| Sf. Gutt
Luis Suarez segir að leikmenn Liverpool séu staðráðnir í að bæta sig frá síðasta keppnistímabili. Liðið muni stefna á eitt af fjórum efstu sætunum. Luis hafði þetta að segja í viðtali við Liverpoolfc.com eftir sigurinn á Crystal Palace.
,,Við ætlum að reyna að bæta okkur frá síðasta keppnistímabili. Ef við höldum áfram að spila svona og reynum að vinna hvern einasta leik gætum við átt möguleika á að ná einu af fjórum efstu sætunum."
,,Við erum mjög ánægðir því mestu skipti að vinna hérna á heimavelli. Við lékum mjög vel í dag og gerðum góða hluti þegar við vorum með boltann. Við slökuðum kannski aðeins á í síðari hálfleik en það var mikilvægt að vinna sigur í leiknum."
Luis Suarez og Daniel Sturridge hafa náð frábærlega saman í sókninni í þeim þremur leikjum sem liðnir eru frá því Luis kom úr leikbanninu. Hann segir frábært að spila með Daniel.
,,Ég er mjög ánægður með að spila með svona góðum leikmanni eins og Daniel er. Við berjumst fyrir Liverpool og gerum okkar besta fyrir liðið en ekki okkur sjálfa."
Luis hefur verið stórgóður í leikjunum þremur sem hann er búinn að spila eftir leikbannið. Hann er kominn með þrjú mörk í leikjunum og vonandi heldur hann áfram á sömu braut til vors.
TIL BAKA
Ætlum að bæta okkur!

,,Við ætlum að reyna að bæta okkur frá síðasta keppnistímabili. Ef við höldum áfram að spila svona og reynum að vinna hvern einasta leik gætum við átt möguleika á að ná einu af fjórum efstu sætunum."
,,Við erum mjög ánægðir því mestu skipti að vinna hérna á heimavelli. Við lékum mjög vel í dag og gerðum góða hluti þegar við vorum með boltann. Við slökuðum kannski aðeins á í síðari hálfleik en það var mikilvægt að vinna sigur í leiknum."
Luis Suarez og Daniel Sturridge hafa náð frábærlega saman í sókninni í þeim þremur leikjum sem liðnir eru frá því Luis kom úr leikbanninu. Hann segir frábært að spila með Daniel.
,,Ég er mjög ánægður með að spila með svona góðum leikmanni eins og Daniel er. Við berjumst fyrir Liverpool og gerum okkar besta fyrir liðið en ekki okkur sjálfa."
Luis hefur verið stórgóður í leikjunum þremur sem hann er búinn að spila eftir leikbannið. Hann er kominn með þrjú mörk í leikjunum og vonandi heldur hann áfram á sömu braut til vors.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan