| Sf. Gutt
Boltinn fór greinilega og þó ekki greinilega í hægri hendina á Daniel Sturridge þegar hann skoraði fyrsta mark Liverpool á móti Sunderland. Enginn leikmanna Sunderland mótmælti enda leit allt út fyrir að Daniel hefði skallað boltann eins og hann ætlaði. Daniel segir það hafa verið óvart að hendin skyldi koma við sögu.
,,Þetta var frábær sending frá Stevie og ég reyndi auðvitað að koma enninu í boltann. En skallatæknin mín er greinilega ekki nógu góð. Ég missti af boltanum og hann fór af hendinni og þaðan í netið. Ég gerði það þó ekki viljandi. Svona hlutir geta einfaldlega gerst."
Þeir Daniel Sturridge og Luis Suarez náðu mjög vel saman í sókninni hjá Liverpool og skoruðu öll þrjú mörkin. Daniel var ánægður með samvinnu þeirra.
,,Hann er einn besti framherjinn í deildinni og það er frábært að hann sé kominn aftur. Við náðum vel saman og vonandi getum við haldið því áfram. Keppnistímabilið er rétt að hefjast. Við tökum einn leik fyrir í einu og það er aðalmálið."
Glen Johnson sagði eftir leikinn að heimamenn í Sunderland hefðu ekki efni á að kvarta þó að boltinn skyldi fara í markið eftir að Daniel handlék hann. Hann sagðist ekki vera búinn að gleyma ,,sundboltamarkinu" sem tryggði Sunderland 1:0 sigur á Liverpool á leiktíðinni 2009/10! Það mark var auðvitað eins kolólöglegt og mest mátti vera.
TIL BAKA
Notaði hendina óvart

,,Þetta var frábær sending frá Stevie og ég reyndi auðvitað að koma enninu í boltann. En skallatæknin mín er greinilega ekki nógu góð. Ég missti af boltanum og hann fór af hendinni og þaðan í netið. Ég gerði það þó ekki viljandi. Svona hlutir geta einfaldlega gerst."
Þeir Daniel Sturridge og Luis Suarez náðu mjög vel saman í sókninni hjá Liverpool og skoruðu öll þrjú mörkin. Daniel var ánægður með samvinnu þeirra.
,,Hann er einn besti framherjinn í deildinni og það er frábært að hann sé kominn aftur. Við náðum vel saman og vonandi getum við haldið því áfram. Keppnistímabilið er rétt að hefjast. Við tökum einn leik fyrir í einu og það er aðalmálið."
Glen Johnson sagði eftir leikinn að heimamenn í Sunderland hefðu ekki efni á að kvarta þó að boltinn skyldi fara í markið eftir að Daniel handlék hann. Hann sagðist ekki vera búinn að gleyma ,,sundboltamarkinu" sem tryggði Sunderland 1:0 sigur á Liverpool á leiktíðinni 2009/10! Það mark var auðvitað eins kolólöglegt og mest mátti vera.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Heimir Eyvindarson
Hvað sem hver segir -
| Sf. Gutt
Fyrsta deildartapið frá í haust! -
| Sf. Gutt
Gríðarlega mikilvægur sigur! -
| Mummi
Aðalfundur Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Hundraðasti sigur Liverpool á Everton! -
| Sf. Gutt
Í síðasta sinn í gegnum Stanley garðinn! -
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn
Fréttageymslan