| Sf. Gutt
Philippe Coutinho telur að það sé meiri eldmóður og spenna í leikjum Liverpool og Manchester United en grannaslagnum í Mílanó. Brasilíski strákurinn lék með Inter gegn AC Milan en hann heldur að það verði enn meiri djöfulgangur þegar Liverpool og Manchester United mætast.
,,Ég hef enn ekki fengið tækifæri til að spila á móti United en það sem ég hef heyrt um sögu félaganna þá held ég að það verði enn meiri eldmóður og spenna en í Milan grannaslagnum. Það er meira kapp í leikjum á Englandi en Ítalíu. Hver einasti leikur er erfiður því dómarinn flautar ekki jafn mikið og á Ítalíu og öll liðin berjast eins og það sé úrslitaleikur. Mér finnst meira gaman að leika á Englandi því maður þarf að hugsa hraðar. Hraðinn í leik er meiri svo maður hefur ekki mikinn tíma til umhugsunar."
Philippe hefur verið frábær frá því hann kom til Liverpool í janúar. Hann hefur enn ekki tekið þátt í leik milli Liverpool og Manchester United og það verður gaman að sjá hvernig honum gengur í djöfulganginum sem tíðkast í þeim leikjum. Nú reynir á piltinn og hann getur gengið að því vísu að hann fær ekki mikinn tíma til að hugsa málið á Anfield í dag!
TIL BAKA
Meiri spenna en í Mílanó!

,,Ég hef enn ekki fengið tækifæri til að spila á móti United en það sem ég hef heyrt um sögu félaganna þá held ég að það verði enn meiri eldmóður og spenna en í Milan grannaslagnum. Það er meira kapp í leikjum á Englandi en Ítalíu. Hver einasti leikur er erfiður því dómarinn flautar ekki jafn mikið og á Ítalíu og öll liðin berjast eins og það sé úrslitaleikur. Mér finnst meira gaman að leika á Englandi því maður þarf að hugsa hraðar. Hraðinn í leik er meiri svo maður hefur ekki mikinn tíma til umhugsunar."
Philippe hefur verið frábær frá því hann kom til Liverpool í janúar. Hann hefur enn ekki tekið þátt í leik milli Liverpool og Manchester United og það verður gaman að sjá hvernig honum gengur í djöfulganginum sem tíðkast í þeim leikjum. Nú reynir á piltinn og hann getur gengið að því vísu að hann fær ekki mikinn tíma til að hugsa málið á Anfield í dag!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan