| Sf. Gutt
TIL BAKA
Toppsætið tryggt fyrir framan Kónginn!
Liverpool vann í dag sigur fyrir framan Kónginn á Anfield og sigurinn sá kom Liverpool í efsta sæti deildarinnar. Crystal Palace átti ekki möguleika og Liverpool vann 3:1. Sigurinn hefði þó átt að verða mun stærri ef kné hefði verið látið fylgja kviði. En það er ekki rétt að kvarta yfir því að vera á toppnum og fyrirliðinn setti félagsmet.
Kóngurinn tók nýtt sæti sitt í stjórnarstúkunni fyrir leik og var vel tekið. Síðast þegar Kenny Dalglish var í starfi á Anfield var hann framkvæmdastjóri Liverpool og stýrði liðinu sínu til 4:1 sigurs á Chelsea.
Brendan Rodgers eftirmaður hans valdi sama lið og síðast utan hvað hann varð að gera breytingu vegna leikbanns Lucas Leiva. Raheem Sterling kom inn í liðið. Luis Suarez lék sinn fyrsta leik á heimavelli á leiktíðinni og gekk til leiks með nýfæddan son sinn og dóttur. Öllum var vel tekið!
Síðast þegar Liverpool lék á heimavelli fór allt á versta veg á móti Southampton. Leikmenn Liverpool voru sofandi frá upphafi leiks og óvænt tap varð niðurstaða. Leikmenn Liverpool voru nú glaðvakandi frá fyrstu mínútu og tóku völdin snúningalaust. Á 11. mínútu kom góð fyrirgjöf frá vinstri. Victor Moses fékk boltinn á auðum sjó en hann náði ekki valdi á boltinum sem hrökk aftur til markvarðar Palace.
Ernirnir sluppu ekki lengur en í tvær mínútur í viðbót. Jose Enrique sendi boltann fyrir frá vinstri eftir samspil við Luis Suarez. Luis fékk boltann í vítateignum, lék til hliðar en datt kylliflatur. Hættan virtist liðin hjá en Luis var ekki hættur og náði að sópa boltanum liggjandi í markið. Magnað hjá þessum magnaða leikmanni. Hann fagnaði svo með stuðningsmönnum Liverpool eins og allt ruglið í sumar hefði aldrei gerst!
Strax í næstu sókn komst Daniel Sturridge í færi hægra megin en Julian Speroni varði naumlega í horn. Liverpool bætti svo við á 17. mínútu. Jose sendi langa sendingu fram vinstri kantinn. Daniel Sturride tók við sendingunni og lék fram að marki Palace. Einn varnarmaður var aðallega til varnar en Daniel lék á hann oftar en einu sinni þannig að hann vissi ekkert hvað sneri upp eða niður. Hann þrumaði boltanum svo neðst í fjærhornið. Enn eitt glæsimarkið hjá Daniel frá því hann kom til Liverpool!
Yfirburðir Liverpool voru algerir en það örlaði þó á einbeitingarskorti í vörninni um miðjan hálfleikinn. Jimmy Kebe kom sér inn í vítateignn og var við að koma boltanum í markið þegar Kolo Toure bjargaði. Sóknin hélt áfram og Simon varði skot sem breytti um stefnu með snöggum viðbrögðum. Litlu síðar var svo Mamadou Sakho rétt búinn að sparka boltanum í eigið mark þegar hann hitti illa eftir fyrirgjöf gestanna en allt fór vel.
Þrátt fyrir þessa tilburði Palace áttu þeir ekkert í leiknum og Liverpool fékk víti þegar Dean Moxey togaði aðeins í Raheem sem var að stinga sér inn í vítateiginn. Línuvörðurinn ákvað að víti skyldi dæmt en atvikið gerðist alveg við vítateigslínuna. Snertingin var varla merkjanleg en Raheem var kominn inn í vítateiginn þótt litlu mætti muna. Steven Gerrard tók vítið og skoraði með því að senda Julian í vitlaust horn. Um leið og boltinn fór yfir marklínuna var komin staðfesting á því að Steven hefði sett félagsmet með því að skora 15. keppnistímabilið í röð í deildarkeppninni. Nú voru 38 mínútur liðnar og allt stefndi í stórsigur.
Enn ógnaði Liverpool þegar Luis tók rispu vinstra megin og sendi fyrir á Victor sem stóð örfáa sentimetra frá opnu marki. Hann þurfti bara að stjaka boltanum í markið en rakst þess í stað einhvern veginn í boltann sem hrökk í þverslána. Algjörlega óskiljanlegt að Victor skyldi ekki koma knettinum í markið. Kannski gat hann bara ekki skorað á móti uppeldisfélaginu sínu eða hvað? Á síðustu mínútu hálfleiksins gerði Luis enn usla en Julian varði vel. Gestirnir voru líklega ánægðir með að staðan var ekki verri þegar leikhlé hófst.
Allir áttu von á því að leikmenn Liverpool mundu láta kné fylgja kviði í síðari hálfleik en það gerðist ekki! Rauðliðar hættu eiginlega bara alveg og það var í raun ótrúlegt að slakað skyldi svona á því góður möguleiki virtist á að bæta markatöluna. Það gerðist ekki neitt þar til tæpur stundarfjórðungur var eftir en þá skoruðu Ernirnir upp úr þurru. Varamaðurinn Dwight Gayle skallaði aukaspyrnu frá vinstri aftur fyrir sig og í markið. Laglega gert hjá Palace en sofandahátturinn í vörn Liverpool var algjör.
Leikmenn Liverpool fóru ekkert meira í gang þrátt fyrir þetta en fimm mínútum fyriri leikslok kom loksins almennileg marktilraun. Luis lék upp vinstra megin og lagði boltann út á Daniel Sturridge en skot hans fór í stöngina innanverða. Niðurstaðan var öruggur sigur og Liverpool fór á toppinn en sigurinn hefði átt að geta verið miklu stærri ef menn hefðu haldið áfram á sömu braut og í fyrri hálfleik allan leikinn. En Liverpool er á toppnum og ekki rétt að kvarta mikið!
Liverpool: Mignolet, Toure, Skrtel, Sakho (Agger 66. mín.), Sterling, Gerrard, Henderson, Enrique, Moses (Alberto 66. mín.), Suarez og Sturridge (Aspas 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Ilori, Wisdom og Ibe.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (13. mín.), Daniel Sturrdige (17. mín.) og Steven Gerrard, víti, (38. mín.).
Gul spjöld: Raheem Sterling og Iago Aspas.
Crystal Palace: Speroni, Ward, Mariappa, Delaney, Moxey, Puncheon, O´Keefe, Jedinak, Kebe, Chamakh (Bolasie 68. mín.) og Jerome (Gayle 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Price, Guedioura, Inniss og Phillips.
Mark Crystal Palace: Dwight Gayle (76. mín.).
Gult spjald: Stuart O´Keefe.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.721.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Líklega voru þeir félagar í sókninni betri og fá mesta hrósið. Jordan var þó einn fárra leikmanna Liverpool sem spilaði allan leikinn af fullri einbeitingu. Hann er búinn að standa sig stórvel á leiktíðinni og þetta var með allra bestu leikjum hans.
Brendan Rodgers: Ég er ekki þjálfari sem er sama um allt bara ef sigur næst. Ég hef áhyggjur af því hvernig liðið spilar og hvernig stjórn er höfð á leik. Við vorum stórgóðir frammi, hreyfingin og spil var til sóma. En það er mikið verk óunnið því ég var vonsvikinn með að við skyldum ekki hafa almennilega stjórn á leiknum.
Fróðleikur:
- Luis Suarez skoraði í þriðja sinn á leiktíðinni og það í þremur leikjum.
- Daniel Sturridge er nú kominn með átta mörk á þessu keppnistímabili.
- Hann er sem stendur markahæstur í deildinni.
- Steven Gerrard opnaði markareikning sinn á þessari sparktíð.
- Hann hefur nú skorað á 15 keppnistímabilum í röð og hefur slíkt ekki áður verið afrekað í sögu Liverpool!
- Markið var númer 160 sem Steven skorar fyrir Liverpool í 639 leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Kóngurinn tók nýtt sæti sitt í stjórnarstúkunni fyrir leik og var vel tekið. Síðast þegar Kenny Dalglish var í starfi á Anfield var hann framkvæmdastjóri Liverpool og stýrði liðinu sínu til 4:1 sigurs á Chelsea.
Brendan Rodgers eftirmaður hans valdi sama lið og síðast utan hvað hann varð að gera breytingu vegna leikbanns Lucas Leiva. Raheem Sterling kom inn í liðið. Luis Suarez lék sinn fyrsta leik á heimavelli á leiktíðinni og gekk til leiks með nýfæddan son sinn og dóttur. Öllum var vel tekið!
Síðast þegar Liverpool lék á heimavelli fór allt á versta veg á móti Southampton. Leikmenn Liverpool voru sofandi frá upphafi leiks og óvænt tap varð niðurstaða. Leikmenn Liverpool voru nú glaðvakandi frá fyrstu mínútu og tóku völdin snúningalaust. Á 11. mínútu kom góð fyrirgjöf frá vinstri. Victor Moses fékk boltinn á auðum sjó en hann náði ekki valdi á boltinum sem hrökk aftur til markvarðar Palace.
Ernirnir sluppu ekki lengur en í tvær mínútur í viðbót. Jose Enrique sendi boltann fyrir frá vinstri eftir samspil við Luis Suarez. Luis fékk boltann í vítateignum, lék til hliðar en datt kylliflatur. Hættan virtist liðin hjá en Luis var ekki hættur og náði að sópa boltanum liggjandi í markið. Magnað hjá þessum magnaða leikmanni. Hann fagnaði svo með stuðningsmönnum Liverpool eins og allt ruglið í sumar hefði aldrei gerst!
Strax í næstu sókn komst Daniel Sturridge í færi hægra megin en Julian Speroni varði naumlega í horn. Liverpool bætti svo við á 17. mínútu. Jose sendi langa sendingu fram vinstri kantinn. Daniel Sturride tók við sendingunni og lék fram að marki Palace. Einn varnarmaður var aðallega til varnar en Daniel lék á hann oftar en einu sinni þannig að hann vissi ekkert hvað sneri upp eða niður. Hann þrumaði boltanum svo neðst í fjærhornið. Enn eitt glæsimarkið hjá Daniel frá því hann kom til Liverpool!
Yfirburðir Liverpool voru algerir en það örlaði þó á einbeitingarskorti í vörninni um miðjan hálfleikinn. Jimmy Kebe kom sér inn í vítateignn og var við að koma boltanum í markið þegar Kolo Toure bjargaði. Sóknin hélt áfram og Simon varði skot sem breytti um stefnu með snöggum viðbrögðum. Litlu síðar var svo Mamadou Sakho rétt búinn að sparka boltanum í eigið mark þegar hann hitti illa eftir fyrirgjöf gestanna en allt fór vel.
Þrátt fyrir þessa tilburði Palace áttu þeir ekkert í leiknum og Liverpool fékk víti þegar Dean Moxey togaði aðeins í Raheem sem var að stinga sér inn í vítateiginn. Línuvörðurinn ákvað að víti skyldi dæmt en atvikið gerðist alveg við vítateigslínuna. Snertingin var varla merkjanleg en Raheem var kominn inn í vítateiginn þótt litlu mætti muna. Steven Gerrard tók vítið og skoraði með því að senda Julian í vitlaust horn. Um leið og boltinn fór yfir marklínuna var komin staðfesting á því að Steven hefði sett félagsmet með því að skora 15. keppnistímabilið í röð í deildarkeppninni. Nú voru 38 mínútur liðnar og allt stefndi í stórsigur.
Enn ógnaði Liverpool þegar Luis tók rispu vinstra megin og sendi fyrir á Victor sem stóð örfáa sentimetra frá opnu marki. Hann þurfti bara að stjaka boltanum í markið en rakst þess í stað einhvern veginn í boltann sem hrökk í þverslána. Algjörlega óskiljanlegt að Victor skyldi ekki koma knettinum í markið. Kannski gat hann bara ekki skorað á móti uppeldisfélaginu sínu eða hvað? Á síðustu mínútu hálfleiksins gerði Luis enn usla en Julian varði vel. Gestirnir voru líklega ánægðir með að staðan var ekki verri þegar leikhlé hófst.
Allir áttu von á því að leikmenn Liverpool mundu láta kné fylgja kviði í síðari hálfleik en það gerðist ekki! Rauðliðar hættu eiginlega bara alveg og það var í raun ótrúlegt að slakað skyldi svona á því góður möguleiki virtist á að bæta markatöluna. Það gerðist ekki neitt þar til tæpur stundarfjórðungur var eftir en þá skoruðu Ernirnir upp úr þurru. Varamaðurinn Dwight Gayle skallaði aukaspyrnu frá vinstri aftur fyrir sig og í markið. Laglega gert hjá Palace en sofandahátturinn í vörn Liverpool var algjör.
Leikmenn Liverpool fóru ekkert meira í gang þrátt fyrir þetta en fimm mínútum fyriri leikslok kom loksins almennileg marktilraun. Luis lék upp vinstra megin og lagði boltann út á Daniel Sturridge en skot hans fór í stöngina innanverða. Niðurstaðan var öruggur sigur og Liverpool fór á toppinn en sigurinn hefði átt að geta verið miklu stærri ef menn hefðu haldið áfram á sömu braut og í fyrri hálfleik allan leikinn. En Liverpool er á toppnum og ekki rétt að kvarta mikið!
Liverpool: Mignolet, Toure, Skrtel, Sakho (Agger 66. mín.), Sterling, Gerrard, Henderson, Enrique, Moses (Alberto 66. mín.), Suarez og Sturridge (Aspas 88. mín.). Ónotaðir varamenn: Jones, Ilori, Wisdom og Ibe.
Mörk Liverpool: Luis Suarez (13. mín.), Daniel Sturrdige (17. mín.) og Steven Gerrard, víti, (38. mín.).
Gul spjöld: Raheem Sterling og Iago Aspas.
Crystal Palace: Speroni, Ward, Mariappa, Delaney, Moxey, Puncheon, O´Keefe, Jedinak, Kebe, Chamakh (Bolasie 68. mín.) og Jerome (Gayle 46. mín.). Ónotaðir varamenn: Price, Guedioura, Inniss og Phillips.
Mark Crystal Palace: Dwight Gayle (76. mín.).
Gult spjald: Stuart O´Keefe.
Áhorfendur á Anfield Road: 44.721.
Maður leiksins: Jordan Henderson. Líklega voru þeir félagar í sókninni betri og fá mesta hrósið. Jordan var þó einn fárra leikmanna Liverpool sem spilaði allan leikinn af fullri einbeitingu. Hann er búinn að standa sig stórvel á leiktíðinni og þetta var með allra bestu leikjum hans.
Brendan Rodgers: Ég er ekki þjálfari sem er sama um allt bara ef sigur næst. Ég hef áhyggjur af því hvernig liðið spilar og hvernig stjórn er höfð á leik. Við vorum stórgóðir frammi, hreyfingin og spil var til sóma. En það er mikið verk óunnið því ég var vonsvikinn með að við skyldum ekki hafa almennilega stjórn á leiknum.
Fróðleikur:
- Luis Suarez skoraði í þriðja sinn á leiktíðinni og það í þremur leikjum.
- Daniel Sturridge er nú kominn með átta mörk á þessu keppnistímabili.
- Hann er sem stendur markahæstur í deildinni.
- Steven Gerrard opnaði markareikning sinn á þessari sparktíð.
- Hann hefur nú skorað á 15 keppnistímabilum í röð og hefur slíkt ekki áður verið afrekað í sögu Liverpool!
- Markið var númer 160 sem Steven skorar fyrir Liverpool í 639 leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.com.
Hér er viðtal við Brendan Rodgers sem tekið var eftir leik.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan