leikmenn Rauða hersins eru líka mun stærri og sterkari en menn Rauðu djöflanna!
Ég spái því að Liverpool vinni 2:1 með mörkum Steven Gerrard og Jordan Henderson. Andi Bill Shankly mun blása leikmönnum Liverpool siguranda í brjóst. The Kop mun setja leikmenn Manchester United út af laginu og leggja sitt af mörkum til sigurs sem verður sérlega vel við hæfi að vinnist í tilefni dagsins. Shankly lifir að eilífu!
Vissir þú?
- Liverpool hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum fyrir Manchester United.
- Liverpool vann Machester United síðast í F.A. bikarnum í janúar 2012. Liverpool vann þá 2:1 með mörkum Daniel Agger og Dirk Kuyt.
- Daniel Sturridge er búinn að skora átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum.
- Daniel á 24. ára afmæli á morgun. Síðasti leikmaður Liverpool til að skora á afmælisdaginn sinn var Andy Carroll sem skoraði gegn Oldham 6. janúar 2012.
- Simon Mignolet hefur haldið marki sínu hreinu í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum hjá Liverpool.
- Brendan Rodgers hefur ekki enn sem komið er stýrt liði til sigurs á móti Manchester United.
- David Moyes hefur ekki enn stýrt liði til sigurs á Anfield. Hann fær sína þrettándu tilraun á morgun.
- Það var í febrúar 1986 sem Manchester United kom síðast á Anfield án þess að Alex Ferguson væri við stjórn. Fyrir þá sem muna svo langt aftur í tímann þá var vinsælasta lagið á Englandi þann daginn flutt af Billy Ocean. Leikurinn fór 1:1 og John Wark skoraði mark Liverpool. Þess má geta að á þessum tíma var David Moyes miðvörður hjá Bristol City í 3. deildinni.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa á Melwood fyrir leikinn.
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Manchester United
Það er alltaf mikið undir þegar Liverpool og Manchester United leiða saman hesta sína og það er alls ekkert öðruvísi að þessu sinni. Nú bregður svo við að Liverpool er fyrir ofan keppinauta sína. Liverpool er með sex stig og Manchester United fjögur. Reyndar eru aðeins tveir leikir að baki en Liverpool er með fullt hús og það væri ósegjanlega magnað að halda áfram og hafa níu stig eftir þrjá leiki! Hvað þá að vera þetta langt á undan Manchester United. En það borgar sig ekki að hugsa of langt fram í tímann. Það má þó alltf láta sig dreyma!
Liverpool náði að herja áframhald í Deildarbikarnum núna fyrr í vikunni. Það þurfti þó framlengingu og læti til að leggja Notts County, sem leikur í þriðju deild, að velli. Það sem verra var Liverpool þurfti að nota sína bestu menn alllan tímann en reyndar náðu þeir ekki allir að ljúka leiknum því þrír meiddust. Verst er með meiðsli Kolo Toure sem hefur byrjað feril sinn hjá Liverpool eins og best verður á kosið.
Í fyrsta sinn frá því á síðari hluta síðustu aldar verður það ekki Alex Ferguson sem leggur á ráðin með leikmönnum Manchester United í gestabúningsherberginu á Anfield. Nú er komið að David Moyes að vera í því hlutverki. Margir telja að brottför gamla mannsins muni valda því að meistaraliðið verði ekki jafn sterkt og á síðustu leiktíð. Það er nú vandséð hvers vegna það ætti að vera því sömu menn eru í liðinu en vonandi hafa þeir sem þessu spá rétt fyrir sér!
Á morgun verður önnur skosk goðsögn heiðruð í Musterinu. Núna á mánudaginn verður öld liðin frá því Bill Shankly kom inn í þetta jarðlíf. Í tilefni af þeim tímamótum verður glaðst á Anfield Road þar sem hann lifði og hrærðist frá 1959 til 1974. Fyrir leik verður klappað fyrir meistaranum í eina mínútu. En hvað hefði hann sagt við sína menn fyrir stórleik við Manchester United? Það er næsta víst að hann hefði krafist þess af leikmönnum sínum að þeir myndu berjast til síðasta blóðdropa. Láta boltann ganga hratt milli manna og dekka mótherja sína almennilega. Fá stuðningsmennina með sér með því að berjast eins og ljón og vinna leikinn! Liverpool er nefnilega betra en Manchester United svo ekki sé nú talað um að leikmenn Rauða hersins eru líka mun stærri og sterkari en menn Rauðu djöflanna!
Ég spái því að Liverpool vinni 2:1 með mörkum Steven Gerrard og Jordan Henderson. Andi Bill Shankly mun blása leikmönnum Liverpool siguranda í brjóst. The Kop mun setja leikmenn Manchester United út af laginu og leggja sitt af mörkum til sigurs sem verður sérlega vel við hæfi að vinnist í tilefni dagsins. Shankly lifir að eilífu!
Vissir þú?
- Liverpool hefur tapað þremur síðustu leikjum sínum fyrir Manchester United.
- Liverpool vann Machester United síðast í F.A. bikarnum í janúar 2012. Liverpool vann þá 2:1 með mörkum Daniel Agger og Dirk Kuyt.
- Daniel Sturridge er búinn að skora átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum.
- Daniel á 24. ára afmæli á morgun. Síðasti leikmaður Liverpool til að skora á afmælisdaginn sinn var Andy Carroll sem skoraði gegn Oldham 6. janúar 2012.
- Simon Mignolet hefur haldið marki sínu hreinu í fyrstu tveimur deildarleikjum sínum hjá Liverpool.
- Brendan Rodgers hefur ekki enn sem komið er stýrt liði til sigurs á móti Manchester United.
- David Moyes hefur ekki enn stýrt liði til sigurs á Anfield. Hann fær sína þrettándu tilraun á morgun.
- Það var í febrúar 1986 sem Manchester United kom síðast á Anfield án þess að Alex Ferguson væri við stjórn. Fyrir þá sem muna svo langt aftur í tímann þá var vinsælasta lagið á Englandi þann daginn flutt af Billy Ocean. Leikurinn fór 1:1 og John Wark skoraði mark Liverpool. Þess má geta að á þessum tíma var David Moyes miðvörður hjá Bristol City í 3. deildinni.
Hér má sjá leikmenn Liverpool æfa á Melwood fyrir leikinn.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan