| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Á sunnudaginn halda leikmenn Liverpool norður í land til að etja kappi við Sunderland. Það er kominn tími á sigur á Leikvangi Ljóssins en í síðustu tveim heimsóknum hefur Liverpool ekki unnið.
Eftir svekkjandi tap gegn Manchester United í Deildarbikarnum í vikunni og enn meira svekkjandi tap á heimavelli gegn Southampton í síðustu umferð er nánast gerð sú krafa að leikmenn liðsins skili sigri á sunnudag.
Ef litið er á síðustu leiki liðanna á heimavelli Sunderland má sjá að í síðustu 6 heimsóknum þangað hafa unnist 3 sigrar, 1 jafntefli hefur náðst og 2 leikir tapast. Síðasti sigur Liverpool kom þann 20. mars árið 2011 er þeir Dirk Kuyt og Luis Suarez skoruðu mörkin. Tímabilið þar á eftir, einnig í mars, tapaðist deildarleikur 0-1 þar sem lánsmaðurinn Nicklas Bendtner skoraði markið. Í fyrra, nánar tiltekið þann 15. september lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Steven Fletcher kom heimamönnum yfir á 29. mínútu og þrátt fyrir mörg góð færi náðu leikmenn Liverpool aðeins að skora eitt mark er Luis Suarez kom boltanum í netið á 71. mínútu.
Það er því eins og áður sagði kominn tími til að ná í þrjú stig á Leikvangi Ljóssins. Engin ný meiðslavandræði eru í leikmannahópnum eftir leikinn á miðvikudagskvöldið og líklegt er talið að Daniel Agger sé klár í slaginn. Hann viðurkenndi það sjálfur eftir leikinn við Southampton að hann hefði ekki átt að spila þann leik. Joe Allen er ekki enn búinn að ná sér vegna meiðsla í nára og mun ekki spila þennan leik, aðrir leikmenn eru klárir í slaginn og ekki þarf að taka það fram að Luis Suarez er hér að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir Liverpool síðan í apríl !
Ef horft er til baka og litið á viðureignir liðanna í gegnum tíðina má sjá að Liverpool hafa oftar en ekki borið sigur úr býtum á heimavelli Svörtu kattanna eins og þeir eru nefndir. Það er í raun aðeins á undanförnum árum sem illa hefur gengið að vinna sigur gegn þeim. Í öllum leikjum liðanna Í Úrvalsdeild á þessum velli, eða 12 talsins hafa Liverpool unnið 7 sigra, Sunderland sigrað 3 og tvisvar sinnum hafa liðin skilið jöfn. Einn af þessum sigurleikjum Sunderland er hinn alræmdi sundboltaleikur þar sem ólöglegt mark Darren Bent á fimmtu mínútu reyndist vera eina mark leiksins.
Sunderland eru sem stendur ekki með knattspyrnustjóra en hinn litríki Paulo Di Canio var rekinn eftir síðustu umferð þar sem Sunderland töpuðu 3-0 á útivelli gegn West Bromwich Albion. Það er því ljóst að leikmenn liðsins vilja ólmir sýna sig og sanna á ný en liðið situr í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 1 stig. Því miður verður að segjast að Liverpool hefur oftar en ekki gengið illa með lið sem nýlega hafa rekið stjórann sinn og sitja neðarlega í deild. Vonandi verður það ekki raunin nú og eftir tvo tapleiki í röð þurfa leikmenn Brendan Rodgers að rífa sig upp á ný og koma sér aftur á beinu brautina. Liðið er í 5. sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Manchester City og Chelsea sem eru í sætunum fyrir ofan.
Heimamenn verða án Steven Fletcher, Wes Brown og Philipp Bardsley. Óvíst er svo hvort þeir John O'Shea, og fyrrum leikmaður Liverpool Andrea Dossena verði klárir í slaginn en það er þó líklegra en ekki.
Simon Mignolet er svo auðvitað að koma þarna á sinn gamla heimavöll og fær hann væntanlega góðar móttökur frá fyrrum stuðningsmönnum sínum en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum ein aðalástæða þess að Sunderland hélt sæti sínu í deildinni á síðasta tímabili. Jordan Henderson er svo einnig að leika gegn sínum gömlu félögum í þriðja sinn á sínum gamla heimavelli.
Svo er það spáin sjálf, úr vöndu er að ráða með það eins og oft áður en sigur vinnst að þessu sinni. Heimamenn munu byrja vel og líklega vilja leikmenn sýna stuðningsmönnum sínum að þeir séu fegnir því að vera lausir undan ofríki Di Canio. En gestirnir verða þéttir fyrir og munu ekki láta valta yfir sig. Lokatölur verða 1-2 og Liverpool vonandi því aftur komnir á beinu brautina.
Eftir svekkjandi tap gegn Manchester United í Deildarbikarnum í vikunni og enn meira svekkjandi tap á heimavelli gegn Southampton í síðustu umferð er nánast gerð sú krafa að leikmenn liðsins skili sigri á sunnudag.
Ef litið er á síðustu leiki liðanna á heimavelli Sunderland má sjá að í síðustu 6 heimsóknum þangað hafa unnist 3 sigrar, 1 jafntefli hefur náðst og 2 leikir tapast. Síðasti sigur Liverpool kom þann 20. mars árið 2011 er þeir Dirk Kuyt og Luis Suarez skoruðu mörkin. Tímabilið þar á eftir, einnig í mars, tapaðist deildarleikur 0-1 þar sem lánsmaðurinn Nicklas Bendtner skoraði markið. Í fyrra, nánar tiltekið þann 15. september lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Steven Fletcher kom heimamönnum yfir á 29. mínútu og þrátt fyrir mörg góð færi náðu leikmenn Liverpool aðeins að skora eitt mark er Luis Suarez kom boltanum í netið á 71. mínútu.
Það er því eins og áður sagði kominn tími til að ná í þrjú stig á Leikvangi Ljóssins. Engin ný meiðslavandræði eru í leikmannahópnum eftir leikinn á miðvikudagskvöldið og líklegt er talið að Daniel Agger sé klár í slaginn. Hann viðurkenndi það sjálfur eftir leikinn við Southampton að hann hefði ekki átt að spila þann leik. Joe Allen er ekki enn búinn að ná sér vegna meiðsla í nára og mun ekki spila þennan leik, aðrir leikmenn eru klárir í slaginn og ekki þarf að taka það fram að Luis Suarez er hér að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir Liverpool síðan í apríl !
Ef horft er til baka og litið á viðureignir liðanna í gegnum tíðina má sjá að Liverpool hafa oftar en ekki borið sigur úr býtum á heimavelli Svörtu kattanna eins og þeir eru nefndir. Það er í raun aðeins á undanförnum árum sem illa hefur gengið að vinna sigur gegn þeim. Í öllum leikjum liðanna Í Úrvalsdeild á þessum velli, eða 12 talsins hafa Liverpool unnið 7 sigra, Sunderland sigrað 3 og tvisvar sinnum hafa liðin skilið jöfn. Einn af þessum sigurleikjum Sunderland er hinn alræmdi sundboltaleikur þar sem ólöglegt mark Darren Bent á fimmtu mínútu reyndist vera eina mark leiksins.
Sunderland eru sem stendur ekki með knattspyrnustjóra en hinn litríki Paulo Di Canio var rekinn eftir síðustu umferð þar sem Sunderland töpuðu 3-0 á útivelli gegn West Bromwich Albion. Það er því ljóst að leikmenn liðsins vilja ólmir sýna sig og sanna á ný en liðið situr í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 1 stig. Því miður verður að segjast að Liverpool hefur oftar en ekki gengið illa með lið sem nýlega hafa rekið stjórann sinn og sitja neðarlega í deild. Vonandi verður það ekki raunin nú og eftir tvo tapleiki í röð þurfa leikmenn Brendan Rodgers að rífa sig upp á ný og koma sér aftur á beinu brautina. Liðið er í 5. sæti deildarinnar, með jafnmörg stig og Manchester City og Chelsea sem eru í sætunum fyrir ofan.
Heimamenn verða án Steven Fletcher, Wes Brown og Philipp Bardsley. Óvíst er svo hvort þeir John O'Shea, og fyrrum leikmaður Liverpool Andrea Dossena verði klárir í slaginn en það er þó líklegra en ekki.
Simon Mignolet er svo auðvitað að koma þarna á sinn gamla heimavöll og fær hann væntanlega góðar móttökur frá fyrrum stuðningsmönnum sínum en hann var að öðrum leikmönnum ólöstuðum ein aðalástæða þess að Sunderland hélt sæti sínu í deildinni á síðasta tímabili. Jordan Henderson er svo einnig að leika gegn sínum gömlu félögum í þriðja sinn á sínum gamla heimavelli.
Svo er það spáin sjálf, úr vöndu er að ráða með það eins og oft áður en sigur vinnst að þessu sinni. Heimamenn munu byrja vel og líklega vilja leikmenn sýna stuðningsmönnum sínum að þeir séu fegnir því að vera lausir undan ofríki Di Canio. En gestirnir verða þéttir fyrir og munu ekki láta valta yfir sig. Lokatölur verða 1-2 og Liverpool vonandi því aftur komnir á beinu brautina.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan